Tvennum sögum fer af leynifundi Netanjahús og MBS Samúel Karl Ólason skrifar 23. nóvember 2020 16:01 Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, og Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu. Vísir/AP Yfirvöld í Sádi-Arabíu segja ekkert að marka fréttir um að Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hafi ferðast til konungsríkisins í gær og átt þar leynilegan fund með krónprinsinum Mohammed bin Salman. Það er þrátt fyrir að ýmsir aðilar hafi þegar staðfest að fundurinn hafi átt sér stað. Fjölmiðlar í Ísrael hafa haldið því fram að forsætisráðherrann hafi farið á fund með krónprinsinum, sem í daglegu tali er oft kallaður MBS, og Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Vitað er að MBS og Pompeo hittust, auk annarra embættismanna, en Netanjahú er sagður hafa flogið til Sádi-Arabíu með einkaþotu og að Yossi Cohen, yfirmaður Mossad, leyniþjónustu Ísrael, hafi verið með honum, samkvæmt Times of Israel. Heimildarmaður Wall Street Journal staðfesti þær fregnir svo og sagði fundinn hafa staðið yfir í nokkrar klukkustundir og snúið að Íran og mögulegum opinberum samskiptum Ísrael og Sádi-Arabíu. Times of Israel hefur einnig eftir Yoav Gallant, menntamálaráðherra Ísrael, að fundurinn hafi átt sér stað. Netanjahú sjálfur hefur ekki viljað tjá sig um fregnirnar. Prinsinn Faisal bin Farhan, utanríkisráðherra Sádi-Arabíu, tísti svo um málið í dag og sagði að engir Ísraelar hefðu verið á fundinum. Hann er sjálfur sagður hafa verið á fundinum. I have seen press reports about a purported meeting between HRH the Crown Prince and Israeli officials during the recent visit by @SecPompeo. No such meeting occurred. The only officials present were American and Saudi.— (@FaisalbinFarhan) November 23, 2020 AP fréttaveitan segir að FlightRadar24.com sýni að einkaþotu hafi verið flogið frá Tel Aviv á sunnudaginn og henni hafi verið lent í Neom í Sádi-Arabíu, þar sem MBS og Pompeo voru á fundi. Flugvélinni var svo flogið sömu leið til baka þremur klukkustundum síðar. Bandarískir blaðamenn voru með Pompeo á ferðalagi hans en hann skildi þá eftir á flugvellinum í Neom þennan dag. AP fréttaveitan segir einnig að Salman konungur hafi sett stofnun sjálfstæðs ríkis í Palestínu vera forsendu fyrir því að Sádar hefji opinber samskipti við Ísrael. MBS er talinn vera opnari fyrir því að hefja samskipti við Ísrael án lausnar á deilum Ísraela og Palestínumanna. Sameinuðu arabísku furstadæmin og Barein hafa þegar opnað á formleg samskipti við Ísrael á undanförnum mánuðum og eftir mikla viðleitni erindreka Donald Trumps. Bandaríkin hafa einnig miðlað málum á milli Ísrael og Líbanon en ríkin samþykktu nýverið að hefja viðræður um deilur um lögsögu ríkjanna. Nágrannaríkin tvö hafa háð nokkrar styrjaldir í gegnum tíðina og eru tæknilega séð enn í stríði og deila einnig um landamæri. Ísrael Sádi-Arabía Bandaríkin Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Sjá meira
Yfirvöld í Sádi-Arabíu segja ekkert að marka fréttir um að Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hafi ferðast til konungsríkisins í gær og átt þar leynilegan fund með krónprinsinum Mohammed bin Salman. Það er þrátt fyrir að ýmsir aðilar hafi þegar staðfest að fundurinn hafi átt sér stað. Fjölmiðlar í Ísrael hafa haldið því fram að forsætisráðherrann hafi farið á fund með krónprinsinum, sem í daglegu tali er oft kallaður MBS, og Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Vitað er að MBS og Pompeo hittust, auk annarra embættismanna, en Netanjahú er sagður hafa flogið til Sádi-Arabíu með einkaþotu og að Yossi Cohen, yfirmaður Mossad, leyniþjónustu Ísrael, hafi verið með honum, samkvæmt Times of Israel. Heimildarmaður Wall Street Journal staðfesti þær fregnir svo og sagði fundinn hafa staðið yfir í nokkrar klukkustundir og snúið að Íran og mögulegum opinberum samskiptum Ísrael og Sádi-Arabíu. Times of Israel hefur einnig eftir Yoav Gallant, menntamálaráðherra Ísrael, að fundurinn hafi átt sér stað. Netanjahú sjálfur hefur ekki viljað tjá sig um fregnirnar. Prinsinn Faisal bin Farhan, utanríkisráðherra Sádi-Arabíu, tísti svo um málið í dag og sagði að engir Ísraelar hefðu verið á fundinum. Hann er sjálfur sagður hafa verið á fundinum. I have seen press reports about a purported meeting between HRH the Crown Prince and Israeli officials during the recent visit by @SecPompeo. No such meeting occurred. The only officials present were American and Saudi.— (@FaisalbinFarhan) November 23, 2020 AP fréttaveitan segir að FlightRadar24.com sýni að einkaþotu hafi verið flogið frá Tel Aviv á sunnudaginn og henni hafi verið lent í Neom í Sádi-Arabíu, þar sem MBS og Pompeo voru á fundi. Flugvélinni var svo flogið sömu leið til baka þremur klukkustundum síðar. Bandarískir blaðamenn voru með Pompeo á ferðalagi hans en hann skildi þá eftir á flugvellinum í Neom þennan dag. AP fréttaveitan segir einnig að Salman konungur hafi sett stofnun sjálfstæðs ríkis í Palestínu vera forsendu fyrir því að Sádar hefji opinber samskipti við Ísrael. MBS er talinn vera opnari fyrir því að hefja samskipti við Ísrael án lausnar á deilum Ísraela og Palestínumanna. Sameinuðu arabísku furstadæmin og Barein hafa þegar opnað á formleg samskipti við Ísrael á undanförnum mánuðum og eftir mikla viðleitni erindreka Donald Trumps. Bandaríkin hafa einnig miðlað málum á milli Ísrael og Líbanon en ríkin samþykktu nýverið að hefja viðræður um deilur um lögsögu ríkjanna. Nágrannaríkin tvö hafa háð nokkrar styrjaldir í gegnum tíðina og eru tæknilega séð enn í stríði og deila einnig um landamæri.
Ísrael Sádi-Arabía Bandaríkin Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Sjá meira