Dró sér getraunaseðla fyrir sjö milljónir og vann þrjár Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. nóvember 2020 11:20 Maðurinn nýtti sér aðstöðu sína til að veðja á kappleiki. Vísir/Getty Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa dregið sér 600 getraunaseðla er hann starfaði sem afgreiðslumaður verslunarinnar Kvikk að Laugavegi á síðasta ári. Samtals dró afgreiðslumaðurinn sér getraunaseðla fyrir rétt tæpar sjö milljónir. Af getraunaseðlunum 600 skiluðu 114 af þeim vinningi. Starfsmaðurinn var ákærður fyrir fjárdrátt, fjársvik og peningaþvætti en á tæpum tveimur mánuðum nýtti hann sér aðstöðu sína sem afgreiðslumaður sem hafði umsjón með lottóvél til þess að komast yfir getraunaseðla án þess að greiða söluverð þeirra. Sem fyrr segir voru getraunaseðlarnir sem maðurinn komst yfir með þessum hætt alls 600 og nam virði þeirra 6,9 milljónum króna. Skilaði 2,9 milljónum í vinnninga Alls skiluðu seðlarnir 600 vinningum upp á 2,9 milljónir króna en af þeim leysti starfsmaðurinn út 1,7 milljónir hjá Íslenskri getspá. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur má sjá að það tók starfsmanninn 53 tilraunir til þess að ná fyrsta vinningnum þegar seðill upp á tíu þúsund krónur skilaði 70 þúsundum krónum. Afkastamesti dagurinn var 11. maí á síðasta ári þegar starfsmaðurinn dró sér alls 124 seðla að verðmæti 1,4 milljóna sem skiluðu 1,1 milljón í vinninga. Sé allt talið saman var sigurhlutfallið nítján prósent en í dómi héraðsdóms segir að maðurinn hafi nýtt þær vinningsfjárhæðir sem hann tók út í eigin þágu, meðal annars með millifærslu á eigin reikning í Landsbankanum sem og til kaupa á fartölvu. Sátt náðist um greiðslu skaðabóta Starfsmaðurinn játaði brot sín skýlaust en við rannsókn málsins lagði lögregla hald á tölvuna sem og rétt rúmlega milljón krónur. Í dómi héraðsdóms segir að við ákvörðun refsingar hafi verið litið til játningar mannsins sem og þess að hann hafi samþykkt að greiða Basko, eiganda Kvikk, skaðabætur, vegna málsins. Segir í dómi héraðsdóms að sátt hafi náðst um að maðurinn myndi greiða skaðabætur að fjárhæð 1,05 milljónir króna. Var starfsmaðurinn dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi auk þess sem að milljónin sem hald var lagt á við rannsókn málsins, auk fartölvunnar, voru nýtt til greiðslu skaðabótakröfu Basko. Dómsmál Fjárhættuspil Reykjavík Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sjá meira
Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa dregið sér 600 getraunaseðla er hann starfaði sem afgreiðslumaður verslunarinnar Kvikk að Laugavegi á síðasta ári. Samtals dró afgreiðslumaðurinn sér getraunaseðla fyrir rétt tæpar sjö milljónir. Af getraunaseðlunum 600 skiluðu 114 af þeim vinningi. Starfsmaðurinn var ákærður fyrir fjárdrátt, fjársvik og peningaþvætti en á tæpum tveimur mánuðum nýtti hann sér aðstöðu sína sem afgreiðslumaður sem hafði umsjón með lottóvél til þess að komast yfir getraunaseðla án þess að greiða söluverð þeirra. Sem fyrr segir voru getraunaseðlarnir sem maðurinn komst yfir með þessum hætt alls 600 og nam virði þeirra 6,9 milljónum króna. Skilaði 2,9 milljónum í vinnninga Alls skiluðu seðlarnir 600 vinningum upp á 2,9 milljónir króna en af þeim leysti starfsmaðurinn út 1,7 milljónir hjá Íslenskri getspá. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur má sjá að það tók starfsmanninn 53 tilraunir til þess að ná fyrsta vinningnum þegar seðill upp á tíu þúsund krónur skilaði 70 þúsundum krónum. Afkastamesti dagurinn var 11. maí á síðasta ári þegar starfsmaðurinn dró sér alls 124 seðla að verðmæti 1,4 milljóna sem skiluðu 1,1 milljón í vinninga. Sé allt talið saman var sigurhlutfallið nítján prósent en í dómi héraðsdóms segir að maðurinn hafi nýtt þær vinningsfjárhæðir sem hann tók út í eigin þágu, meðal annars með millifærslu á eigin reikning í Landsbankanum sem og til kaupa á fartölvu. Sátt náðist um greiðslu skaðabóta Starfsmaðurinn játaði brot sín skýlaust en við rannsókn málsins lagði lögregla hald á tölvuna sem og rétt rúmlega milljón krónur. Í dómi héraðsdóms segir að við ákvörðun refsingar hafi verið litið til játningar mannsins sem og þess að hann hafi samþykkt að greiða Basko, eiganda Kvikk, skaðabætur, vegna málsins. Segir í dómi héraðsdóms að sátt hafi náðst um að maðurinn myndi greiða skaðabætur að fjárhæð 1,05 milljónir króna. Var starfsmaðurinn dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi auk þess sem að milljónin sem hald var lagt á við rannsókn málsins, auk fartölvunnar, voru nýtt til greiðslu skaðabótakröfu Basko.
Dómsmál Fjárhættuspil Reykjavík Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sjá meira