Tveir Íslendingar í undanúrslit | Tíundi sigur Börsunga í röð Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. nóvember 2020 22:30 Aron var sáttur í leikslok. @FCBhandbol Viktor Gísli Hallgrímsson og Elvar Örn Jónsson eru komnir í undanúrslit í danska bikarnum eftir leiki kvöldsins. Viktor Gísli og félagar þurftu framlengingu gegn Íslendingaliði Ribe-Esjberg á meðan Elvar Örn í Skjern pökkuðu Skanderborg saman. Þá lék Aron Pálmarsson að venju með Barcelona sem vann enn einn stórsigurinn í spænsku úrvalsdeildinni. Aron komst ekki á blað hjá Börsungum er liðið lagði Villa de Aranda í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Líkt og lokatölur gefa til kynna var sigur Börsunga aldrei í hættu en heimamenn voru komnir 16 mörkum yfir strax í hálfleik, staðan þá 24-8. Þeir héldu dampi í þeim síðari þó aðeins hafi losað um varnarlega, lokatölur leiksins 39-22. Var þetta tíundi sigur Barcelona í röð í deildinni en liðið hefur unnið alla leiki sína til þessa og trónir á toppi deildarinnar. Þá er liðið með 164 mörk í plús í markatölu. Sex stig eru í næsta lið en CD Bidasoa er einnig með fullt hús stiga, liðið hefur hins vegar aðeins leikið sjö leiki. Ekki var mikil spenna í leik Skjern og Skanderborg í 8-liða úrslitum danska bikarsins í kvöld. Skjern var átta mörkum yfir í hálfleik, 22-14, og vann á endanum 13 marka sigur. Lokatölur leiksins 38-25 og Skjern flaug þar með inn í undanúrslitin. Elvar Örn Jónsson skoraði fjögur mörk í leik kvöldsins. See you soon, Final4 Storsejr over Skanderborg på 38-25! #skjernhåndbold pic.twitter.com/wMwK2g9Rls— Skjern Håndbold (@SkjernHaandbold) November 10, 2020 Hinn undanúrslitaleikurinn var töluvert meira spennandi en þar mættust ríkjandi bikarmeistarar í GOG og Íslendingalið Ribe-Esbjerg. Leikurinn var hnífjafn frá upphafi til enda og fór alla leið í framlengingu eftir að staðan var jöfn 29-29. Viktor Gísli Hallgrímsson átti fínan leik í marki GOG en tölfræði leiksins liggur þó ekki fyrir. Samkvæmt Handbolti.is fékk Daníel Þór Ingason tveggja mínútna brottvísun þegar rúmar þrjár og hálf mínúta voru eftir af framlengingunni. Þá var staðan jöfn 32-32 og ljóst að GOG nýtti brottreksturinn til hins ítrasta, fór það svo að liðið vann eins marks sigur, 34-33. Rúnar Kárason og Gunnar Steinn Jónsson skoruðu báðir fjögur mörk í liði Ribe-Esjberg. Þá skoraði Daníel Þór eitt mark. Handbolti Spænski handboltinn Danski handboltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Sjá meira
Viktor Gísli Hallgrímsson og Elvar Örn Jónsson eru komnir í undanúrslit í danska bikarnum eftir leiki kvöldsins. Viktor Gísli og félagar þurftu framlengingu gegn Íslendingaliði Ribe-Esjberg á meðan Elvar Örn í Skjern pökkuðu Skanderborg saman. Þá lék Aron Pálmarsson að venju með Barcelona sem vann enn einn stórsigurinn í spænsku úrvalsdeildinni. Aron komst ekki á blað hjá Börsungum er liðið lagði Villa de Aranda í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Líkt og lokatölur gefa til kynna var sigur Börsunga aldrei í hættu en heimamenn voru komnir 16 mörkum yfir strax í hálfleik, staðan þá 24-8. Þeir héldu dampi í þeim síðari þó aðeins hafi losað um varnarlega, lokatölur leiksins 39-22. Var þetta tíundi sigur Barcelona í röð í deildinni en liðið hefur unnið alla leiki sína til þessa og trónir á toppi deildarinnar. Þá er liðið með 164 mörk í plús í markatölu. Sex stig eru í næsta lið en CD Bidasoa er einnig með fullt hús stiga, liðið hefur hins vegar aðeins leikið sjö leiki. Ekki var mikil spenna í leik Skjern og Skanderborg í 8-liða úrslitum danska bikarsins í kvöld. Skjern var átta mörkum yfir í hálfleik, 22-14, og vann á endanum 13 marka sigur. Lokatölur leiksins 38-25 og Skjern flaug þar með inn í undanúrslitin. Elvar Örn Jónsson skoraði fjögur mörk í leik kvöldsins. See you soon, Final4 Storsejr over Skanderborg på 38-25! #skjernhåndbold pic.twitter.com/wMwK2g9Rls— Skjern Håndbold (@SkjernHaandbold) November 10, 2020 Hinn undanúrslitaleikurinn var töluvert meira spennandi en þar mættust ríkjandi bikarmeistarar í GOG og Íslendingalið Ribe-Esbjerg. Leikurinn var hnífjafn frá upphafi til enda og fór alla leið í framlengingu eftir að staðan var jöfn 29-29. Viktor Gísli Hallgrímsson átti fínan leik í marki GOG en tölfræði leiksins liggur þó ekki fyrir. Samkvæmt Handbolti.is fékk Daníel Þór Ingason tveggja mínútna brottvísun þegar rúmar þrjár og hálf mínúta voru eftir af framlengingunni. Þá var staðan jöfn 32-32 og ljóst að GOG nýtti brottreksturinn til hins ítrasta, fór það svo að liðið vann eins marks sigur, 34-33. Rúnar Kárason og Gunnar Steinn Jónsson skoruðu báðir fjögur mörk í liði Ribe-Esjberg. Þá skoraði Daníel Þór eitt mark.
Handbolti Spænski handboltinn Danski handboltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita