Ekki hægt að fara of lengi áfram á hnefanum Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 12. nóvember 2020 08:02 Matti Osvald og Gísli Álfgeirsson. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson „Ef maður vinnur ekki jafnt og þétt í gegnum þetta og byrjar að fá aðstoð eins fljótt og hægt er, að þá tekur maður það bara út mun erfiðara og verra, sjokkið sem kemur eftir á,“ segir Gísli Álfgeirsson. Olga eiginkona Gísla greindist með brjóstakrabbamein árið 2013 og barðist í sjö ár. Hún lést í júlí á síðasta ári. Gísli kynntist því starfi Ljóssins og Krafts fyrst sem aðstandandi en í dag hjálpar hann öðrum í sömu stöðu. Hann sjálfur ákvað frá byrjun veikinda Olgu að fara þetta á hörkunni, en endaði á að lenda á vegg eftir að hún greindist aftur, eftir að hafa lokið krabbameinsmeðferð, aðgerð og geislum. „Þá bara brotna ég, þá var ég búinn að fara á hnefanum of lengi og brotnaði bara algjörlega. Þá byrjaði ég að fá stuðning og fara í gegnum sálfræðinga og fékk jafningjastuðning og annað.“ Gísli ræddi karlmenn og krabbamein ásamt Matta Ósvald markþjálfa hjá Ljósinu, í nýjasta þætti af Krafts hlaðvarpinu Fokk ég er með krabbamein, sem birtist hér á Vísi og öllum helstu efnisveitum í dag. Klippa: Fokk ég er með krabbamein - Gísli og Matti Missir framtíðarsýn „Maður verður að sýna tilfinningar og hvernig manni líður,“ segir Gísli í viðtalinu. „Maður missir alveg ótrúlega mikið, maður horfir á framtíðina öðrum augum og missir einhverja framtíðarsýn.“ Gísli segir að sorgin hafi verið mikil og því hafi verið mikilvægt fyrir hann að fá stuðning. Gísli er nú sjálfur hluti af stuðningsneti Krafts og aðstoðar þannig með jafningjastuðning aðra sem eru að ganga í gegnum svona miklar og flóknar tilfinningar. Hann hvetur karlmenn til að skoða hvaða möguleikar eru í boði. „Það er dýrmætt að geta hlustað á einhvern, að það þurfi ekki að finna upp hjólið í hvert skipti. Ég sem stuðningsaðili þarf lítið að tala í mínum samtölum, það er meira bara að hlusta.“ Matti Ósvald markþjálfi hefur starfað fyrir Ljósið í tíu ár og segir hann í þættinum að það hafi verið bæði gefandi og lærdómsríkt að sjá um karlastarfið þar. „Samtalið, spurningarnar, reynslan og að heyra í þeim og hvað þeir þurfa er búið að vera ómetanlegt í rauninni.“ Bíða oft í marga mánuði Matti segir að það sé algengt að karlar reyni að tækla veikindi sín eða aðstandanda, á hnefanum líkt og Gísli gerði. Fyrir því séu margar aðstæður, meðal annars tengt samfélaginu og uppeldinu. Karlar og konur tækla að hans mati áföll á ólíkan hátt. Algengt er að konur leiti fyrr í stuðningsnet eða stuðningshópa. „Oft eru þetta einn, tveir, þrír og jafnvel upp í átján mánuðir áður en þeir eru tilbúnir að ræða við einhvern,“ segir Matti um karlmenn, en bendir á að auðvitað séu undantekningar og sumir karlmenn mæti í Ljósið og óski eftir stuðning einum degi eftir krabbameinsgreininguna. „Strákar þurfa að vera betri við sjálfa sig og þekkja betur sjálfa sig, ég helt að það vanti stundum,“ bætir Gísli við. Eftir að fara áfram á hörkunni í byrjun, uppgötvaði Gísli seinna hversu marga kosti það hefði að vinna úr tilfinningunum og fá stuðning. „Þú lærir náttúrulega ótrúlega vel á sjálfan þig, þú getur valið betur út hvað þú vilt, þú ert jákvæðari, þú verður tengdur öllu á ákveðinn hátt.“ Hægt er að hlusta á viðtal Sigríðar Þóru Ásgeirsdóttur við þá Matta og Gísla í spilaranum hér ofar í fréttinni. Fokk ég er með krabbamein Heilbrigðismál Geðheilbrigði Tengdar fréttir Fannst hann bregðast með því að vera ekki kistuberi Knattspyrnumaðurinn Rúrik Gíslason hefur í tvígang þurft að mæta áföllum, sorg og missi tengt krabbameini. Hann missti móður sína, Þóru Ragnarsdóttir, í apríl á þessu ári eftir skamma baráttu við krabbamein. Hann þurfti að horfa á jarðaförina í beinni útsendingu í tölvunni, heima hjá sér í Þýskalandi. 22. október 2020 20:00 Sorgin fer ekki heldur lifir með manni Séra Vigfús Bjarni Albertsson sjúkrahúsprestur og Ína Ólöf Sigurðardóttir frá Sorgarmiðstöð ræða um krabbamein og sorgarferlið. Kraftur gefur út hlaðvarpið Fokk ég er með krabbamein og þáttastjórnandi er Sigríður Þóra Ásgeirsdóttir. 17. september 2020 10:01 „Þetta var svona lamandi tilfinning, maður nánast hrundi í gólfið“ Knattspyrnumaðurinn Rúrik Gíslason hefur í tvígang þurft að mæta áföllum, sorg og missi tengt krabbameini. Hann missti móður sína á þessu ári eftir skamma baráttu við krabbamein, innan við ári eftir að hann missti náinn vin sinn úr sama sjúkdómi. 15. október 2020 08:15 Greindist með krabbamein í miðju sorgarferlinu Á þremur árum missti Ása Magnúsdóttir báða foreldra sína úr krabbameini og greindist sjálf með krabbamein. Hún nýtir nú þessa erfiðu reynslu til þess að hjálpa fólki sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendum krabbameinsgreindra. 1. október 2020 08:30 Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Sjarmerandi íbúð listakonu til sölu Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi íbúð listakonu til sölu Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Sjá meira
„Ef maður vinnur ekki jafnt og þétt í gegnum þetta og byrjar að fá aðstoð eins fljótt og hægt er, að þá tekur maður það bara út mun erfiðara og verra, sjokkið sem kemur eftir á,“ segir Gísli Álfgeirsson. Olga eiginkona Gísla greindist með brjóstakrabbamein árið 2013 og barðist í sjö ár. Hún lést í júlí á síðasta ári. Gísli kynntist því starfi Ljóssins og Krafts fyrst sem aðstandandi en í dag hjálpar hann öðrum í sömu stöðu. Hann sjálfur ákvað frá byrjun veikinda Olgu að fara þetta á hörkunni, en endaði á að lenda á vegg eftir að hún greindist aftur, eftir að hafa lokið krabbameinsmeðferð, aðgerð og geislum. „Þá bara brotna ég, þá var ég búinn að fara á hnefanum of lengi og brotnaði bara algjörlega. Þá byrjaði ég að fá stuðning og fara í gegnum sálfræðinga og fékk jafningjastuðning og annað.“ Gísli ræddi karlmenn og krabbamein ásamt Matta Ósvald markþjálfa hjá Ljósinu, í nýjasta þætti af Krafts hlaðvarpinu Fokk ég er með krabbamein, sem birtist hér á Vísi og öllum helstu efnisveitum í dag. Klippa: Fokk ég er með krabbamein - Gísli og Matti Missir framtíðarsýn „Maður verður að sýna tilfinningar og hvernig manni líður,“ segir Gísli í viðtalinu. „Maður missir alveg ótrúlega mikið, maður horfir á framtíðina öðrum augum og missir einhverja framtíðarsýn.“ Gísli segir að sorgin hafi verið mikil og því hafi verið mikilvægt fyrir hann að fá stuðning. Gísli er nú sjálfur hluti af stuðningsneti Krafts og aðstoðar þannig með jafningjastuðning aðra sem eru að ganga í gegnum svona miklar og flóknar tilfinningar. Hann hvetur karlmenn til að skoða hvaða möguleikar eru í boði. „Það er dýrmætt að geta hlustað á einhvern, að það þurfi ekki að finna upp hjólið í hvert skipti. Ég sem stuðningsaðili þarf lítið að tala í mínum samtölum, það er meira bara að hlusta.“ Matti Ósvald markþjálfi hefur starfað fyrir Ljósið í tíu ár og segir hann í þættinum að það hafi verið bæði gefandi og lærdómsríkt að sjá um karlastarfið þar. „Samtalið, spurningarnar, reynslan og að heyra í þeim og hvað þeir þurfa er búið að vera ómetanlegt í rauninni.“ Bíða oft í marga mánuði Matti segir að það sé algengt að karlar reyni að tækla veikindi sín eða aðstandanda, á hnefanum líkt og Gísli gerði. Fyrir því séu margar aðstæður, meðal annars tengt samfélaginu og uppeldinu. Karlar og konur tækla að hans mati áföll á ólíkan hátt. Algengt er að konur leiti fyrr í stuðningsnet eða stuðningshópa. „Oft eru þetta einn, tveir, þrír og jafnvel upp í átján mánuðir áður en þeir eru tilbúnir að ræða við einhvern,“ segir Matti um karlmenn, en bendir á að auðvitað séu undantekningar og sumir karlmenn mæti í Ljósið og óski eftir stuðning einum degi eftir krabbameinsgreininguna. „Strákar þurfa að vera betri við sjálfa sig og þekkja betur sjálfa sig, ég helt að það vanti stundum,“ bætir Gísli við. Eftir að fara áfram á hörkunni í byrjun, uppgötvaði Gísli seinna hversu marga kosti það hefði að vinna úr tilfinningunum og fá stuðning. „Þú lærir náttúrulega ótrúlega vel á sjálfan þig, þú getur valið betur út hvað þú vilt, þú ert jákvæðari, þú verður tengdur öllu á ákveðinn hátt.“ Hægt er að hlusta á viðtal Sigríðar Þóru Ásgeirsdóttur við þá Matta og Gísla í spilaranum hér ofar í fréttinni.
Fokk ég er með krabbamein Heilbrigðismál Geðheilbrigði Tengdar fréttir Fannst hann bregðast með því að vera ekki kistuberi Knattspyrnumaðurinn Rúrik Gíslason hefur í tvígang þurft að mæta áföllum, sorg og missi tengt krabbameini. Hann missti móður sína, Þóru Ragnarsdóttir, í apríl á þessu ári eftir skamma baráttu við krabbamein. Hann þurfti að horfa á jarðaförina í beinni útsendingu í tölvunni, heima hjá sér í Þýskalandi. 22. október 2020 20:00 Sorgin fer ekki heldur lifir með manni Séra Vigfús Bjarni Albertsson sjúkrahúsprestur og Ína Ólöf Sigurðardóttir frá Sorgarmiðstöð ræða um krabbamein og sorgarferlið. Kraftur gefur út hlaðvarpið Fokk ég er með krabbamein og þáttastjórnandi er Sigríður Þóra Ásgeirsdóttir. 17. september 2020 10:01 „Þetta var svona lamandi tilfinning, maður nánast hrundi í gólfið“ Knattspyrnumaðurinn Rúrik Gíslason hefur í tvígang þurft að mæta áföllum, sorg og missi tengt krabbameini. Hann missti móður sína á þessu ári eftir skamma baráttu við krabbamein, innan við ári eftir að hann missti náinn vin sinn úr sama sjúkdómi. 15. október 2020 08:15 Greindist með krabbamein í miðju sorgarferlinu Á þremur árum missti Ása Magnúsdóttir báða foreldra sína úr krabbameini og greindist sjálf með krabbamein. Hún nýtir nú þessa erfiðu reynslu til þess að hjálpa fólki sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendum krabbameinsgreindra. 1. október 2020 08:30 Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Sjarmerandi íbúð listakonu til sölu Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi íbúð listakonu til sölu Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Sjá meira
Fannst hann bregðast með því að vera ekki kistuberi Knattspyrnumaðurinn Rúrik Gíslason hefur í tvígang þurft að mæta áföllum, sorg og missi tengt krabbameini. Hann missti móður sína, Þóru Ragnarsdóttir, í apríl á þessu ári eftir skamma baráttu við krabbamein. Hann þurfti að horfa á jarðaförina í beinni útsendingu í tölvunni, heima hjá sér í Þýskalandi. 22. október 2020 20:00
Sorgin fer ekki heldur lifir með manni Séra Vigfús Bjarni Albertsson sjúkrahúsprestur og Ína Ólöf Sigurðardóttir frá Sorgarmiðstöð ræða um krabbamein og sorgarferlið. Kraftur gefur út hlaðvarpið Fokk ég er með krabbamein og þáttastjórnandi er Sigríður Þóra Ásgeirsdóttir. 17. september 2020 10:01
„Þetta var svona lamandi tilfinning, maður nánast hrundi í gólfið“ Knattspyrnumaðurinn Rúrik Gíslason hefur í tvígang þurft að mæta áföllum, sorg og missi tengt krabbameini. Hann missti móður sína á þessu ári eftir skamma baráttu við krabbamein, innan við ári eftir að hann missti náinn vin sinn úr sama sjúkdómi. 15. október 2020 08:15
Greindist með krabbamein í miðju sorgarferlinu Á þremur árum missti Ása Magnúsdóttir báða foreldra sína úr krabbameini og greindist sjálf með krabbamein. Hún nýtir nú þessa erfiðu reynslu til þess að hjálpa fólki sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendum krabbameinsgreindra. 1. október 2020 08:30