Ein stærsta fjöldagröf Íslands er á Útskálum Kristján Már Unnarsson skrifar 22. nóvember 2020 22:11 Hörður Gíslason sýnir fjöldagröfina, sem er við bakhlið Útskálakirkju í Garði. Hér hvíla 89 menn. Arnar Halldórsson Ein stærsta fjöldagröf á Íslandi er í kirkjugarðinum á Útskálum á Suðurnesjum. Gröfin er um leið minnisvarði um einhvern mesta mannskaða í sögu Íslandsbyggðar. „Hér hvíla 89 menn,“ segir Hörður Gíslason frá Sólbakka í Garði, áhugamaður um sögu Suðurnesja, um leið og hann sýnir okkur gröfina við austurvegg Útskálakirkju. Hann er meðal viðmælenda í þættinum Um land allt á Stöð 2 á mánudagskvöld, sem fjallar um Garðinn. Séð yfir Útskála. Gamla prestssetrið sést vinstra megin við kirkjuna. Fjær til hægri sér í Garðskagavita.Arnar Halldórsson „Fyrir utan þar sem Sturlungar börðust í Skagafirði, þá er hér mesta fjöldagröf á Íslandi - fyrir utan Örlygsstaði og Hauganes,“ segir Hörður. Gröfin vitnar um grimm örlög sem oft fylgdu sjósókn. Þarna hvíla sjómenn sem fórust á tugum Suðurnesjabáta í illviðri þann 8. mars árið 1685, fyrir 335 árum. „Þá gerir svona vont veður. Þá hvellrauk, sögðu menn – kom að óvörum. Það er talað um að það hafi farist yfir 150 manns hér á skaganum í þessu áhlaupi.“ Hörður Gíslason er frá Sólbakka í Garði. Fjöldagröfin er fyrir aftan.Arnar Halldórsson Meirihluta líkanna rak á land og voru þau flest sett í sameiginlega gröf á Útskálum, en staðurinn var á þeim tíma eitt helsta höfuðból Suðurnesja. „Þetta er stór hluti af íbúafjöldanum. Þetta eru heimamenn og aðkomumenn. Þetta eru náttúrlega bara hamfarir. Það er ekki hægt að lýsa þessu öðruvísi. Og menn geta ímyndað sér sárin og tímabilið á eftir þegar þetta gerist. Það fer atvinnulífið – fyrirvinnurnar hverfa,“ segir Hörður. Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins um Garðinn: Um land allt Suðurnesjabær Veður Sjávarútvegur Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira
Ein stærsta fjöldagröf á Íslandi er í kirkjugarðinum á Útskálum á Suðurnesjum. Gröfin er um leið minnisvarði um einhvern mesta mannskaða í sögu Íslandsbyggðar. „Hér hvíla 89 menn,“ segir Hörður Gíslason frá Sólbakka í Garði, áhugamaður um sögu Suðurnesja, um leið og hann sýnir okkur gröfina við austurvegg Útskálakirkju. Hann er meðal viðmælenda í þættinum Um land allt á Stöð 2 á mánudagskvöld, sem fjallar um Garðinn. Séð yfir Útskála. Gamla prestssetrið sést vinstra megin við kirkjuna. Fjær til hægri sér í Garðskagavita.Arnar Halldórsson „Fyrir utan þar sem Sturlungar börðust í Skagafirði, þá er hér mesta fjöldagröf á Íslandi - fyrir utan Örlygsstaði og Hauganes,“ segir Hörður. Gröfin vitnar um grimm örlög sem oft fylgdu sjósókn. Þarna hvíla sjómenn sem fórust á tugum Suðurnesjabáta í illviðri þann 8. mars árið 1685, fyrir 335 árum. „Þá gerir svona vont veður. Þá hvellrauk, sögðu menn – kom að óvörum. Það er talað um að það hafi farist yfir 150 manns hér á skaganum í þessu áhlaupi.“ Hörður Gíslason er frá Sólbakka í Garði. Fjöldagröfin er fyrir aftan.Arnar Halldórsson Meirihluta líkanna rak á land og voru þau flest sett í sameiginlega gröf á Útskálum, en staðurinn var á þeim tíma eitt helsta höfuðból Suðurnesja. „Þetta er stór hluti af íbúafjöldanum. Þetta eru heimamenn og aðkomumenn. Þetta eru náttúrlega bara hamfarir. Það er ekki hægt að lýsa þessu öðruvísi. Og menn geta ímyndað sér sárin og tímabilið á eftir þegar þetta gerist. Það fer atvinnulífið – fyrirvinnurnar hverfa,“ segir Hörður. Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins um Garðinn:
Um land allt Suðurnesjabær Veður Sjávarútvegur Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira