Erlent

Björguðu 46 börnum eftir rann­sókn á al­þjóð­legum barna­níðs­hring

Telma Tómasson skrifar
Einn hinna handteknu í málinu.
Einn hinna handteknu í málinu. Australian Federal Police

Lögreglan í Ástralíu bjargaði nýverið 46 börnum eftir rannsókn á stórum alþjóðlegum barnaníðshring. Fjórtán karlar voru handteknir í tengslum við málið.

Börnin voru á aldrinum 16 mánaða til 15 ára, en málið er sagt eitt umfangsmesta barnaníðsmál sem upp hefur komið í Ástralíu.

Börnin eru sögð hafa þurft að sæta kynferðislegu ofbeldi og annars konar misnotkun, en 16 þeirra sóttu einn og sama leikskólann.

Yfirvöld segja að mennirnir hafi framleitt og dreift barnaníðsefni, en eitt alvarlegasta málið tengist starfsmanni leikskóla í Nýju Suður-Wales, sem 30 börn sóttu.

Málið hefur verið rannsakað í heilt ár eftir að upplýsingar bárust frá lögreglu í Bandaríkjunum um ástralskan barnaníðs netnotanda. Það teygir anga sína víða og voru grunaðir menn einnig handteknir í Bandaríkjunum, Evrópu, Asíu, Kanada og á Nýja-Sjálandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×