Fjölmiðlar sem njóta trausts eru ekki sjálfsagður hlutur Þórir Guðmundsson skrifar 14. nóvember 2020 14:15 Íslendingar fá fréttir um kórónuveirufarsóttina í hefðbundnum fjölmiðlum fremur en aðrar þjóðir og treysta þeim betur. Þetta sýna kannanir sem vinnuhópur þjóðaröryggisráðs um upplýsingaóreiðu og COVID-19 lét gera. Traustið er undirstaða árangurs í baráttu við veiruna. Hvatningar sérfræðinga í gegnum fjölmiðla sem fólk treystir leiddi til þess að innanlandssmitum var útrýmt í vor. Á meðan lögregla á Spáni og víðar hundelti fólk á götum úti fyrir brot á útgöngubanni þá dugðu hvatningar að mestu á Íslandi. Skýrsla vinnuhóps þjóðaröryggisráðs leiðir í ljós að bábyljur um faraldurinn hafa ekki fengið að blómstra í sama mæli hér og annars staðar. Slíkar bábylgjur draga úr samheldninni og þær lifa góðu lífi á samfélagsmiðlum. Skoðanakönnun sem Maskína gerði fyrir vinnuhópinn leiddi í ljós að yfir 80% treystu innlendum fjölmiðlum, rúmlega 40% treystu erlendum fréttasíðum en í kringum 10% treystu samfélagsmiðlum. Hver órökstudd „frétt“ um að veiran hafi verið búin til á rannsóknarstofu, kraftaverkameðul dugi gegn henni eða að fyrirhugaðar bólusetningar hafi einhvern annarlegan tilgang dregur úr trausti og vilja til að fara eftir ráðleggingum sérfræðinga. Þannig eru fréttirnar sem fljúga milli fólks á Facebook og Twitter. Falsfréttir fljúga hratt Rannsókn á vegum hins virta MIT háskóla í Bandaríkjunum sýnir að falsfréttir berast hraðar um netið en sannar. Þær eru 70% líklegri til að vera endurtíst á Twitter og eru sex sinnum fljótari að ná til 1.500 manna. Þessar tvær rannsóknir leiða til augljósrar niðurstöðu. Þar sem Twitter og Facebook ráða ríkjum nær tortryggni yfirhöndinni. Þar sem ritrýndir almennir fjölmiðlar eru sterkir, þar myndast traust. Það traust er forsenda árangursríkra sýkingarvarna. Sjaldgæft er að fá svo skýra mynd af því hvernig vandaður fréttaflutningur, sem fólk getur treyst, hafi svo þjóðfélagslega mikilvæg áhrif. Miðlar í vörn Á sama tíma eiga ritstýrðir fjölmiðlar í vök að verjast gegn þessum sömu samfélagsmiðlum. Hagstofan telur að íslenskir auglýsendur hafi greitt rúmlega fimm milljarða króna til erlendra samfélagsmiðla á árinu 2018. Þeir miðlar þurfa meðal annars ekki að bæta virðisaukaskatti við það verð sem þeir bjóða íslenskum auglýsendum. Auglýsingatekjur innlendra miðla fara hríðlækkandi – voru fjórðungi lægri 2018 en 2007. Auglýsingatekjur Sýnar – sem rekur meðal annars Vísi, Stöð 2 og Bylgjuna – hafa lækkað um 15% á þessu kórónuveiruári, samkvæmt umsögn félagsins um fyrirhugaðar fjárveitingar til Ríkisútvarpsins. Í tekjumissinum takast þessir sömu miðlar á við risavaxinn samkeppnisaðila sem nýtur næstum fimm milljarða króna stuðnings skattgreiðenda og fær að leika lausum hala á auglýsingamarkaði. Nærri helmingur auglýsingatekna í sjónvarpi renna til Ríkisútvarpsins samkvæmt tölum Hagstofunnar fyrir 2017. Ríkisútvarpið er sannarlega einn þeirra miðla sem stuðla að trausti í samfélaginu. En traust þrífst illa í umhverfi einokunar. Skýrsla frá 2018 um rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla sýnir fram á hvernig einkamiðlarnir eiga í vök að verjast á meðan ríkisrekinn samkeppnisaðili sækir öruggt fé í ríkissjóð. Í skýrslunni var lagt til að taka RÚV af auglýsingamarkaði og koma á styrktarkerfi fyrir einkarekna fjölmiðla. Fjárhagslegir yfirburðir RÚV, sem þóttu sjálfsagðir fyrir einhverjum áratugum, eru það ekki lengur. Líkt og þurftarmikil planta sem skyggir á sólargeislana og dregur í sig vætu og kæfir þannig annan gróður þá hefur fyrirferð ríkisrisans kæfandi áhrif á grósku í einkageiranum á sama markaði. Annars staðar á Norðurlöndum hefur verið brugðist við bágri stöðu einkarekinna fjölmiðla með ýmsum hætti, fyrst og fremst einhvers konar styrkjum eða þjónustusamningum sem hafa það markmið að stuðla að fjölbreytni. Þar þykir líka sjálfsagt að halda ríkismiðlum af auglýsingamarkaði. Enn er beðið Hér á landi er nú, þriðja árið í röð, beðið eftir því að fjölmiðlafrumvarp menntamálaráðherra komist út úr ríkisstjórn. Síðustu tvö ár fengu slík frumvörp að sofna sumarsvefninum langa eftir að mistekist hafði að fá stuðning við þau á Alþingi fyrir þinglok. Þennan þingveturinn var boðað að fjölmiðlafrumvarp yrði lagt fram í október en sá mánuður fékk að líða án frétta af málinu. Skýrsla vinnuhóps þjóðaröryggisráðs um upplýsingaóreiðu og COVID-19 sýnir að fjölmiðlaumhverfið er enn nógu sterkt til þess að almenningur geti treyst fréttaflutningi í almennum fréttamiðlum. Þessa stöðu þarf að verja og það verður ekki gert með óbreyttu ástandi. Skýrslan um rekstrarumhverfi fjölmiðla er í fullu gildi sem og tillögur hennar um umsvif RÚV á auglýsingamarkaði og stuðning við einkarekna fjölmiðla. Rannsókn MIT háskólans varar síðan við því sem getur gerst ef samfélagsmiðlar og fréttirnar sem þeir dreifa ná yfirhöndinni. Þeir einkareknu fjölmiðlar, sem hafa reynst svo mikilvægir á farsóttartímanum, heyja nú varnarbaráttu á tveimur vígstöðvum: Gagnvart ríkisreknum samkeppnisaðila innanlands og risavöxnum samfélagsmiðlum að utan. Vilji Alþingi stuðla að virkri samkeppni öflugra fjölmiðla, sem fólk treystir, þá þarf að laga skekkjurnar á þessum markaði. Það er ekki óendanlegur tími til þess. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisútvarpið Samfélagsmiðlar Fjölmiðlar Fjölmiðlalög Þórir Guðmundsson Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Íslendingar fá fréttir um kórónuveirufarsóttina í hefðbundnum fjölmiðlum fremur en aðrar þjóðir og treysta þeim betur. Þetta sýna kannanir sem vinnuhópur þjóðaröryggisráðs um upplýsingaóreiðu og COVID-19 lét gera. Traustið er undirstaða árangurs í baráttu við veiruna. Hvatningar sérfræðinga í gegnum fjölmiðla sem fólk treystir leiddi til þess að innanlandssmitum var útrýmt í vor. Á meðan lögregla á Spáni og víðar hundelti fólk á götum úti fyrir brot á útgöngubanni þá dugðu hvatningar að mestu á Íslandi. Skýrsla vinnuhóps þjóðaröryggisráðs leiðir í ljós að bábyljur um faraldurinn hafa ekki fengið að blómstra í sama mæli hér og annars staðar. Slíkar bábylgjur draga úr samheldninni og þær lifa góðu lífi á samfélagsmiðlum. Skoðanakönnun sem Maskína gerði fyrir vinnuhópinn leiddi í ljós að yfir 80% treystu innlendum fjölmiðlum, rúmlega 40% treystu erlendum fréttasíðum en í kringum 10% treystu samfélagsmiðlum. Hver órökstudd „frétt“ um að veiran hafi verið búin til á rannsóknarstofu, kraftaverkameðul dugi gegn henni eða að fyrirhugaðar bólusetningar hafi einhvern annarlegan tilgang dregur úr trausti og vilja til að fara eftir ráðleggingum sérfræðinga. Þannig eru fréttirnar sem fljúga milli fólks á Facebook og Twitter. Falsfréttir fljúga hratt Rannsókn á vegum hins virta MIT háskóla í Bandaríkjunum sýnir að falsfréttir berast hraðar um netið en sannar. Þær eru 70% líklegri til að vera endurtíst á Twitter og eru sex sinnum fljótari að ná til 1.500 manna. Þessar tvær rannsóknir leiða til augljósrar niðurstöðu. Þar sem Twitter og Facebook ráða ríkjum nær tortryggni yfirhöndinni. Þar sem ritrýndir almennir fjölmiðlar eru sterkir, þar myndast traust. Það traust er forsenda árangursríkra sýkingarvarna. Sjaldgæft er að fá svo skýra mynd af því hvernig vandaður fréttaflutningur, sem fólk getur treyst, hafi svo þjóðfélagslega mikilvæg áhrif. Miðlar í vörn Á sama tíma eiga ritstýrðir fjölmiðlar í vök að verjast gegn þessum sömu samfélagsmiðlum. Hagstofan telur að íslenskir auglýsendur hafi greitt rúmlega fimm milljarða króna til erlendra samfélagsmiðla á árinu 2018. Þeir miðlar þurfa meðal annars ekki að bæta virðisaukaskatti við það verð sem þeir bjóða íslenskum auglýsendum. Auglýsingatekjur innlendra miðla fara hríðlækkandi – voru fjórðungi lægri 2018 en 2007. Auglýsingatekjur Sýnar – sem rekur meðal annars Vísi, Stöð 2 og Bylgjuna – hafa lækkað um 15% á þessu kórónuveiruári, samkvæmt umsögn félagsins um fyrirhugaðar fjárveitingar til Ríkisútvarpsins. Í tekjumissinum takast þessir sömu miðlar á við risavaxinn samkeppnisaðila sem nýtur næstum fimm milljarða króna stuðnings skattgreiðenda og fær að leika lausum hala á auglýsingamarkaði. Nærri helmingur auglýsingatekna í sjónvarpi renna til Ríkisútvarpsins samkvæmt tölum Hagstofunnar fyrir 2017. Ríkisútvarpið er sannarlega einn þeirra miðla sem stuðla að trausti í samfélaginu. En traust þrífst illa í umhverfi einokunar. Skýrsla frá 2018 um rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla sýnir fram á hvernig einkamiðlarnir eiga í vök að verjast á meðan ríkisrekinn samkeppnisaðili sækir öruggt fé í ríkissjóð. Í skýrslunni var lagt til að taka RÚV af auglýsingamarkaði og koma á styrktarkerfi fyrir einkarekna fjölmiðla. Fjárhagslegir yfirburðir RÚV, sem þóttu sjálfsagðir fyrir einhverjum áratugum, eru það ekki lengur. Líkt og þurftarmikil planta sem skyggir á sólargeislana og dregur í sig vætu og kæfir þannig annan gróður þá hefur fyrirferð ríkisrisans kæfandi áhrif á grósku í einkageiranum á sama markaði. Annars staðar á Norðurlöndum hefur verið brugðist við bágri stöðu einkarekinna fjölmiðla með ýmsum hætti, fyrst og fremst einhvers konar styrkjum eða þjónustusamningum sem hafa það markmið að stuðla að fjölbreytni. Þar þykir líka sjálfsagt að halda ríkismiðlum af auglýsingamarkaði. Enn er beðið Hér á landi er nú, þriðja árið í röð, beðið eftir því að fjölmiðlafrumvarp menntamálaráðherra komist út úr ríkisstjórn. Síðustu tvö ár fengu slík frumvörp að sofna sumarsvefninum langa eftir að mistekist hafði að fá stuðning við þau á Alþingi fyrir þinglok. Þennan þingveturinn var boðað að fjölmiðlafrumvarp yrði lagt fram í október en sá mánuður fékk að líða án frétta af málinu. Skýrsla vinnuhóps þjóðaröryggisráðs um upplýsingaóreiðu og COVID-19 sýnir að fjölmiðlaumhverfið er enn nógu sterkt til þess að almenningur geti treyst fréttaflutningi í almennum fréttamiðlum. Þessa stöðu þarf að verja og það verður ekki gert með óbreyttu ástandi. Skýrslan um rekstrarumhverfi fjölmiðla er í fullu gildi sem og tillögur hennar um umsvif RÚV á auglýsingamarkaði og stuðning við einkarekna fjölmiðla. Rannsókn MIT háskólans varar síðan við því sem getur gerst ef samfélagsmiðlar og fréttirnar sem þeir dreifa ná yfirhöndinni. Þeir einkareknu fjölmiðlar, sem hafa reynst svo mikilvægir á farsóttartímanum, heyja nú varnarbaráttu á tveimur vígstöðvum: Gagnvart ríkisreknum samkeppnisaðila innanlands og risavöxnum samfélagsmiðlum að utan. Vilji Alþingi stuðla að virkri samkeppni öflugra fjölmiðla, sem fólk treystir, þá þarf að laga skekkjurnar á þessum markaði. Það er ekki óendanlegur tími til þess.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun