Zlatan styrkti stöðu AC Milan á toppnum og fór meiddur útaf

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Zlatan stangar boltann í netið
Zlatan stangar boltann í netið vísir/Getty

Zlatan Ibrahimovic var maðurinn í Napoli í kvöld þegar AC Milan sótti þrjú stig í greipar heimamanna í toppslag ítölsku úrvalsdeildarinnar.

Hinn 39 ára gamli Zlatan kom AC Milan í 2-0 með mörkum á 20. og 54.mínútu en Dries Mertens minnkaði muninn á 63.mínútu.

Tiemoue Bakayoko fékk að líta sitt annað gula spjald skömmu síðar sem gerði lokakaflann erfiðari fyrir heimamenn.

Hins vegar varð AC Milan fyrir stærra áfalli á 79.mínútu þegar Zlatan virtist togna aftan í læri og þurfti því að fara af velli.

Án Zlatan var það norska ungstirnið Jens Petter Hauge sem steig upp og gulltryggði sigur AC Milan með marki í uppbótartíma.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira