Pólski sendiherrann sakar aðgerðasinna um lygar og fjölmiðla um óvönduð vinnubrögð Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 12. nóvember 2020 23:04 „Herra sendiherra, pólskar konur eru í hættu, hvar ert þú?“ segir á borðanum sem nágrannakona sendiherrans við Sólvallagötu hengdi upp. Sendiherra Póllands á Íslandi sakar pólska aðgerðasinna hér á landi um lygar. Það sé ekki rétt að hann hafi farið þess á leit við lögreglu að hún myndi fjarlægja borða sem settur var upp fyrir framan sendiherrabústaðinn. Þá gagnrýnir hann ritstjórnir Stundarinnar og Fréttablaðsins fyrir að sannreyna ekki orð viðmælenda sinna í fréttum sínum af málinu. Sendiherrann segir þó rétt að kallað hafi verið eftir aðstoð lögreglu, en það hafi ekki verið vegna borðans. Yfirlýsing sendiherrans birtist á vef pólska sendiráðsins í dag í tilefni af fréttaflutningi um mótmæli Pólverja á Íslandi vegna hertra laga um þungunarrof sem nýlega voru samþykkt í Póllandi. Nágrannakona sendiherrans hafði hengt upp borða með vinum sínum á húsið sem hún býr í með áletruninni; „Herra sendiherra, pólskar konur eru í hættu. Hvar ert þú?“ Í samtali við Stundina 8. nóvember segir nágrannakonan, Martyna Dobrowolska, að borðinn hafi verið tilraun til að fá sendiherra til að tjá sig og taka þátt í samræðu en hann hafi aftur á móti svarað með öðrum hætti. „Hann hringdi í lögregluna, sem hafði samband við leigusala minn og sagði henni að taka borðann niður,“ hefur Stundin eftir Martynu. Ekkert slíkt mál hafi þó verið bókað hjá lögreglu að því er segir í frétt Stundarinnar þar sem jafnframt er tekið fram að Stundin hafi óskað eftir viðbrögðum sendiráðsins en hafi ekki átt erindi sem erfiði. Fréttablaðið fjallaði deginum áður einnig um mótmælin þar sem rætt var við Justynu Sajja Grosel, einn stjórnenda kvenréttindasamtakannas Dziewuchy Islandia, þar sem hún heldur því sama fram. Sendiherrann hafi brugðist illa við og hafi hringt á lögreglu til þess að láta fjarlægja borðann. Þetta segir sendiherrann í yfirlýsingu sinni vera lygi. „Í tengslum við greinina sem birtist í Fréttablaðinu 8. nóvember, lýsi ég því yfir að upplýsingarnar frá Justynu Grosel um meint ákall á lögreglu um að fjarlægja borða sem var settur upp fyrir framan búsetu sendiherra Lýðveldisins Póllands, eru lygi. Svipaðar ósannar upplýsingar voru sagðar af Martynu Dobrowolska í fréttagrein hjá Stundin.is, þann 7. nóvember,“ segir í yfirlýsingu sendiherrans. Borðinn var hengdur utan á hús andspænis sendiherrabústaðnum. „Þess háttar upplýsingar ættu ritstjórnir að kanna hjá aðilum sem geta gefið staðfestar og trúverðugar upplýsingar þ.e. í þessu tilfelli hjá lögreglunni,“ segir ennfremur. Það samræmist ekki lýðræðislegum sjónarmiðum og væri mikið hneyksli ef sendiherra myndi kalla til lögreglu til að fjarlægja slíkan borða. Lögregla hafi þó vissulega verið kölluð á staðinn en það hafi verið í „tengslum við ágengni á svæði sendiherrabústaðarins Lýðveldisins Póllands,“ eins og segir í yfirlýsingunni. Það feli í sér „áberandi brot 22. gg 30. gr. í Vínarsamningi um stjórnmála- og diplómatísk samskipti en svona brot eiga sér stað mjög sjaldan í Evrópulöndum,“ segir ennfremur í yfirlýsingunni sem er undirrituð af Gerard Pokruszyński, sendiherra Póllands á Íslandi. Borðinn hékk ennþá uppi um hádegisbil í dag en var ekki uppi lengur seinni partinn í dag þegar fulltrúi frettastofu átti leið hjá. Pólland Jafnréttismál Þungunarrof Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira
Sendiherra Póllands á Íslandi sakar pólska aðgerðasinna hér á landi um lygar. Það sé ekki rétt að hann hafi farið þess á leit við lögreglu að hún myndi fjarlægja borða sem settur var upp fyrir framan sendiherrabústaðinn. Þá gagnrýnir hann ritstjórnir Stundarinnar og Fréttablaðsins fyrir að sannreyna ekki orð viðmælenda sinna í fréttum sínum af málinu. Sendiherrann segir þó rétt að kallað hafi verið eftir aðstoð lögreglu, en það hafi ekki verið vegna borðans. Yfirlýsing sendiherrans birtist á vef pólska sendiráðsins í dag í tilefni af fréttaflutningi um mótmæli Pólverja á Íslandi vegna hertra laga um þungunarrof sem nýlega voru samþykkt í Póllandi. Nágrannakona sendiherrans hafði hengt upp borða með vinum sínum á húsið sem hún býr í með áletruninni; „Herra sendiherra, pólskar konur eru í hættu. Hvar ert þú?“ Í samtali við Stundina 8. nóvember segir nágrannakonan, Martyna Dobrowolska, að borðinn hafi verið tilraun til að fá sendiherra til að tjá sig og taka þátt í samræðu en hann hafi aftur á móti svarað með öðrum hætti. „Hann hringdi í lögregluna, sem hafði samband við leigusala minn og sagði henni að taka borðann niður,“ hefur Stundin eftir Martynu. Ekkert slíkt mál hafi þó verið bókað hjá lögreglu að því er segir í frétt Stundarinnar þar sem jafnframt er tekið fram að Stundin hafi óskað eftir viðbrögðum sendiráðsins en hafi ekki átt erindi sem erfiði. Fréttablaðið fjallaði deginum áður einnig um mótmælin þar sem rætt var við Justynu Sajja Grosel, einn stjórnenda kvenréttindasamtakannas Dziewuchy Islandia, þar sem hún heldur því sama fram. Sendiherrann hafi brugðist illa við og hafi hringt á lögreglu til þess að láta fjarlægja borðann. Þetta segir sendiherrann í yfirlýsingu sinni vera lygi. „Í tengslum við greinina sem birtist í Fréttablaðinu 8. nóvember, lýsi ég því yfir að upplýsingarnar frá Justynu Grosel um meint ákall á lögreglu um að fjarlægja borða sem var settur upp fyrir framan búsetu sendiherra Lýðveldisins Póllands, eru lygi. Svipaðar ósannar upplýsingar voru sagðar af Martynu Dobrowolska í fréttagrein hjá Stundin.is, þann 7. nóvember,“ segir í yfirlýsingu sendiherrans. Borðinn var hengdur utan á hús andspænis sendiherrabústaðnum. „Þess háttar upplýsingar ættu ritstjórnir að kanna hjá aðilum sem geta gefið staðfestar og trúverðugar upplýsingar þ.e. í þessu tilfelli hjá lögreglunni,“ segir ennfremur. Það samræmist ekki lýðræðislegum sjónarmiðum og væri mikið hneyksli ef sendiherra myndi kalla til lögreglu til að fjarlægja slíkan borða. Lögregla hafi þó vissulega verið kölluð á staðinn en það hafi verið í „tengslum við ágengni á svæði sendiherrabústaðarins Lýðveldisins Póllands,“ eins og segir í yfirlýsingunni. Það feli í sér „áberandi brot 22. gg 30. gr. í Vínarsamningi um stjórnmála- og diplómatísk samskipti en svona brot eiga sér stað mjög sjaldan í Evrópulöndum,“ segir ennfremur í yfirlýsingunni sem er undirrituð af Gerard Pokruszyński, sendiherra Póllands á Íslandi. Borðinn hékk ennþá uppi um hádegisbil í dag en var ekki uppi lengur seinni partinn í dag þegar fulltrúi frettastofu átti leið hjá.
Pólland Jafnréttismál Þungunarrof Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira