Tvennum sögum fer af leynifundi Netanjahús og MBS Samúel Karl Ólason skrifar 23. nóvember 2020 16:01 Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, og Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu. Vísir/AP Yfirvöld í Sádi-Arabíu segja ekkert að marka fréttir um að Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hafi ferðast til konungsríkisins í gær og átt þar leynilegan fund með krónprinsinum Mohammed bin Salman. Það er þrátt fyrir að ýmsir aðilar hafi þegar staðfest að fundurinn hafi átt sér stað. Fjölmiðlar í Ísrael hafa haldið því fram að forsætisráðherrann hafi farið á fund með krónprinsinum, sem í daglegu tali er oft kallaður MBS, og Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Vitað er að MBS og Pompeo hittust, auk annarra embættismanna, en Netanjahú er sagður hafa flogið til Sádi-Arabíu með einkaþotu og að Yossi Cohen, yfirmaður Mossad, leyniþjónustu Ísrael, hafi verið með honum, samkvæmt Times of Israel. Heimildarmaður Wall Street Journal staðfesti þær fregnir svo og sagði fundinn hafa staðið yfir í nokkrar klukkustundir og snúið að Íran og mögulegum opinberum samskiptum Ísrael og Sádi-Arabíu. Times of Israel hefur einnig eftir Yoav Gallant, menntamálaráðherra Ísrael, að fundurinn hafi átt sér stað. Netanjahú sjálfur hefur ekki viljað tjá sig um fregnirnar. Prinsinn Faisal bin Farhan, utanríkisráðherra Sádi-Arabíu, tísti svo um málið í dag og sagði að engir Ísraelar hefðu verið á fundinum. Hann er sjálfur sagður hafa verið á fundinum. I have seen press reports about a purported meeting between HRH the Crown Prince and Israeli officials during the recent visit by @SecPompeo. No such meeting occurred. The only officials present were American and Saudi.— (@FaisalbinFarhan) November 23, 2020 AP fréttaveitan segir að FlightRadar24.com sýni að einkaþotu hafi verið flogið frá Tel Aviv á sunnudaginn og henni hafi verið lent í Neom í Sádi-Arabíu, þar sem MBS og Pompeo voru á fundi. Flugvélinni var svo flogið sömu leið til baka þremur klukkustundum síðar. Bandarískir blaðamenn voru með Pompeo á ferðalagi hans en hann skildi þá eftir á flugvellinum í Neom þennan dag. AP fréttaveitan segir einnig að Salman konungur hafi sett stofnun sjálfstæðs ríkis í Palestínu vera forsendu fyrir því að Sádar hefji opinber samskipti við Ísrael. MBS er talinn vera opnari fyrir því að hefja samskipti við Ísrael án lausnar á deilum Ísraela og Palestínumanna. Sameinuðu arabísku furstadæmin og Barein hafa þegar opnað á formleg samskipti við Ísrael á undanförnum mánuðum og eftir mikla viðleitni erindreka Donald Trumps. Bandaríkin hafa einnig miðlað málum á milli Ísrael og Líbanon en ríkin samþykktu nýverið að hefja viðræður um deilur um lögsögu ríkjanna. Nágrannaríkin tvö hafa háð nokkrar styrjaldir í gegnum tíðina og eru tæknilega séð enn í stríði og deila einnig um landamæri. Ísrael Sádi-Arabía Bandaríkin Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira
Yfirvöld í Sádi-Arabíu segja ekkert að marka fréttir um að Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hafi ferðast til konungsríkisins í gær og átt þar leynilegan fund með krónprinsinum Mohammed bin Salman. Það er þrátt fyrir að ýmsir aðilar hafi þegar staðfest að fundurinn hafi átt sér stað. Fjölmiðlar í Ísrael hafa haldið því fram að forsætisráðherrann hafi farið á fund með krónprinsinum, sem í daglegu tali er oft kallaður MBS, og Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Vitað er að MBS og Pompeo hittust, auk annarra embættismanna, en Netanjahú er sagður hafa flogið til Sádi-Arabíu með einkaþotu og að Yossi Cohen, yfirmaður Mossad, leyniþjónustu Ísrael, hafi verið með honum, samkvæmt Times of Israel. Heimildarmaður Wall Street Journal staðfesti þær fregnir svo og sagði fundinn hafa staðið yfir í nokkrar klukkustundir og snúið að Íran og mögulegum opinberum samskiptum Ísrael og Sádi-Arabíu. Times of Israel hefur einnig eftir Yoav Gallant, menntamálaráðherra Ísrael, að fundurinn hafi átt sér stað. Netanjahú sjálfur hefur ekki viljað tjá sig um fregnirnar. Prinsinn Faisal bin Farhan, utanríkisráðherra Sádi-Arabíu, tísti svo um málið í dag og sagði að engir Ísraelar hefðu verið á fundinum. Hann er sjálfur sagður hafa verið á fundinum. I have seen press reports about a purported meeting between HRH the Crown Prince and Israeli officials during the recent visit by @SecPompeo. No such meeting occurred. The only officials present were American and Saudi.— (@FaisalbinFarhan) November 23, 2020 AP fréttaveitan segir að FlightRadar24.com sýni að einkaþotu hafi verið flogið frá Tel Aviv á sunnudaginn og henni hafi verið lent í Neom í Sádi-Arabíu, þar sem MBS og Pompeo voru á fundi. Flugvélinni var svo flogið sömu leið til baka þremur klukkustundum síðar. Bandarískir blaðamenn voru með Pompeo á ferðalagi hans en hann skildi þá eftir á flugvellinum í Neom þennan dag. AP fréttaveitan segir einnig að Salman konungur hafi sett stofnun sjálfstæðs ríkis í Palestínu vera forsendu fyrir því að Sádar hefji opinber samskipti við Ísrael. MBS er talinn vera opnari fyrir því að hefja samskipti við Ísrael án lausnar á deilum Ísraela og Palestínumanna. Sameinuðu arabísku furstadæmin og Barein hafa þegar opnað á formleg samskipti við Ísrael á undanförnum mánuðum og eftir mikla viðleitni erindreka Donald Trumps. Bandaríkin hafa einnig miðlað málum á milli Ísrael og Líbanon en ríkin samþykktu nýverið að hefja viðræður um deilur um lögsögu ríkjanna. Nágrannaríkin tvö hafa háð nokkrar styrjaldir í gegnum tíðina og eru tæknilega séð enn í stríði og deila einnig um landamæri.
Ísrael Sádi-Arabía Bandaríkin Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira