Söngkonan Kylie Minogue tók þátt í skemmtilegu myndbandi sem birtist á YouTube-síðu Vogue þar sem hún fer yfir fatastíl sinn frá árinu 1988.
Minogue fór yfir sautján dæmi um fatnað sem hún klæddist á þessu tímabili. Einnig fór hún yfir hárgreiðslurnar og þá aukahluti sem hún bar.
Kylie Minogue er þekkt áströlsk söngkona sem sló fyrst í gegn sem leikkona í sápuóperunni Nágrönnum. Hún er 52 ára og hefur verið ein skærasta stjarnan í Ástralíu í mörg ár.
Hér að neðan má sjá myndbandið frá Vogue.