Þjálfarar í Dominos deildunum skora á yfirvöld: „Undarlegt að nánast öll íþróttahreyfingin sé sett undir sama hatt“ Anton Ingi Leifsson skrifar 16. nóvember 2020 17:25 Arnar er einn þeirra sem hefur látið vel í sér heyra. vísir/vilhelm Þjálfarar í Dominos-deildum karla og kvenna hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau skora á stjórnvöld að leyfa æfingar. Körfuboltinn hefur verið bannaður á Íslandi síðan í byrjun október eða síðan síðasti leikurinn fór fram 6. október. „Okkur finnst það undarlegt að nánast öll íþróttahreyfingin sé sett undir sama hatt, hvort sem er um að ræða afreksíþróttafólk í frjálsum íþróttum, atvinnumenn í boltagreinum eða fólk sem stundar íþróttir til heilsuræktar eða af áhugamennsku,“ segir í bréfinu. Körfuknattleikssambandið og Handknattleiksambandið hafa eins og önnur íþróttasambönd farið eftir hörðum sóttvarnaraðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins. Reglugerðin gildi fyrst frá 31. október til og með 17. nóvember en var síðan framlengd til 1. desember næstkomandi. Nú hafa þjálfararnir tekið sig saman og skrifað bréf til ráðherra og ráðuneyti ríkisstjórnarinnar auk ÍSÍ. Þar óska þeir eftir því að atvinnu- og afreksíþróttafólk fái að byrja æfa. Þar teikna þjálfararnir upp tvær sviðsmyndir; sú fyrri er að æfingar hefjist strax en síðari myndin er að þetta verði gert í skrefum. Í bréfinu er einnig sagt frá því að æfingabannið geti haft alvarlegar langtímafleiðingar á íþróttamennina. Þá er ekki fjölyrtð um mikilvægi afreksíþrótta og áhrif þeirra á samfélagið. Bréfið má sjá í heild sinni hér að neðan. Yfirlýsing þjálfara í Dominos-deildum karla og kvenna: Til þeirra er málið varðar, fátt ef nokkuð hefur haft jafn mikil áhrif á daglegt líf á undanförnum áratugum og kórónuveiran. Flest öll samfélög í heiminum hafa þurft að glíma við miklar afleiðingar, hvort sem um er að ræða heilsufarslegar, félagslegar eða fjárhagslegar. Íþróttir eru þar engin undantekning, enda hefur íþróttastarf víðs vegar verið ýmist lagt niður eða þurft að laga sig að ástandinu með ýmsum fórnarkostnaði. Körfuboltahreyfingin á Íslandi hefur tekið heilshugar þátt í baráttunni gegn veirunni og fylgt öllum reglum með því að stöðva sitt starf þegar mesta hættan hefur staðið yfir. Í ljósi nýjustu frétta af breytingum á reglugerðum um sóttvarnaraðgerðir sem eiga að taka gildi næstkomandi miðvikudag, 18. nóvember, erum við hins vegar orðin ansi hugsi. Sú hugsun er að ef til vill sé skilningur sóttvarnarlæknis og stjórnvalda á körfuboltaiðkun, þá sér í lagi efstu deild karla og kvenna, ekki nægilega mikill. Markmið þessa bréfs er því að varpa ljósi á þætti körfuboltans sem kynnu að breyta afstöðu til sóttvarnaraðgerða. Við viljum beina athyglinni að atvinnuvæðingu körfuboltans og að regluverk er til staðar sem unnið hefur verið af sérsamböndunum vegna framkvæmda á æfingum. Okkur finnst það undarlegt að nánast öll íþróttahreyfingin sé sett undir sama hatt, hvort sem er um að ræða afreksíþróttafólk í frjálsum íþróttum, atvinnumenn í boltagreinum eða fólk sem stundar íþróttir til heilsuræktar eða af áhugamennsku. Á undanförnum tveimur áratugum hefur fjöldi atvinnuleikmanna og þjálfara í félögum aukist til muna. Þá hefur æfingamagn aukist mikið og fleiri hafa æft íþróttina líkt og atvinnumenn, þó fjárhagsleg umbun liggi ekki alltaf að baki. Íþróttin er atvinna þeirra og framtíð, sem þeir geta ekki unnið við í dag. Þá hafa verið fluttir inn erlendir leikmenn til landsins sem sérfræðingar í íþróttinni. Þessir íþróttamenn, bæði innlendir og erlendir, æfa núorðið allt árið um kring og löng stopp sem þessi geta haft alvarlegar afleiðingar á frammistöðu þeirra í íþróttinni og þ. a. l. atvinnumöguleika á komandi mánuðum og jafnvel árum. Við þjálfarar í efstu deildum (Dominosdeildum) karla og kvenna skorum á stjórnvöld að endurskoða sína afstöðu gagnvart körfuboltanum. Við teljum að það algjöra æfingabann á afreks- og atvinnumannahluta körfuboltans sem nú er við líði geti haft alvarlegar langtímaafleiðingar á íþróttamennina. Þá þarf ekki að fjölyrða um mikilvægi afreksíþrótta og áhrifa þeirra á samfélagið, hvort sem um er að ræða glæsta sigra eða sár töp. Loks má ætla að á þessum síðustu tímum geti körfuboltinn verið kærkomin afþreying í sjónvarpi á virkum dögum fyrir almenning, líkt og tónlistarmenn þjóðarinnar hafa sýnt að lifandi tónlist í sjónvarpi getur verið um helgar. Nú þegar er til regluverk um framkvæmd á æfingum og leikjum sem samþykkt var af yfirvöldum, en það var unnið af Körfuknattleikssambandi Íslands og Handknattleikssambandi Íslands og gefið út 19. október síðastliðinn. http://kki.is/library/Skrar/COVID-19_leidbeiningar_fyrir_HSI_og_KKI_191020.pdf Þar að auki setti Knattspyrnufélagið Valur saman regluverk vegna undirbúnings og æfinga vegna þátttöku Vals í Evrópukeppni í knattspyrnu kvenna sem einnig var samþykkt af yfirvöldum. Það regluverk mætti einnig nýta við framkvæmd æfinga í körfubolta. Við erum tilbúin að mæta öllum þeim kröfum sem þykja nauðsynlegar til að æfingar geti farið fram, s.s. að skima liðin áður en fyrstu æfingar hefjast og hitamæla þjálfara og leikmenn þegar þeir mæta á æfingastað. Auk þess eru þjálfarar og leikmenn reiðubúnir að haga lífi sínu á þann hátt utan vallar að smithætta sé í algjöru lágmarki, líkt og framlínufólk hefur þurft að gera. Við leggjum til að æfingar í efstu deild (Dominosdeild) karla og kvenna í körfubolta hefjist að fullu miðvikudaginn 18. nóvember nk., að uppfylltum sóttvarnareglum sem settar voru á sínum tíma á lið utan höfuðborgarsvæðisins, sbr regluverk KKÍ og HSÍ frá 19. október. Til vara gætum við sæst á eftirfarandi sviðsmynd: 1) Vika 1, 18.-22. nóvember Æfingahóp hvers liðs er skipt í tvennt þannig að hámarki eru 10 manns inni í íþróttasalnum í einu (æfingahópar körfuboltaliða eru um 15 manns). Þessir æfingahópar haldast sér og blandast ekki á milli æfinga. Auk þess yrðu æfingum hagað á þann hátt að leikmenn haldi tveggja metra fjarlægð og hver leikmaður með sinn æfingabúnað. 2) Vika 2, 23.-29. nóvember Sömu æfingahópar eru saman en nú er snerting leyfð. 3) Vika 3, 30. nóvember-6. desember Æfingahópurinn má koma allur saman. Með von um jákvæð viðbrögð. Virðingarfyllst, Þjálfarar liða í Dominosdeildum karla og kvenna í körfubolta Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild karla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dominos-deild kvenna Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Þjálfari bikarmeistaranna pirraður á Twitter: Meðan borum við í nefið Arnar Guðjónsson, þjálfari bikarmeistara Stjörnunnar, er eins og fleiri orðinn þreyttur á því að bíða eftir að körfuboltinn fái aftur grænt ljós á Íslandi. 16. nóvember 2020 13:31 Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Sjá meira
Þjálfarar í Dominos-deildum karla og kvenna hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau skora á stjórnvöld að leyfa æfingar. Körfuboltinn hefur verið bannaður á Íslandi síðan í byrjun október eða síðan síðasti leikurinn fór fram 6. október. „Okkur finnst það undarlegt að nánast öll íþróttahreyfingin sé sett undir sama hatt, hvort sem er um að ræða afreksíþróttafólk í frjálsum íþróttum, atvinnumenn í boltagreinum eða fólk sem stundar íþróttir til heilsuræktar eða af áhugamennsku,“ segir í bréfinu. Körfuknattleikssambandið og Handknattleiksambandið hafa eins og önnur íþróttasambönd farið eftir hörðum sóttvarnaraðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins. Reglugerðin gildi fyrst frá 31. október til og með 17. nóvember en var síðan framlengd til 1. desember næstkomandi. Nú hafa þjálfararnir tekið sig saman og skrifað bréf til ráðherra og ráðuneyti ríkisstjórnarinnar auk ÍSÍ. Þar óska þeir eftir því að atvinnu- og afreksíþróttafólk fái að byrja æfa. Þar teikna þjálfararnir upp tvær sviðsmyndir; sú fyrri er að æfingar hefjist strax en síðari myndin er að þetta verði gert í skrefum. Í bréfinu er einnig sagt frá því að æfingabannið geti haft alvarlegar langtímafleiðingar á íþróttamennina. Þá er ekki fjölyrtð um mikilvægi afreksíþrótta og áhrif þeirra á samfélagið. Bréfið má sjá í heild sinni hér að neðan. Yfirlýsing þjálfara í Dominos-deildum karla og kvenna: Til þeirra er málið varðar, fátt ef nokkuð hefur haft jafn mikil áhrif á daglegt líf á undanförnum áratugum og kórónuveiran. Flest öll samfélög í heiminum hafa þurft að glíma við miklar afleiðingar, hvort sem um er að ræða heilsufarslegar, félagslegar eða fjárhagslegar. Íþróttir eru þar engin undantekning, enda hefur íþróttastarf víðs vegar verið ýmist lagt niður eða þurft að laga sig að ástandinu með ýmsum fórnarkostnaði. Körfuboltahreyfingin á Íslandi hefur tekið heilshugar þátt í baráttunni gegn veirunni og fylgt öllum reglum með því að stöðva sitt starf þegar mesta hættan hefur staðið yfir. Í ljósi nýjustu frétta af breytingum á reglugerðum um sóttvarnaraðgerðir sem eiga að taka gildi næstkomandi miðvikudag, 18. nóvember, erum við hins vegar orðin ansi hugsi. Sú hugsun er að ef til vill sé skilningur sóttvarnarlæknis og stjórnvalda á körfuboltaiðkun, þá sér í lagi efstu deild karla og kvenna, ekki nægilega mikill. Markmið þessa bréfs er því að varpa ljósi á þætti körfuboltans sem kynnu að breyta afstöðu til sóttvarnaraðgerða. Við viljum beina athyglinni að atvinnuvæðingu körfuboltans og að regluverk er til staðar sem unnið hefur verið af sérsamböndunum vegna framkvæmda á æfingum. Okkur finnst það undarlegt að nánast öll íþróttahreyfingin sé sett undir sama hatt, hvort sem er um að ræða afreksíþróttafólk í frjálsum íþróttum, atvinnumenn í boltagreinum eða fólk sem stundar íþróttir til heilsuræktar eða af áhugamennsku. Á undanförnum tveimur áratugum hefur fjöldi atvinnuleikmanna og þjálfara í félögum aukist til muna. Þá hefur æfingamagn aukist mikið og fleiri hafa æft íþróttina líkt og atvinnumenn, þó fjárhagsleg umbun liggi ekki alltaf að baki. Íþróttin er atvinna þeirra og framtíð, sem þeir geta ekki unnið við í dag. Þá hafa verið fluttir inn erlendir leikmenn til landsins sem sérfræðingar í íþróttinni. Þessir íþróttamenn, bæði innlendir og erlendir, æfa núorðið allt árið um kring og löng stopp sem þessi geta haft alvarlegar afleiðingar á frammistöðu þeirra í íþróttinni og þ. a. l. atvinnumöguleika á komandi mánuðum og jafnvel árum. Við þjálfarar í efstu deildum (Dominosdeildum) karla og kvenna skorum á stjórnvöld að endurskoða sína afstöðu gagnvart körfuboltanum. Við teljum að það algjöra æfingabann á afreks- og atvinnumannahluta körfuboltans sem nú er við líði geti haft alvarlegar langtímaafleiðingar á íþróttamennina. Þá þarf ekki að fjölyrða um mikilvægi afreksíþrótta og áhrifa þeirra á samfélagið, hvort sem um er að ræða glæsta sigra eða sár töp. Loks má ætla að á þessum síðustu tímum geti körfuboltinn verið kærkomin afþreying í sjónvarpi á virkum dögum fyrir almenning, líkt og tónlistarmenn þjóðarinnar hafa sýnt að lifandi tónlist í sjónvarpi getur verið um helgar. Nú þegar er til regluverk um framkvæmd á æfingum og leikjum sem samþykkt var af yfirvöldum, en það var unnið af Körfuknattleikssambandi Íslands og Handknattleikssambandi Íslands og gefið út 19. október síðastliðinn. http://kki.is/library/Skrar/COVID-19_leidbeiningar_fyrir_HSI_og_KKI_191020.pdf Þar að auki setti Knattspyrnufélagið Valur saman regluverk vegna undirbúnings og æfinga vegna þátttöku Vals í Evrópukeppni í knattspyrnu kvenna sem einnig var samþykkt af yfirvöldum. Það regluverk mætti einnig nýta við framkvæmd æfinga í körfubolta. Við erum tilbúin að mæta öllum þeim kröfum sem þykja nauðsynlegar til að æfingar geti farið fram, s.s. að skima liðin áður en fyrstu æfingar hefjast og hitamæla þjálfara og leikmenn þegar þeir mæta á æfingastað. Auk þess eru þjálfarar og leikmenn reiðubúnir að haga lífi sínu á þann hátt utan vallar að smithætta sé í algjöru lágmarki, líkt og framlínufólk hefur þurft að gera. Við leggjum til að æfingar í efstu deild (Dominosdeild) karla og kvenna í körfubolta hefjist að fullu miðvikudaginn 18. nóvember nk., að uppfylltum sóttvarnareglum sem settar voru á sínum tíma á lið utan höfuðborgarsvæðisins, sbr regluverk KKÍ og HSÍ frá 19. október. Til vara gætum við sæst á eftirfarandi sviðsmynd: 1) Vika 1, 18.-22. nóvember Æfingahóp hvers liðs er skipt í tvennt þannig að hámarki eru 10 manns inni í íþróttasalnum í einu (æfingahópar körfuboltaliða eru um 15 manns). Þessir æfingahópar haldast sér og blandast ekki á milli æfinga. Auk þess yrðu æfingum hagað á þann hátt að leikmenn haldi tveggja metra fjarlægð og hver leikmaður með sinn æfingabúnað. 2) Vika 2, 23.-29. nóvember Sömu æfingahópar eru saman en nú er snerting leyfð. 3) Vika 3, 30. nóvember-6. desember Æfingahópurinn má koma allur saman. Með von um jákvæð viðbrögð. Virðingarfyllst, Þjálfarar liða í Dominosdeildum karla og kvenna í körfubolta Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Yfirlýsing þjálfara í Dominos-deildum karla og kvenna: Til þeirra er málið varðar, fátt ef nokkuð hefur haft jafn mikil áhrif á daglegt líf á undanförnum áratugum og kórónuveiran. Flest öll samfélög í heiminum hafa þurft að glíma við miklar afleiðingar, hvort sem um er að ræða heilsufarslegar, félagslegar eða fjárhagslegar. Íþróttir eru þar engin undantekning, enda hefur íþróttastarf víðs vegar verið ýmist lagt niður eða þurft að laga sig að ástandinu með ýmsum fórnarkostnaði. Körfuboltahreyfingin á Íslandi hefur tekið heilshugar þátt í baráttunni gegn veirunni og fylgt öllum reglum með því að stöðva sitt starf þegar mesta hættan hefur staðið yfir. Í ljósi nýjustu frétta af breytingum á reglugerðum um sóttvarnaraðgerðir sem eiga að taka gildi næstkomandi miðvikudag, 18. nóvember, erum við hins vegar orðin ansi hugsi. Sú hugsun er að ef til vill sé skilningur sóttvarnarlæknis og stjórnvalda á körfuboltaiðkun, þá sér í lagi efstu deild karla og kvenna, ekki nægilega mikill. Markmið þessa bréfs er því að varpa ljósi á þætti körfuboltans sem kynnu að breyta afstöðu til sóttvarnaraðgerða. Við viljum beina athyglinni að atvinnuvæðingu körfuboltans og að regluverk er til staðar sem unnið hefur verið af sérsamböndunum vegna framkvæmda á æfingum. Okkur finnst það undarlegt að nánast öll íþróttahreyfingin sé sett undir sama hatt, hvort sem er um að ræða afreksíþróttafólk í frjálsum íþróttum, atvinnumenn í boltagreinum eða fólk sem stundar íþróttir til heilsuræktar eða af áhugamennsku. Á undanförnum tveimur áratugum hefur fjöldi atvinnuleikmanna og þjálfara í félögum aukist til muna. Þá hefur æfingamagn aukist mikið og fleiri hafa æft íþróttina líkt og atvinnumenn, þó fjárhagsleg umbun liggi ekki alltaf að baki. Íþróttin er atvinna þeirra og framtíð, sem þeir geta ekki unnið við í dag. Þá hafa verið fluttir inn erlendir leikmenn til landsins sem sérfræðingar í íþróttinni. Þessir íþróttamenn, bæði innlendir og erlendir, æfa núorðið allt árið um kring og löng stopp sem þessi geta haft alvarlegar afleiðingar á frammistöðu þeirra í íþróttinni og þ. a. l. atvinnumöguleika á komandi mánuðum og jafnvel árum. Við þjálfarar í efstu deildum (Dominosdeildum) karla og kvenna skorum á stjórnvöld að endurskoða sína afstöðu gagnvart körfuboltanum. Við teljum að það algjöra æfingabann á afreks- og atvinnumannahluta körfuboltans sem nú er við líði geti haft alvarlegar langtímaafleiðingar á íþróttamennina. Þá þarf ekki að fjölyrða um mikilvægi afreksíþrótta og áhrifa þeirra á samfélagið, hvort sem um er að ræða glæsta sigra eða sár töp. Loks má ætla að á þessum síðustu tímum geti körfuboltinn verið kærkomin afþreying í sjónvarpi á virkum dögum fyrir almenning, líkt og tónlistarmenn þjóðarinnar hafa sýnt að lifandi tónlist í sjónvarpi getur verið um helgar. Nú þegar er til regluverk um framkvæmd á æfingum og leikjum sem samþykkt var af yfirvöldum, en það var unnið af Körfuknattleikssambandi Íslands og Handknattleikssambandi Íslands og gefið út 19. október síðastliðinn. http://kki.is/library/Skrar/COVID-19_leidbeiningar_fyrir_HSI_og_KKI_191020.pdf Þar að auki setti Knattspyrnufélagið Valur saman regluverk vegna undirbúnings og æfinga vegna þátttöku Vals í Evrópukeppni í knattspyrnu kvenna sem einnig var samþykkt af yfirvöldum. Það regluverk mætti einnig nýta við framkvæmd æfinga í körfubolta. Við erum tilbúin að mæta öllum þeim kröfum sem þykja nauðsynlegar til að æfingar geti farið fram, s.s. að skima liðin áður en fyrstu æfingar hefjast og hitamæla þjálfara og leikmenn þegar þeir mæta á æfingastað. Auk þess eru þjálfarar og leikmenn reiðubúnir að haga lífi sínu á þann hátt utan vallar að smithætta sé í algjöru lágmarki, líkt og framlínufólk hefur þurft að gera. Við leggjum til að æfingar í efstu deild (Dominosdeild) karla og kvenna í körfubolta hefjist að fullu miðvikudaginn 18. nóvember nk., að uppfylltum sóttvarnareglum sem settar voru á sínum tíma á lið utan höfuðborgarsvæðisins, sbr regluverk KKÍ og HSÍ frá 19. október. Til vara gætum við sæst á eftirfarandi sviðsmynd: 1) Vika 1, 18.-22. nóvember Æfingahóp hvers liðs er skipt í tvennt þannig að hámarki eru 10 manns inni í íþróttasalnum í einu (æfingahópar körfuboltaliða eru um 15 manns). Þessir æfingahópar haldast sér og blandast ekki á milli æfinga. Auk þess yrðu æfingum hagað á þann hátt að leikmenn haldi tveggja metra fjarlægð og hver leikmaður með sinn æfingabúnað. 2) Vika 2, 23.-29. nóvember Sömu æfingahópar eru saman en nú er snerting leyfð. 3) Vika 3, 30. nóvember-6. desember Æfingahópurinn má koma allur saman. Með von um jákvæð viðbrögð. Virðingarfyllst, Þjálfarar liða í Dominosdeildum karla og kvenna í körfubolta
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Dominos-deild karla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dominos-deild kvenna Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Þjálfari bikarmeistaranna pirraður á Twitter: Meðan borum við í nefið Arnar Guðjónsson, þjálfari bikarmeistara Stjörnunnar, er eins og fleiri orðinn þreyttur á því að bíða eftir að körfuboltinn fái aftur grænt ljós á Íslandi. 16. nóvember 2020 13:31 Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Sjá meira
Þjálfari bikarmeistaranna pirraður á Twitter: Meðan borum við í nefið Arnar Guðjónsson, þjálfari bikarmeistara Stjörnunnar, er eins og fleiri orðinn þreyttur á því að bíða eftir að körfuboltinn fái aftur grænt ljós á Íslandi. 16. nóvember 2020 13:31