Rúrik leggur skóna á hilluna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. nóvember 2020 19:00 Rúrik Gíslason í leiknum fræga gegn Argentínu á HM 2018. vísir/vilhelm Rúrik Gíslason hefur lagt skóna á hilluna, aðeins 32 ára. Hann greindi frá þessu í viðtali við Júlíönu Þóru Hálfdánardóttur í Íslandi í dag. Rúrik lék síðast með þýska B-deildarliðinu Sandhausen en hann fékk sig lausan þaðan í júní. „Fótboltalega séð er akkúrat ekkert fram undan. Ég tók þá ákvörðun fyrir dálitlu síðan að skórnir færu bara einfaldlega á hilluna. Það er stór ákvörðun og auðvitað útilokar maður aldrei að skórnir verði teknir niður af hillunni einhvern tímann aftur það verður ekki núna,“ sagði Rúrik um hvað væri framundan. Hann lék 53 leiki fyrir íslenska A-landsliðið og skoraði þrjú mörk. Rúrik lék tvo leiki á HM í Rússlandi 2018 þar sem hann vakti heimsathygli. Síðasti landsleikur Rúriks var í 2-2 jafntefli gegn Katar í vináttulandsleik í nóvember 2018. Rúrik var í íslenska U-21 árs liðinu sem fór á EM í Danmörku 2011. Margir úr því liði urðu síðar lykilmenn í A-landsliðinu. Rúrik í baráttu við Luka Modric í Meistaradeildarleik Real Madrid og FCK á Santiago Bernabéu.getty/Manuel Blondeau Rúrik er uppalinn hjá HK en fór ungur til Anderlecht í Belgíu og svo Charlton Athletic á Englandi. „Held að það þurfi karakter til að höndla að vera einn erlendis en ef maður gerir það rétt tel ég að þetta sé gífurlega góð lífsreynsla,“ sagði Rúrik í viðtalinu. Hann vildi ekki taka undir það að það væri miklar fórnir í því í að vera atvinnumaður í knattspyrnu. „Hægt að líta á þetta á tvenna vegu. Hægt að vera þakklátur fyrir tækifærið eða þá hafa lært það snemma að þurfa að leggja á mig og hver veit nema ég hefði vaknað upp 25 ára að hafa haft alltof gaman af öllu lífinu án þess að hafa lært það að ég þurfi að leggja eitthvað á mig til að ná árangri. Ég er mjög þakklátur fyrir þá reynslu,“ sagði Rúrik einnig við Júlíönu. Hann gekk í raðir danska liðsins Viborg 2007 og lék með því í tvö ár. Hann fór til OB 2009 og til FC København þremur árum síðar. Rúrik varð danskur meistari og bikarmeistari með FCK og lék með liðinu í Meistaradeild Evrópu. Rúrik gekk í raðir Nürnberg í Þýskalandi 2015 og lék þar í þrjú ár, eða þar til hann fór til Sandhausen. Fótbolti Íslenski boltinn Ísland í dag Tímamót Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Fleiri fréttir Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Sjá meira
Rúrik Gíslason hefur lagt skóna á hilluna, aðeins 32 ára. Hann greindi frá þessu í viðtali við Júlíönu Þóru Hálfdánardóttur í Íslandi í dag. Rúrik lék síðast með þýska B-deildarliðinu Sandhausen en hann fékk sig lausan þaðan í júní. „Fótboltalega séð er akkúrat ekkert fram undan. Ég tók þá ákvörðun fyrir dálitlu síðan að skórnir færu bara einfaldlega á hilluna. Það er stór ákvörðun og auðvitað útilokar maður aldrei að skórnir verði teknir niður af hillunni einhvern tímann aftur það verður ekki núna,“ sagði Rúrik um hvað væri framundan. Hann lék 53 leiki fyrir íslenska A-landsliðið og skoraði þrjú mörk. Rúrik lék tvo leiki á HM í Rússlandi 2018 þar sem hann vakti heimsathygli. Síðasti landsleikur Rúriks var í 2-2 jafntefli gegn Katar í vináttulandsleik í nóvember 2018. Rúrik var í íslenska U-21 árs liðinu sem fór á EM í Danmörku 2011. Margir úr því liði urðu síðar lykilmenn í A-landsliðinu. Rúrik í baráttu við Luka Modric í Meistaradeildarleik Real Madrid og FCK á Santiago Bernabéu.getty/Manuel Blondeau Rúrik er uppalinn hjá HK en fór ungur til Anderlecht í Belgíu og svo Charlton Athletic á Englandi. „Held að það þurfi karakter til að höndla að vera einn erlendis en ef maður gerir það rétt tel ég að þetta sé gífurlega góð lífsreynsla,“ sagði Rúrik í viðtalinu. Hann vildi ekki taka undir það að það væri miklar fórnir í því í að vera atvinnumaður í knattspyrnu. „Hægt að líta á þetta á tvenna vegu. Hægt að vera þakklátur fyrir tækifærið eða þá hafa lært það snemma að þurfa að leggja á mig og hver veit nema ég hefði vaknað upp 25 ára að hafa haft alltof gaman af öllu lífinu án þess að hafa lært það að ég þurfi að leggja eitthvað á mig til að ná árangri. Ég er mjög þakklátur fyrir þá reynslu,“ sagði Rúrik einnig við Júlíönu. Hann gekk í raðir danska liðsins Viborg 2007 og lék með því í tvö ár. Hann fór til OB 2009 og til FC København þremur árum síðar. Rúrik varð danskur meistari og bikarmeistari með FCK og lék með liðinu í Meistaradeild Evrópu. Rúrik gekk í raðir Nürnberg í Þýskalandi 2015 og lék þar í þrjú ár, eða þar til hann fór til Sandhausen.
Fótbolti Íslenski boltinn Ísland í dag Tímamót Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Fleiri fréttir Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Sjá meira