Ætla að loka Arecibo vegna hættu Samúel Karl Ólason skrifar 19. nóvember 2020 20:55 Arecibo-útvarpssjónaukinn er talinn í hættu á að hrynja. AP/Danica Coto Arecibo-útvarpssjónaukinn sögufrægi í Púertó Ríkó verður ekki starfræktur lengur. Um mikið högg fyrir geimvísindamenn er að ræða en margir reiða sig á sjónaukann til að finna plánetur, smástirni og jafnvel vísbendingar um vitsmunalíf í geimnum. Skemmdir hafa orðið á sjónaukanum og segja forsvarsmenn hans að of hættulegt sé að starfrækja hann áfram. National Science Foundation, sem er óháð stofnun en er fjármögnuð af ríkinu, á sjónaukann en vísindamenn við Háskóla Mið-Flórída, hafa séð um rekstur hans á undanförnum árum. Einn af vírunum sem heldur sjónaukanum uppi losnaði í sumar og olli miklum skemmdum á sjónaukanum. Þegar hefja átti viðgerðir á honum fyrr í þessum mánuði gaf annar og mikilvægari vír sig. Sérfræðingar óttast að aukið álag sé nú á þeim vírum sem eftir eru og gefi fleiri sig gæti 900 tonna sjónaukinn hrunið til jarðar. Sjá einnig: Sögufrægur útvarpssjónauki sagður að hruni kominn Sjónaukinn er einn sá stærsti í heimi og er staðsettur í frumskógi Púertó Ríkó. Hann hefur verið í notkun frá 1963 og hefur sést í kvikmyndum eins og GoldenEye og Contact. Þá hefur sjónaukinn verið mjög vinsæll ferðamannastaður. Sjónaukinn samanstendur úr rúmlega 300 metra disk og 900 tonna palli sem hangir í um 150 metra hæð yfir diskinum. Forsvarsmenn Arecibo grunar að galli hafi leitt til þess að vírinn losnaði í sumar. Það kom verkfræðingum þó verulega á óvart þegar mikilvægari vírinn slitnaði svo fyrr í þessum mánuði. Talið var að hann væri einungis að halda um 60 prósent hámarksþyngdar hans. Þá segja áðurnefndir forsvarsmenn að jafnvel þó skemmdirnar yrðu lagaðar væri ekki hægt að nota sjónaukann til lengdar. „Þetta var ekki auðveld ákvörðun fyrir NSF að taka, en öryggi fólks er í forgangi,“ hefur AP fréttaveitan eftir Sean Jones, einum af yfirmönnum NSF. „Við gerum okkur grein fyrir því hve miklu Arecibo skiptir fyrir samfélagið og Púertó Ríkó.“ Hann sagði einnig að í rauninni væri engin leið í boði til að halda áfram rekstri sjónaukans og í senn tryggja öryggi fólks þar. Geimurinn Púertó Ríkó Bandaríkin Vísindi James Bond Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira
Arecibo-útvarpssjónaukinn sögufrægi í Púertó Ríkó verður ekki starfræktur lengur. Um mikið högg fyrir geimvísindamenn er að ræða en margir reiða sig á sjónaukann til að finna plánetur, smástirni og jafnvel vísbendingar um vitsmunalíf í geimnum. Skemmdir hafa orðið á sjónaukanum og segja forsvarsmenn hans að of hættulegt sé að starfrækja hann áfram. National Science Foundation, sem er óháð stofnun en er fjármögnuð af ríkinu, á sjónaukann en vísindamenn við Háskóla Mið-Flórída, hafa séð um rekstur hans á undanförnum árum. Einn af vírunum sem heldur sjónaukanum uppi losnaði í sumar og olli miklum skemmdum á sjónaukanum. Þegar hefja átti viðgerðir á honum fyrr í þessum mánuði gaf annar og mikilvægari vír sig. Sérfræðingar óttast að aukið álag sé nú á þeim vírum sem eftir eru og gefi fleiri sig gæti 900 tonna sjónaukinn hrunið til jarðar. Sjá einnig: Sögufrægur útvarpssjónauki sagður að hruni kominn Sjónaukinn er einn sá stærsti í heimi og er staðsettur í frumskógi Púertó Ríkó. Hann hefur verið í notkun frá 1963 og hefur sést í kvikmyndum eins og GoldenEye og Contact. Þá hefur sjónaukinn verið mjög vinsæll ferðamannastaður. Sjónaukinn samanstendur úr rúmlega 300 metra disk og 900 tonna palli sem hangir í um 150 metra hæð yfir diskinum. Forsvarsmenn Arecibo grunar að galli hafi leitt til þess að vírinn losnaði í sumar. Það kom verkfræðingum þó verulega á óvart þegar mikilvægari vírinn slitnaði svo fyrr í þessum mánuði. Talið var að hann væri einungis að halda um 60 prósent hámarksþyngdar hans. Þá segja áðurnefndir forsvarsmenn að jafnvel þó skemmdirnar yrðu lagaðar væri ekki hægt að nota sjónaukann til lengdar. „Þetta var ekki auðveld ákvörðun fyrir NSF að taka, en öryggi fólks er í forgangi,“ hefur AP fréttaveitan eftir Sean Jones, einum af yfirmönnum NSF. „Við gerum okkur grein fyrir því hve miklu Arecibo skiptir fyrir samfélagið og Púertó Ríkó.“ Hann sagði einnig að í rauninni væri engin leið í boði til að halda áfram rekstri sjónaukans og í senn tryggja öryggi fólks þar.
Geimurinn Púertó Ríkó Bandaríkin Vísindi James Bond Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira