„Manni líður eins og maður sé að gera eitthvað rangt“ Stefán Árni Pálsson skrifar 13. nóvember 2020 12:30 Björg Magnúsdóttir ræddi við Snæbjörn Ragnarsson í dágóða stund og fóru þau um víðan völl. vísir/vilhelm Björg Magnúsdóttir er fjölmiðlakona og handritshöfundur. Hún er ein af þremur höfunda Ráðherrans, átta þátta þáttaröð sem lauk göngu sinni á RÚV um síðustu helgi. Hún er alin upp á trúuðu heimili í Hafnarfirði en trúin átti ekki við hana þegar fram liðu stundir. Björg ræddi við Snæbjörn Ragnarsson í hlaðvarpinu Snæbjörn talar við fólk og fóru þau meðan annars í gegnum trúna og hvernig það var fyrir hana að segja sig úr Þjóðkirkjunni. „Ég er alin upp á rosalega trúuðu heimili og foreldrar mínir voru um tíma í einhverjum söfnuðum og svona. Ég elska foreldra mína út af lífinu en við erum bara svolítið ólík,“ segir Björg í spjallinu við Snæbjörn. „Við fórum alltaf í messu á laugardögum hjá aðventistasöfnuðinum á Íslandi og ég var snemma farin að lesa mikið og það var yfirleitt mikilli rammi í kringum mig. En þegar kemur að trúnni þá fór í ég í smá leiðangur með það og það er ekki fyrir mig og ég gekk til liðs við Siðmennt fyrir nokkrum árum síðan og skráði mig úr Þjóðkirkjunni.“ Björg segist hafa fengið mjög trúað uppeldi. „Þetta hefur haft mjög mótandi áhrif á minn karakter og kennt mér rosalega margt og sýnt mér rosalega margt þó ég hafi kannski aðeins valið aðra leiði varðandi þessi mál. Þó ég sé ekki sjálf í Þjóðkirkjunni þá ber ég mjög mikla virðingu fyrir boðskap kristinnar trúar, það er ekki annað hægt. En að fara úr þessu er ferðalag og manni líður eins og maður sé að gera eitthvað rangt, sérstaklega ef maður er alin svona upp. En á einhverjum tímapunkti þarf þú að átta þig á því hver er ég og hvað er ég að tengja við. Ég er ekki að tengja við þessar messur,“ segir Björg og bætir við að henni hafi oft þótt fólk varpa of mikilli ábyrgð yfir á guð í stað þess að axla sjálf ábyrgð og takast á við hlutina. „Þegar þú elst upp við eitthvað þá heldur maður bara að það sé málið. En þegar líður á er eitthvað bank innra með manni þar sem maður er ekki að tengja við þetta.“ Dv greinir frá því í morgun að Björg sé gengin út og sé komin í samband með Tryggva Þór Hilmarssyni auglýsingahönnuði hjá Aton JL. Trúmál Snæbjörn talar við fólk Mest lesið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Gítarleikari The Cure er látinn Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Fleiri fréttir Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Sjá meira
Björg Magnúsdóttir er fjölmiðlakona og handritshöfundur. Hún er ein af þremur höfunda Ráðherrans, átta þátta þáttaröð sem lauk göngu sinni á RÚV um síðustu helgi. Hún er alin upp á trúuðu heimili í Hafnarfirði en trúin átti ekki við hana þegar fram liðu stundir. Björg ræddi við Snæbjörn Ragnarsson í hlaðvarpinu Snæbjörn talar við fólk og fóru þau meðan annars í gegnum trúna og hvernig það var fyrir hana að segja sig úr Þjóðkirkjunni. „Ég er alin upp á rosalega trúuðu heimili og foreldrar mínir voru um tíma í einhverjum söfnuðum og svona. Ég elska foreldra mína út af lífinu en við erum bara svolítið ólík,“ segir Björg í spjallinu við Snæbjörn. „Við fórum alltaf í messu á laugardögum hjá aðventistasöfnuðinum á Íslandi og ég var snemma farin að lesa mikið og það var yfirleitt mikilli rammi í kringum mig. En þegar kemur að trúnni þá fór í ég í smá leiðangur með það og það er ekki fyrir mig og ég gekk til liðs við Siðmennt fyrir nokkrum árum síðan og skráði mig úr Þjóðkirkjunni.“ Björg segist hafa fengið mjög trúað uppeldi. „Þetta hefur haft mjög mótandi áhrif á minn karakter og kennt mér rosalega margt og sýnt mér rosalega margt þó ég hafi kannski aðeins valið aðra leiði varðandi þessi mál. Þó ég sé ekki sjálf í Þjóðkirkjunni þá ber ég mjög mikla virðingu fyrir boðskap kristinnar trúar, það er ekki annað hægt. En að fara úr þessu er ferðalag og manni líður eins og maður sé að gera eitthvað rangt, sérstaklega ef maður er alin svona upp. En á einhverjum tímapunkti þarf þú að átta þig á því hver er ég og hvað er ég að tengja við. Ég er ekki að tengja við þessar messur,“ segir Björg og bætir við að henni hafi oft þótt fólk varpa of mikilli ábyrgð yfir á guð í stað þess að axla sjálf ábyrgð og takast á við hlutina. „Þegar þú elst upp við eitthvað þá heldur maður bara að það sé málið. En þegar líður á er eitthvað bank innra með manni þar sem maður er ekki að tengja við þetta.“ Dv greinir frá því í morgun að Björg sé gengin út og sé komin í samband með Tryggva Þór Hilmarssyni auglýsingahönnuði hjá Aton JL.
Trúmál Snæbjörn talar við fólk Mest lesið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Gítarleikari The Cure er látinn Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Fleiri fréttir Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein