Fjölskylduflokkurinn Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar 21. nóvember 2020 07:48 Í dag, 21. nóvember, á Landssamband Framsóknarkvenna 39 ára afmæli. Í 39 ár hafa konur innan Framsóknarflokksins barist ötullega fyrir réttindum kvenna, bæði innan flokksins sem utan hans. Hlutverk kvennahreyfingarinnar er að stuðla að og hvetja konur til þátttöku og ábyrgðar í stjórnmálum. Jafnframt jafna tækifæri kvenna til virkrar þátttöku í félagsstarfi sem og atvinnulífi. Aðeins með virkri þátttöku kvenna í stjórnmálum og á vinnumarkaði náum við fram raunverulegu jafnrétti kynjanna. Fyrstu lögin um fæðingar- og foreldraorlof var pólitísk aðgerð og til þess fallin að auka jafnrétti og möguleika kvenna til þátttöku á vinnumarkaði. Innleiðing á rétti feðra til fæðingarorlofs var einnig pólitísk aðgerð og þá í þágu jafnréttis karla og kvenna, bæði á vinnumarkaði sem og á heimilum með því að jafna fjölskylduábyrgð og þátttöku í uppeldi barna. Það voru fjölskyldugildi Framsóknar sem komu þessu á legg og nú heldur Framsókn áfram veginn og bætir um betur með frumvarpi Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra. Aukin þátttaka og ábyrgð feðra í uppeldi og umönnun barna sinna styður við stöðu kvenna á vinnumarkaði. Feður, mæður og börn græða á auknu jafnræði eða jafnvægi í töku fæðingarorlofs. Lögin eru ekki óbrigðul og einn helsti galli þeirra er líklega sú kynjaða mynd sem dregin er upp af fjölskyldumynstri, foreldrar eru tveir, karl og kona. Þó það sé sannarlega algengasta formið er það langt frá því það eina. Núgildandi lög gera ráð fyrir því nýja normi sem fjölbreytt fjölskyldumynstur er og halda áfram að gera það í nýju frumvarpi. En nú liggur fyrir Alþingi frumvarp til laga um fæðingar- og foreldraorlof. Helstu breytingarnar frá fyrri lögum eru þær að um lengingu orlofstímans er að ræða. Hrein viðbót við núverandi kerfi. Lengi hefur verið kallað eftir þessari breytingu og nú er þessi lenging í augsýn. Því fögnum við Framsóknarkonur! Með nýjum lögum geta foreldrar verið í 12 mánuði heima með barni sínu í stað 9 mánaða í núgildandi lögum. Sjálfstæðir foreldrar fá 12 mánaða orlof til að verja með sínu barni. Skýr réttur feðra í núverandi lögum er áfram staðfestur en með lengingu orlofsréttar þeirra til jafns við orlofsrétt mæðra. Rannsóknir sýna að löng fjarvera mæðra frá vinnumarkaði hafði og hefur enn neikvæð áhrif á stöðu þeirra innan vinnumarkaðar. Jafnframt að auknar líkur eru á að mæður snúi aftur í fullt starf eftir barneign eftir að sjálfstæður réttur feðra til fæðingarorlofs kom til. Með jöfnun sjálfstæðs réttar feðra og mæðra til orlofstöku styrkist staða feðra til að nýta rétt sinn á vinnumarkaði, en rannsóknir sýna að viðhorf launþega er jákvæðara í garð fæðingarorlofs en viðhorf atvinnurekenda. Feður, hvort sem þeir búa með barnsmóður eður ei, verja nú mun meiri tíma í samveru og umönnun barna sinna en áður. Með lengingu á fæðingarorlofinu og auknum rétti feðra til orlofstöku má ætla að verið sé að tryggja betur rétt barna til samvista við við báða foreldra, enda er jafnrétti börnum fyrir bestu. Frekari fróðleik um breytingar á lögum um fæðingarorlof má finna á www.betrafaedingarorlof.is. Til hamingju Íslendingar með framsækið frumvarp! Fyrir hönd stjórnar Landssamband Framsóknarkvenna. Höfundur er varaformaður Landssambands framsóknarkvenna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framsóknarflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Halldór 10.05.2025 Halldór Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Í dag, 21. nóvember, á Landssamband Framsóknarkvenna 39 ára afmæli. Í 39 ár hafa konur innan Framsóknarflokksins barist ötullega fyrir réttindum kvenna, bæði innan flokksins sem utan hans. Hlutverk kvennahreyfingarinnar er að stuðla að og hvetja konur til þátttöku og ábyrgðar í stjórnmálum. Jafnframt jafna tækifæri kvenna til virkrar þátttöku í félagsstarfi sem og atvinnulífi. Aðeins með virkri þátttöku kvenna í stjórnmálum og á vinnumarkaði náum við fram raunverulegu jafnrétti kynjanna. Fyrstu lögin um fæðingar- og foreldraorlof var pólitísk aðgerð og til þess fallin að auka jafnrétti og möguleika kvenna til þátttöku á vinnumarkaði. Innleiðing á rétti feðra til fæðingarorlofs var einnig pólitísk aðgerð og þá í þágu jafnréttis karla og kvenna, bæði á vinnumarkaði sem og á heimilum með því að jafna fjölskylduábyrgð og þátttöku í uppeldi barna. Það voru fjölskyldugildi Framsóknar sem komu þessu á legg og nú heldur Framsókn áfram veginn og bætir um betur með frumvarpi Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra. Aukin þátttaka og ábyrgð feðra í uppeldi og umönnun barna sinna styður við stöðu kvenna á vinnumarkaði. Feður, mæður og börn græða á auknu jafnræði eða jafnvægi í töku fæðingarorlofs. Lögin eru ekki óbrigðul og einn helsti galli þeirra er líklega sú kynjaða mynd sem dregin er upp af fjölskyldumynstri, foreldrar eru tveir, karl og kona. Þó það sé sannarlega algengasta formið er það langt frá því það eina. Núgildandi lög gera ráð fyrir því nýja normi sem fjölbreytt fjölskyldumynstur er og halda áfram að gera það í nýju frumvarpi. En nú liggur fyrir Alþingi frumvarp til laga um fæðingar- og foreldraorlof. Helstu breytingarnar frá fyrri lögum eru þær að um lengingu orlofstímans er að ræða. Hrein viðbót við núverandi kerfi. Lengi hefur verið kallað eftir þessari breytingu og nú er þessi lenging í augsýn. Því fögnum við Framsóknarkonur! Með nýjum lögum geta foreldrar verið í 12 mánuði heima með barni sínu í stað 9 mánaða í núgildandi lögum. Sjálfstæðir foreldrar fá 12 mánaða orlof til að verja með sínu barni. Skýr réttur feðra í núverandi lögum er áfram staðfestur en með lengingu orlofsréttar þeirra til jafns við orlofsrétt mæðra. Rannsóknir sýna að löng fjarvera mæðra frá vinnumarkaði hafði og hefur enn neikvæð áhrif á stöðu þeirra innan vinnumarkaðar. Jafnframt að auknar líkur eru á að mæður snúi aftur í fullt starf eftir barneign eftir að sjálfstæður réttur feðra til fæðingarorlofs kom til. Með jöfnun sjálfstæðs réttar feðra og mæðra til orlofstöku styrkist staða feðra til að nýta rétt sinn á vinnumarkaði, en rannsóknir sýna að viðhorf launþega er jákvæðara í garð fæðingarorlofs en viðhorf atvinnurekenda. Feður, hvort sem þeir búa með barnsmóður eður ei, verja nú mun meiri tíma í samveru og umönnun barna sinna en áður. Með lengingu á fæðingarorlofinu og auknum rétti feðra til orlofstöku má ætla að verið sé að tryggja betur rétt barna til samvista við við báða foreldra, enda er jafnrétti börnum fyrir bestu. Frekari fróðleik um breytingar á lögum um fæðingarorlof má finna á www.betrafaedingarorlof.is. Til hamingju Íslendingar með framsækið frumvarp! Fyrir hönd stjórnar Landssamband Framsóknarkvenna. Höfundur er varaformaður Landssambands framsóknarkvenna.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun