„Deilan er á alvarlegum og erfiðum stað“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 23. nóvember 2020 13:35 Ríkissáttasemjari hugar að sóttvörnum við upphaf fundar hjá samninganefnd ríkisins og Félags flugvirkja. Vísir/vilhelm Samninganefndir flugvirkja Landhelgisgæslunnar og ríkisins héldu til samningafundar klukkan 11.30 í dag. Ríkissáttasemjari boðaði til fundarins vegna alvarlegrar stöðu sem blasir við hjá gæslunni. Flugvirkjar hjá Landhelgisgæslunni hafa verið í verkfalli í rúmar tvær vikur. Að óbreytti gæti viðbragðsgeta gæslunnar skerst verulega. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði Georg Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar að staðan hefði sennilega aldrei verið jafn alvarleg hjá þyrlusveit Landhelgisgæslunnar. Það væri óviðunandi að hafa ekki lágmarks björgunarþjónustu og því þyrftu deilendur að finna lausn á kjaradeilunni án tafar. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra sem fer með málefni gæslunnar, hefur það til skoðunar að setja lög á verkfallið til að tryggja öryggi. Í ljósi alvarlegrar stöðu sem blasir við ákvað Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari að boða deiluaðila til fundar í dag. „Nú hefur vinnustöðvun staðið yfir í rúmar tvær vikur og við höfum heyrt frá Landhelgisgæslunni að ástandið verður sífellt þyngra. Deilan er á alvarlegum og erfiðum stað en ég vona, sérstaklega í ljósi þess hversu alvarleg deilan er, að samningsaðilar nýti þá orku til að leita lausna og finna leiðir til að ná sátt,“ sagði Aðalsteinn. Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, sagði í samtali við mbl.is að frá og með miðnætti á miðvikudag verði engin þyrla til taks hjá gæslunni vegna viðhalds TF-GRO, óháð því hvernig gengur í samningaviðræðum flugvirkja og ríkisins. Ásgeir sagði að viðhaldstíminn yrði í besta falli tveir sólarhringar. Ekki hefur náðst í formann Félags flugvirkja við vinnslu fréttarinnar. Landhelgisgæslan Kjaramál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Ráðherra segir koma til greina að setja lög á verkfall flugvirkja Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir það koma til greina að lög verði sett á verkfall flugvirkja Landhelgisgæslunnar til að binda endi á það. 20. nóvember 2020 20:45 Segir stöðuna hjá Landhelgisgæslunni grafalvarlega Svo gæti farið að engin björgunarþyrla verði starfhæf hjá Landhelgisgæslunni um miðja næstu viku ef ekki næst að semja í kjaradeilu hluta flugvirkja Gæslunnar. 19. nóvember 2020 18:51 „Neyðarástand yfirvofandi“ hjá Landhelgisgæslunni Landhelgisgæslan segir neyðarástand yfirvofandi vegna verkfalls flugvirkja. Nú blasi við að þyrlufloti Landhelgisgæslunnar stöðvist á næstu dögum, í síðasta lagi um miðja næstu viku. 19. nóvember 2020 16:20 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Samninganefndir flugvirkja Landhelgisgæslunnar og ríkisins héldu til samningafundar klukkan 11.30 í dag. Ríkissáttasemjari boðaði til fundarins vegna alvarlegrar stöðu sem blasir við hjá gæslunni. Flugvirkjar hjá Landhelgisgæslunni hafa verið í verkfalli í rúmar tvær vikur. Að óbreytti gæti viðbragðsgeta gæslunnar skerst verulega. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði Georg Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar að staðan hefði sennilega aldrei verið jafn alvarleg hjá þyrlusveit Landhelgisgæslunnar. Það væri óviðunandi að hafa ekki lágmarks björgunarþjónustu og því þyrftu deilendur að finna lausn á kjaradeilunni án tafar. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra sem fer með málefni gæslunnar, hefur það til skoðunar að setja lög á verkfallið til að tryggja öryggi. Í ljósi alvarlegrar stöðu sem blasir við ákvað Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari að boða deiluaðila til fundar í dag. „Nú hefur vinnustöðvun staðið yfir í rúmar tvær vikur og við höfum heyrt frá Landhelgisgæslunni að ástandið verður sífellt þyngra. Deilan er á alvarlegum og erfiðum stað en ég vona, sérstaklega í ljósi þess hversu alvarleg deilan er, að samningsaðilar nýti þá orku til að leita lausna og finna leiðir til að ná sátt,“ sagði Aðalsteinn. Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, sagði í samtali við mbl.is að frá og með miðnætti á miðvikudag verði engin þyrla til taks hjá gæslunni vegna viðhalds TF-GRO, óháð því hvernig gengur í samningaviðræðum flugvirkja og ríkisins. Ásgeir sagði að viðhaldstíminn yrði í besta falli tveir sólarhringar. Ekki hefur náðst í formann Félags flugvirkja við vinnslu fréttarinnar.
Landhelgisgæslan Kjaramál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Ráðherra segir koma til greina að setja lög á verkfall flugvirkja Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir það koma til greina að lög verði sett á verkfall flugvirkja Landhelgisgæslunnar til að binda endi á það. 20. nóvember 2020 20:45 Segir stöðuna hjá Landhelgisgæslunni grafalvarlega Svo gæti farið að engin björgunarþyrla verði starfhæf hjá Landhelgisgæslunni um miðja næstu viku ef ekki næst að semja í kjaradeilu hluta flugvirkja Gæslunnar. 19. nóvember 2020 18:51 „Neyðarástand yfirvofandi“ hjá Landhelgisgæslunni Landhelgisgæslan segir neyðarástand yfirvofandi vegna verkfalls flugvirkja. Nú blasi við að þyrlufloti Landhelgisgæslunnar stöðvist á næstu dögum, í síðasta lagi um miðja næstu viku. 19. nóvember 2020 16:20 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Ráðherra segir koma til greina að setja lög á verkfall flugvirkja Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir það koma til greina að lög verði sett á verkfall flugvirkja Landhelgisgæslunnar til að binda endi á það. 20. nóvember 2020 20:45
Segir stöðuna hjá Landhelgisgæslunni grafalvarlega Svo gæti farið að engin björgunarþyrla verði starfhæf hjá Landhelgisgæslunni um miðja næstu viku ef ekki næst að semja í kjaradeilu hluta flugvirkja Gæslunnar. 19. nóvember 2020 18:51
„Neyðarástand yfirvofandi“ hjá Landhelgisgæslunni Landhelgisgæslan segir neyðarástand yfirvofandi vegna verkfalls flugvirkja. Nú blasi við að þyrlufloti Landhelgisgæslunnar stöðvist á næstu dögum, í síðasta lagi um miðja næstu viku. 19. nóvember 2020 16:20