Dró sér getraunaseðla fyrir sjö milljónir og vann þrjár Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. nóvember 2020 11:20 Maðurinn nýtti sér aðstöðu sína til að veðja á kappleiki. Vísir/Getty Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa dregið sér 600 getraunaseðla er hann starfaði sem afgreiðslumaður verslunarinnar Kvikk að Laugavegi á síðasta ári. Samtals dró afgreiðslumaðurinn sér getraunaseðla fyrir rétt tæpar sjö milljónir. Af getraunaseðlunum 600 skiluðu 114 af þeim vinningi. Starfsmaðurinn var ákærður fyrir fjárdrátt, fjársvik og peningaþvætti en á tæpum tveimur mánuðum nýtti hann sér aðstöðu sína sem afgreiðslumaður sem hafði umsjón með lottóvél til þess að komast yfir getraunaseðla án þess að greiða söluverð þeirra. Sem fyrr segir voru getraunaseðlarnir sem maðurinn komst yfir með þessum hætt alls 600 og nam virði þeirra 6,9 milljónum króna. Skilaði 2,9 milljónum í vinnninga Alls skiluðu seðlarnir 600 vinningum upp á 2,9 milljónir króna en af þeim leysti starfsmaðurinn út 1,7 milljónir hjá Íslenskri getspá. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur má sjá að það tók starfsmanninn 53 tilraunir til þess að ná fyrsta vinningnum þegar seðill upp á tíu þúsund krónur skilaði 70 þúsundum krónum. Afkastamesti dagurinn var 11. maí á síðasta ári þegar starfsmaðurinn dró sér alls 124 seðla að verðmæti 1,4 milljóna sem skiluðu 1,1 milljón í vinninga. Sé allt talið saman var sigurhlutfallið nítján prósent en í dómi héraðsdóms segir að maðurinn hafi nýtt þær vinningsfjárhæðir sem hann tók út í eigin þágu, meðal annars með millifærslu á eigin reikning í Landsbankanum sem og til kaupa á fartölvu. Sátt náðist um greiðslu skaðabóta Starfsmaðurinn játaði brot sín skýlaust en við rannsókn málsins lagði lögregla hald á tölvuna sem og rétt rúmlega milljón krónur. Í dómi héraðsdóms segir að við ákvörðun refsingar hafi verið litið til játningar mannsins sem og þess að hann hafi samþykkt að greiða Basko, eiganda Kvikk, skaðabætur, vegna málsins. Segir í dómi héraðsdóms að sátt hafi náðst um að maðurinn myndi greiða skaðabætur að fjárhæð 1,05 milljónir króna. Var starfsmaðurinn dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi auk þess sem að milljónin sem hald var lagt á við rannsókn málsins, auk fartölvunnar, voru nýtt til greiðslu skaðabótakröfu Basko. Dómsmál Fjárhættuspil Reykjavík Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Innlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent Fleiri fréttir Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að nota ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Sjá meira
Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa dregið sér 600 getraunaseðla er hann starfaði sem afgreiðslumaður verslunarinnar Kvikk að Laugavegi á síðasta ári. Samtals dró afgreiðslumaðurinn sér getraunaseðla fyrir rétt tæpar sjö milljónir. Af getraunaseðlunum 600 skiluðu 114 af þeim vinningi. Starfsmaðurinn var ákærður fyrir fjárdrátt, fjársvik og peningaþvætti en á tæpum tveimur mánuðum nýtti hann sér aðstöðu sína sem afgreiðslumaður sem hafði umsjón með lottóvél til þess að komast yfir getraunaseðla án þess að greiða söluverð þeirra. Sem fyrr segir voru getraunaseðlarnir sem maðurinn komst yfir með þessum hætt alls 600 og nam virði þeirra 6,9 milljónum króna. Skilaði 2,9 milljónum í vinnninga Alls skiluðu seðlarnir 600 vinningum upp á 2,9 milljónir króna en af þeim leysti starfsmaðurinn út 1,7 milljónir hjá Íslenskri getspá. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur má sjá að það tók starfsmanninn 53 tilraunir til þess að ná fyrsta vinningnum þegar seðill upp á tíu þúsund krónur skilaði 70 þúsundum krónum. Afkastamesti dagurinn var 11. maí á síðasta ári þegar starfsmaðurinn dró sér alls 124 seðla að verðmæti 1,4 milljóna sem skiluðu 1,1 milljón í vinninga. Sé allt talið saman var sigurhlutfallið nítján prósent en í dómi héraðsdóms segir að maðurinn hafi nýtt þær vinningsfjárhæðir sem hann tók út í eigin þágu, meðal annars með millifærslu á eigin reikning í Landsbankanum sem og til kaupa á fartölvu. Sátt náðist um greiðslu skaðabóta Starfsmaðurinn játaði brot sín skýlaust en við rannsókn málsins lagði lögregla hald á tölvuna sem og rétt rúmlega milljón krónur. Í dómi héraðsdóms segir að við ákvörðun refsingar hafi verið litið til játningar mannsins sem og þess að hann hafi samþykkt að greiða Basko, eiganda Kvikk, skaðabætur, vegna málsins. Segir í dómi héraðsdóms að sátt hafi náðst um að maðurinn myndi greiða skaðabætur að fjárhæð 1,05 milljónir króna. Var starfsmaðurinn dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi auk þess sem að milljónin sem hald var lagt á við rannsókn málsins, auk fartölvunnar, voru nýtt til greiðslu skaðabótakröfu Basko.
Dómsmál Fjárhættuspil Reykjavík Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Innlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent Fleiri fréttir Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að nota ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Sjá meira