Sagður ætla að fækka hermönnum verulega í Afganistan Samúel Karl Ólason skrifar 16. nóvember 2020 22:00 Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna. AP/Carolyn Kaster Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður ætla að fækka bandarískum hermönnum í Afganistan og Írak verulega, áður en hann lætur af embætti í janúar. Samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs stendur til að fækka hermönnum í Afganistan um tæpan helming svo það verði 2.500 hermenn eftir þar. Í Írak stendur til að fækka þeim um um það bil 500, svo þar verði einnig 2.500 hermenn eftir. Trump hefur lengi viljað kalla alla hermennina heim aftur en forsvarsmenn herafla Bandaríkjanna og erindrekar hafa verið andvígir því. AP fréttaveitan segir ákvörðunina ekki koma á óvart, sérstaklega með miði af því að Trump hafi sópað mörgum leiðtogum úr varnarmálaráðuneytinu og komið stuðningsmönnum sínum þar fyrir í þeirra stað. Samkvæmt heimildum bandarískra fjölmiðla var forsvarsmönnum hersins tilkynnt þessi ákvörðun um helgina. Enn er ekki búið að semja forsetatilskipun Trump en samkvæmt þeirri áætlun sem liggur fyrir á að klára flutningana einungis fimm dögum áður en Joe Biden sest að í Hvíta húsinu. Herforingjar hafa lýst því yfir að samningsstaða Bandaríkjanna gagnvart Talibönum, í friðarviðræðum þeirra, gæti versnað með færri hermönnum í Afganistan. Her Írak er betur í stakk búinn til að takast á við ógnir en her Afganistan er til að takast á við Talibana og því hafa herforingjar minni áhyggjur af fækkun hermanna þar. Um 4.500 bandarískir hermenn eru í Afganistan og varnarmálaráðuneytið hefur sagt erfitt að fækka þeim meira í ljósi ítrekaðra árása Talibana. Stríðið í Afganistan er það lengsta í sögu Bandaríkjanna og hefur nú staðið yfir í 19 ár. Bandaríkin gerðu innrás í landið eftir árásina á Tvíburaturnana í New York en Talibanar, sem stjórnuðu Afganistan þá, studdu dyggilega við bakið á al-Qaeda á þeim tíma. Bandaríkin Afganistan Donald Trump Tengdar fréttir Minnst 22 látnir eftir skotárás á Kabúl-háskóla Stjórnvöld í landinu segja að flestir þeirra sem urðu fyrir árásinni hafi verið námsmenn og að lögregla hafi skotið árásarmennina til bana á vettvangi. 2. nóvember 2020 20:06 Nítján látin í Kabúl eftir árás á háskóla Minnst nítján fórust og 22 særðust þegar þrír vopnaðir menn réðust á Kabúl-háskóla í afgönsku höfuðborginni í dag. 2. nóvember 2020 16:22 Friðarviðræður Afganistan og Talíbana hafnar Friðarviðræður milli Afganistan og Talíbana hófust í morgun í Katar eftir margra mánaða bið. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir viðræðurnar sögulegar en hann er nú á leið til Doha í Katar til að vera viðstaddur opnunarhátíðar viðræðnanna. 12. september 2020 13:12 Utanríkisráðherrann gekk á Rússa um meint verðlaunafé í Afganistan Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er sagður hafa varað rússneskan starfsbróður sinn eindregið við því að greiða talibönum verðlaunafé fyrir að drepa bandaríska hermenn í Afganistan. 7. ágúst 2020 19:38 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður ætla að fækka bandarískum hermönnum í Afganistan og Írak verulega, áður en hann lætur af embætti í janúar. Samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs stendur til að fækka hermönnum í Afganistan um tæpan helming svo það verði 2.500 hermenn eftir þar. Í Írak stendur til að fækka þeim um um það bil 500, svo þar verði einnig 2.500 hermenn eftir. Trump hefur lengi viljað kalla alla hermennina heim aftur en forsvarsmenn herafla Bandaríkjanna og erindrekar hafa verið andvígir því. AP fréttaveitan segir ákvörðunina ekki koma á óvart, sérstaklega með miði af því að Trump hafi sópað mörgum leiðtogum úr varnarmálaráðuneytinu og komið stuðningsmönnum sínum þar fyrir í þeirra stað. Samkvæmt heimildum bandarískra fjölmiðla var forsvarsmönnum hersins tilkynnt þessi ákvörðun um helgina. Enn er ekki búið að semja forsetatilskipun Trump en samkvæmt þeirri áætlun sem liggur fyrir á að klára flutningana einungis fimm dögum áður en Joe Biden sest að í Hvíta húsinu. Herforingjar hafa lýst því yfir að samningsstaða Bandaríkjanna gagnvart Talibönum, í friðarviðræðum þeirra, gæti versnað með færri hermönnum í Afganistan. Her Írak er betur í stakk búinn til að takast á við ógnir en her Afganistan er til að takast á við Talibana og því hafa herforingjar minni áhyggjur af fækkun hermanna þar. Um 4.500 bandarískir hermenn eru í Afganistan og varnarmálaráðuneytið hefur sagt erfitt að fækka þeim meira í ljósi ítrekaðra árása Talibana. Stríðið í Afganistan er það lengsta í sögu Bandaríkjanna og hefur nú staðið yfir í 19 ár. Bandaríkin gerðu innrás í landið eftir árásina á Tvíburaturnana í New York en Talibanar, sem stjórnuðu Afganistan þá, studdu dyggilega við bakið á al-Qaeda á þeim tíma.
Bandaríkin Afganistan Donald Trump Tengdar fréttir Minnst 22 látnir eftir skotárás á Kabúl-háskóla Stjórnvöld í landinu segja að flestir þeirra sem urðu fyrir árásinni hafi verið námsmenn og að lögregla hafi skotið árásarmennina til bana á vettvangi. 2. nóvember 2020 20:06 Nítján látin í Kabúl eftir árás á háskóla Minnst nítján fórust og 22 særðust þegar þrír vopnaðir menn réðust á Kabúl-háskóla í afgönsku höfuðborginni í dag. 2. nóvember 2020 16:22 Friðarviðræður Afganistan og Talíbana hafnar Friðarviðræður milli Afganistan og Talíbana hófust í morgun í Katar eftir margra mánaða bið. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir viðræðurnar sögulegar en hann er nú á leið til Doha í Katar til að vera viðstaddur opnunarhátíðar viðræðnanna. 12. september 2020 13:12 Utanríkisráðherrann gekk á Rússa um meint verðlaunafé í Afganistan Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er sagður hafa varað rússneskan starfsbróður sinn eindregið við því að greiða talibönum verðlaunafé fyrir að drepa bandaríska hermenn í Afganistan. 7. ágúst 2020 19:38 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Sjá meira
Minnst 22 látnir eftir skotárás á Kabúl-háskóla Stjórnvöld í landinu segja að flestir þeirra sem urðu fyrir árásinni hafi verið námsmenn og að lögregla hafi skotið árásarmennina til bana á vettvangi. 2. nóvember 2020 20:06
Nítján látin í Kabúl eftir árás á háskóla Minnst nítján fórust og 22 særðust þegar þrír vopnaðir menn réðust á Kabúl-háskóla í afgönsku höfuðborginni í dag. 2. nóvember 2020 16:22
Friðarviðræður Afganistan og Talíbana hafnar Friðarviðræður milli Afganistan og Talíbana hófust í morgun í Katar eftir margra mánaða bið. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir viðræðurnar sögulegar en hann er nú á leið til Doha í Katar til að vera viðstaddur opnunarhátíðar viðræðnanna. 12. september 2020 13:12
Utanríkisráðherrann gekk á Rússa um meint verðlaunafé í Afganistan Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er sagður hafa varað rússneskan starfsbróður sinn eindregið við því að greiða talibönum verðlaunafé fyrir að drepa bandaríska hermenn í Afganistan. 7. ágúst 2020 19:38