„Manni líður eins og maður sé að gera eitthvað rangt“ Stefán Árni Pálsson skrifar 13. nóvember 2020 12:30 Björg Magnúsdóttir ræddi við Snæbjörn Ragnarsson í dágóða stund og fóru þau um víðan völl. vísir/vilhelm Björg Magnúsdóttir er fjölmiðlakona og handritshöfundur. Hún er ein af þremur höfunda Ráðherrans, átta þátta þáttaröð sem lauk göngu sinni á RÚV um síðustu helgi. Hún er alin upp á trúuðu heimili í Hafnarfirði en trúin átti ekki við hana þegar fram liðu stundir. Björg ræddi við Snæbjörn Ragnarsson í hlaðvarpinu Snæbjörn talar við fólk og fóru þau meðan annars í gegnum trúna og hvernig það var fyrir hana að segja sig úr Þjóðkirkjunni. „Ég er alin upp á rosalega trúuðu heimili og foreldrar mínir voru um tíma í einhverjum söfnuðum og svona. Ég elska foreldra mína út af lífinu en við erum bara svolítið ólík,“ segir Björg í spjallinu við Snæbjörn. „Við fórum alltaf í messu á laugardögum hjá aðventistasöfnuðinum á Íslandi og ég var snemma farin að lesa mikið og það var yfirleitt mikilli rammi í kringum mig. En þegar kemur að trúnni þá fór í ég í smá leiðangur með það og það er ekki fyrir mig og ég gekk til liðs við Siðmennt fyrir nokkrum árum síðan og skráði mig úr Þjóðkirkjunni.“ Björg segist hafa fengið mjög trúað uppeldi. „Þetta hefur haft mjög mótandi áhrif á minn karakter og kennt mér rosalega margt og sýnt mér rosalega margt þó ég hafi kannski aðeins valið aðra leiði varðandi þessi mál. Þó ég sé ekki sjálf í Þjóðkirkjunni þá ber ég mjög mikla virðingu fyrir boðskap kristinnar trúar, það er ekki annað hægt. En að fara úr þessu er ferðalag og manni líður eins og maður sé að gera eitthvað rangt, sérstaklega ef maður er alin svona upp. En á einhverjum tímapunkti þarf þú að átta þig á því hver er ég og hvað er ég að tengja við. Ég er ekki að tengja við þessar messur,“ segir Björg og bætir við að henni hafi oft þótt fólk varpa of mikilli ábyrgð yfir á guð í stað þess að axla sjálf ábyrgð og takast á við hlutina. „Þegar þú elst upp við eitthvað þá heldur maður bara að það sé málið. En þegar líður á er eitthvað bank innra með manni þar sem maður er ekki að tengja við þetta.“ Dv greinir frá því í morgun að Björg sé gengin út og sé komin í samband með Tryggva Þór Hilmarssyni auglýsingahönnuði hjá Aton JL. Trúmál Snæbjörn talar við fólk Mest lesið „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Lífið Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Lífið „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Tíska og hönnun Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Lífið Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Fékk veipeitrun Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Lífið Fleiri fréttir „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Sjá meira
Björg Magnúsdóttir er fjölmiðlakona og handritshöfundur. Hún er ein af þremur höfunda Ráðherrans, átta þátta þáttaröð sem lauk göngu sinni á RÚV um síðustu helgi. Hún er alin upp á trúuðu heimili í Hafnarfirði en trúin átti ekki við hana þegar fram liðu stundir. Björg ræddi við Snæbjörn Ragnarsson í hlaðvarpinu Snæbjörn talar við fólk og fóru þau meðan annars í gegnum trúna og hvernig það var fyrir hana að segja sig úr Þjóðkirkjunni. „Ég er alin upp á rosalega trúuðu heimili og foreldrar mínir voru um tíma í einhverjum söfnuðum og svona. Ég elska foreldra mína út af lífinu en við erum bara svolítið ólík,“ segir Björg í spjallinu við Snæbjörn. „Við fórum alltaf í messu á laugardögum hjá aðventistasöfnuðinum á Íslandi og ég var snemma farin að lesa mikið og það var yfirleitt mikilli rammi í kringum mig. En þegar kemur að trúnni þá fór í ég í smá leiðangur með það og það er ekki fyrir mig og ég gekk til liðs við Siðmennt fyrir nokkrum árum síðan og skráði mig úr Þjóðkirkjunni.“ Björg segist hafa fengið mjög trúað uppeldi. „Þetta hefur haft mjög mótandi áhrif á minn karakter og kennt mér rosalega margt og sýnt mér rosalega margt þó ég hafi kannski aðeins valið aðra leiði varðandi þessi mál. Þó ég sé ekki sjálf í Þjóðkirkjunni þá ber ég mjög mikla virðingu fyrir boðskap kristinnar trúar, það er ekki annað hægt. En að fara úr þessu er ferðalag og manni líður eins og maður sé að gera eitthvað rangt, sérstaklega ef maður er alin svona upp. En á einhverjum tímapunkti þarf þú að átta þig á því hver er ég og hvað er ég að tengja við. Ég er ekki að tengja við þessar messur,“ segir Björg og bætir við að henni hafi oft þótt fólk varpa of mikilli ábyrgð yfir á guð í stað þess að axla sjálf ábyrgð og takast á við hlutina. „Þegar þú elst upp við eitthvað þá heldur maður bara að það sé málið. En þegar líður á er eitthvað bank innra með manni þar sem maður er ekki að tengja við þetta.“ Dv greinir frá því í morgun að Björg sé gengin út og sé komin í samband með Tryggva Þór Hilmarssyni auglýsingahönnuði hjá Aton JL.
Trúmál Snæbjörn talar við fólk Mest lesið „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Lífið Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Lífið „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Tíska og hönnun Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Lífið Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Fékk veipeitrun Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Lífið Fleiri fréttir „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Sjá meira