Óttast meiri smithættu í röðum fyrir utan verslanir heldur en inni í þeim Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. nóvember 2020 17:05 Það var nokkuð margt um manninn í Smáralind í dag enda jólavertíðin að hefjast. Vísir/Sunna Karen Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu gagnrýnir harðlega að tilslakanir á samkomutakmörkunum sem taka gildi á miðvikudaginn, nái ekki til verslana sem ekki eru matvöru- eða lyfjaverslanir. Með nýjum reglum sem taka gildi á miðvikudag munu fjöldatakmarkanir almennt miðast áfram við tíu manns að hámarki. Þetta segir Andrés vera mikil vonbrigði. Hann segir skjóta skökku við að fjöldi þeirra sem megi vera inni í verslun á hverjum tíma miðist ekki við stærð þess húsnæðis sem um ræði. Hann óttast einnig að þessar fjöldatakmarkanir muni hafa skaðleg áhrif á jólaverslun. Þá muni óhjákvæmilega myndast raðir fyrir utan verslanir sem hafi ekki síður í för með sér aukna smithættu. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu.Vísir/Vilhelm „Við gagnrýnum þetta mjög mikið. Þessi tilkynning olli okkur miklum vonbrigðum. Við höfðum ástæðu til að ætla að stjórnvöld kæmu til móts við þessi sjónarmið sem við höfum haldið á lofti í samtölum okkar við þríeykið og stjórnvöld á undanförnum vikum, að það verði að taka tillit til stærðar húsnæðis sem um er að ræða,“ segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu í samtali við Vísi. „Það er engin lógík í því að lítið apótek hérna í Kópavogi, sem að ég labbaði fram hjá rétt áðan, pínulítið apótek í austurhluta Kópavogs, megi hafa 50 viðskiptavini þar inni á sama tíma á meðan stærsta verslunarhúsnæði á Íslandi sem er 22.500 fermetrar megi hafa 10 inni,“ segir Andrés. Smáralind í dag.Vísir/Sunna Karen „Það fær enginn mann til að trúa því að út frá sóttvarnasjónarmiðum sé minni hætta á smiti inni í apótekinu heldur en í risastóru húsnæði eins og byggingavöruverslanirnar eru til dæmis. Þess utan erum við náttúrlega að benda á það líka að samkvæmt okkar bestu vitneskju hefur ekki eitt einasta smit komið upp í verslunum,“ bætir hann við. Hann sé sérlega óánægður með stöðuna í ljósi þess að nú sé háannatími jólavertíðarinnar að hefjast. „Þetta kemur til með að hafa slæm áhrif á jólaverslun. Það fer einhver hluti af viðskiptunum fram á netinu en það mun að okkar mati hvergi duga til að vinna upp það óhagræði, og ég vil segja tap, sem greinin mun verða fyrir út af þessu,“ segir Andrés. Viðskiptavinir biðu í röðum fyrir utan verslanir í Smáralind í dag, enda mega aðeins tíu vera inni í hverri verslun í einu.Vísir/Sunna Karen Þá muni óhjákvæmilega myndast raðir fyrir utan verslanir en líkt og sjá má á meðfylgjandi myndum sem teknar voru í Smáralind í dag var töluvert margt um manninn og nokkuð um það að raðir mynduðust fyrir utan verslanir. Þetta getur gerst hvort sem er innan eða utan verslunarmiðstöðva að sögn Andrésar. „Það er allra veðra von og við trúum því ekki að það sé minni smithætta í röðum þar sem það er ekkert hægt að fylgjast með því hvort fólk viðri tveggja metra regluna. Við teljum með öðrum orðum að það sé mun meiri smithætta í röðum fyrir utan verslanir heldur en inni í stóru og rúmgóðu verslunarhúsnæði,“ segir Andrés. Í einhverjum tilfellum voru fleiri í röð utan við verslanir en inni í verslununum.Vísir/Sunna Karen „Allar þessar aðgerðir valda okkur vonbrigðum. Við höfðum ástæðu til að ætla að stjórnvöld myndu slaka á þessu, taka tillit til þeirra sjónarmiða sem við höfum haldið á lofti, að það verði að vera samræmi. Að fjöldi þeirra sem mega vera inni í húsnæði á hverjum tíma miðist við stærð þess húsnæðis sem um er að ræða. Það getur ekki stjórnað smithættunni hvaða tegund verslunar er um að ræða, við erum búin að hamra á þessu við stjórnvöld,“ segir Andrés. „Þess vegna er þetta útspil og þessar nýju aðgerðir sem koma til framkvæmda á miðvikudaginn veruleg vonbrigði fyrir okkur.“ Smáralind í dag.Vísir/Sunna Karen Verslun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Jól Mest lesið Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu gagnrýnir harðlega að tilslakanir á samkomutakmörkunum sem taka gildi á miðvikudaginn, nái ekki til verslana sem ekki eru matvöru- eða lyfjaverslanir. Með nýjum reglum sem taka gildi á miðvikudag munu fjöldatakmarkanir almennt miðast áfram við tíu manns að hámarki. Þetta segir Andrés vera mikil vonbrigði. Hann segir skjóta skökku við að fjöldi þeirra sem megi vera inni í verslun á hverjum tíma miðist ekki við stærð þess húsnæðis sem um ræði. Hann óttast einnig að þessar fjöldatakmarkanir muni hafa skaðleg áhrif á jólaverslun. Þá muni óhjákvæmilega myndast raðir fyrir utan verslanir sem hafi ekki síður í för með sér aukna smithættu. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu.Vísir/Vilhelm „Við gagnrýnum þetta mjög mikið. Þessi tilkynning olli okkur miklum vonbrigðum. Við höfðum ástæðu til að ætla að stjórnvöld kæmu til móts við þessi sjónarmið sem við höfum haldið á lofti í samtölum okkar við þríeykið og stjórnvöld á undanförnum vikum, að það verði að taka tillit til stærðar húsnæðis sem um er að ræða,“ segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu í samtali við Vísi. „Það er engin lógík í því að lítið apótek hérna í Kópavogi, sem að ég labbaði fram hjá rétt áðan, pínulítið apótek í austurhluta Kópavogs, megi hafa 50 viðskiptavini þar inni á sama tíma á meðan stærsta verslunarhúsnæði á Íslandi sem er 22.500 fermetrar megi hafa 10 inni,“ segir Andrés. Smáralind í dag.Vísir/Sunna Karen „Það fær enginn mann til að trúa því að út frá sóttvarnasjónarmiðum sé minni hætta á smiti inni í apótekinu heldur en í risastóru húsnæði eins og byggingavöruverslanirnar eru til dæmis. Þess utan erum við náttúrlega að benda á það líka að samkvæmt okkar bestu vitneskju hefur ekki eitt einasta smit komið upp í verslunum,“ bætir hann við. Hann sé sérlega óánægður með stöðuna í ljósi þess að nú sé háannatími jólavertíðarinnar að hefjast. „Þetta kemur til með að hafa slæm áhrif á jólaverslun. Það fer einhver hluti af viðskiptunum fram á netinu en það mun að okkar mati hvergi duga til að vinna upp það óhagræði, og ég vil segja tap, sem greinin mun verða fyrir út af þessu,“ segir Andrés. Viðskiptavinir biðu í röðum fyrir utan verslanir í Smáralind í dag, enda mega aðeins tíu vera inni í hverri verslun í einu.Vísir/Sunna Karen Þá muni óhjákvæmilega myndast raðir fyrir utan verslanir en líkt og sjá má á meðfylgjandi myndum sem teknar voru í Smáralind í dag var töluvert margt um manninn og nokkuð um það að raðir mynduðust fyrir utan verslanir. Þetta getur gerst hvort sem er innan eða utan verslunarmiðstöðva að sögn Andrésar. „Það er allra veðra von og við trúum því ekki að það sé minni smithætta í röðum þar sem það er ekkert hægt að fylgjast með því hvort fólk viðri tveggja metra regluna. Við teljum með öðrum orðum að það sé mun meiri smithætta í röðum fyrir utan verslanir heldur en inni í stóru og rúmgóðu verslunarhúsnæði,“ segir Andrés. Í einhverjum tilfellum voru fleiri í röð utan við verslanir en inni í verslununum.Vísir/Sunna Karen „Allar þessar aðgerðir valda okkur vonbrigðum. Við höfðum ástæðu til að ætla að stjórnvöld myndu slaka á þessu, taka tillit til þeirra sjónarmiða sem við höfum haldið á lofti, að það verði að vera samræmi. Að fjöldi þeirra sem mega vera inni í húsnæði á hverjum tíma miðist við stærð þess húsnæðis sem um er að ræða. Það getur ekki stjórnað smithættunni hvaða tegund verslunar er um að ræða, við erum búin að hamra á þessu við stjórnvöld,“ segir Andrés. „Þess vegna er þetta útspil og þessar nýju aðgerðir sem koma til framkvæmda á miðvikudaginn veruleg vonbrigði fyrir okkur.“ Smáralind í dag.Vísir/Sunna Karen
Verslun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Jól Mest lesið Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Sjá meira