Milljón fyrir hvern mánuð í gæsluvarðhaldi Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. nóvember 2020 16:19 Frá aðgerðum lögreglu í Skipholti þar sem þrír mannanna voru handteknir. Rakið er í dómi að maðurinn var með lyklavöld að skúrnum og vísaði hinum mönnunum á hann umræddan morgun. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag íslenska ríkið til að greiða karlmanni sjö milljónir króna í bætur vegna sjö mánaða varðhalds sem hann sætti eftir að hann var handtekinn grunaður um aðild að stórfelldum fíkniefnainnflutningi árið 2017. Fjórir voru ákærðir í málinu, sem vakti mikla athygli á sínum tíma, en maðurinn var sá eini sem að endingu var sýknaður. Maðurinn, pólskur ríkisborgari sem búsettur hefur verið hér á landi, krafðist þess að ríkið yrði dæmt til að greiða honum rúma 41 milljón í bætur, annars vegar vegna tapaðra launa en hins vegar vegna miska, auk þriggja milljóna í málskostnað. Komu basanum fyrir í framstuðara Audi-bifreiðar Maðurinn var handtekinn ásamt þremur öðrum vegna gruns um aðild að fíkniefnainnflutningi árið 2017. Málið vakti mikla athygli á sínum tíma og ítarlega var fjallað um það í fjölmiðlum. Þannig var gjarnan talað um „seinheppnu smyglarana“; amfetamínbasinn sem mennirnir voru dæmdir fyrir að flytja til landsins með Norrænu frá Danmörku lak að mestu leyti úr stuðara Audi-bifreiðarinnar sem hann var falinn í. Mennirnir þrír, einnig pólskir, sem handteknir voru með manninum voru dæmdir í þriggja og þriggja og hálfs árs fangelsi í héraðsdómi árið 2018 fyrir innflutninginn. Tapaði tekjum og húsnæði Maðurinn var einnig ákærður í málinu en sýknaður af öllum sakargiftum. Rakið er í dómi að hann hafi krafist bóta vegna rannsóknaraðgerða sem hann hafi sætt að ósekju í tengslum við rannsókn fíkniefnainnflutningsins og meðferð fyrir dómi: handtöku, einangrun í fangelsi í 28 daga og gæsluvarðhald í 187 daga, alls um sjö mánuði. Maðurinn losnaði ekki úr varðhaldi fyrr en daginn sem dómurinn var kveðinn upp. Málið sem maðurinn var sýknaður í árið 2018 varðaði innflutning á amfetamínbasa með Norrænu.Vísir/Jóhann K. Maðurinn kvaðst einnig hafa þurft að þola ýmsar aðrar rannsóknaraðgerðir, svo sem öflun upplýsinga um notkun síma hans, öflun fjárhagsupplýsinga tengdra honum og fyrirtæki hans og húsleitir. Málið hefði valdið honum, unnustu hans og fjölskyldu álitshnekki. Aðgerðir lögreglu hefðu einnig haft veruleg áhrif á nýstofnað félag hans og leitt til þess að hann hefði neyðst til að selja það. Auk þess hefðu handtakan, einangrunin og varðhaldið gert það að verkum að hann hefði orðið tekjulaus og hann og unnusta hans misst leiguhúsnæði sitt. Vísaði mönnunum að bílskúr í Skipholti Aðkoma mannsins að fíkniefnamálinu er einnig rakin í dómi héraðsdóms. Lögreglu hafi borist upplýsingar frá dönsku tollgæslunni þess efnis að grunur væri um að fíkniefni væru falin í Audi-bifreið um borð í Norrænu, sem þá var á leiðinni til landsins. Íslensk yfirvöld hafi fylgst með ferðum bílsins við komuna til Íslands uns ökumaðurinn og þrír aðrir, þar á meðal maðurinn, voru handteknir daginn eftir. Að morgni þess dags hafði maðurinn vísað hinum mönnunum að bílskúr í Skipholti og var sjálfur handtekinn í grennd við skúrinn. Hann hafi verið með lykla að skúrnum í fórum sínum og heimilað leit í honum. Sýndi ríkan samstarfsvilja Ríkið vísaði m.a. til þess að þegar maðurinn var handtekinn, úrskurðaður í gæsluvarðhald og einangrun hafi hann verið undir rökstuddum grun um aðild að innflutningi á miklu magni af sterkum fíkniefnum. Það væri jafnframt mat ríkisins að rétt væri að fella niður bætur þar sem hann hefði sjálfur stuðlað að aðgerðum gegn sér. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að vissulega hefði verið fullt tilefni til handtöku mannsins og þeirra rannsóknaraðgerða sem gripið var til. Hins vegar lægi fyrir að maðurinn hefði sýnt ríkan vilja til samstarfs við lögreglu. Dómurinn féllst að endingu á að maðurinn ætti rétt á miskabótum. Við mat á fjárhæð var litið til þess að gæsluvarðhaldsvistin var afar löng. Þá leit dómurinn svo á að ekki væri um það deilt að frelsissviptingin sem maðurinn varð fyrir hefði alfarið komið í veg fyrir að hann gæti aflað sér tekna. Ekki verði þó hjá því komist að hafna fjárkröfunni, þar sem engin gögn um tekjur mannsins fyrir eða eftir frelsissviptinguna hafi verið lögð fram. Bætur voru að endingu ákveðnar sjö milljónir króna með vöxtum en litið var til þess að ríkið greiddi hluta kröfunnar í janúar 2020. Málskostnaður var látinn falla niður og málflutningsþóknun mannsins greiddist úr ríkissjóði, alls 1,8 milljónir króna. Dómsmál Norræna Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag íslenska ríkið til að greiða karlmanni sjö milljónir króna í bætur vegna sjö mánaða varðhalds sem hann sætti eftir að hann var handtekinn grunaður um aðild að stórfelldum fíkniefnainnflutningi árið 2017. Fjórir voru ákærðir í málinu, sem vakti mikla athygli á sínum tíma, en maðurinn var sá eini sem að endingu var sýknaður. Maðurinn, pólskur ríkisborgari sem búsettur hefur verið hér á landi, krafðist þess að ríkið yrði dæmt til að greiða honum rúma 41 milljón í bætur, annars vegar vegna tapaðra launa en hins vegar vegna miska, auk þriggja milljóna í málskostnað. Komu basanum fyrir í framstuðara Audi-bifreiðar Maðurinn var handtekinn ásamt þremur öðrum vegna gruns um aðild að fíkniefnainnflutningi árið 2017. Málið vakti mikla athygli á sínum tíma og ítarlega var fjallað um það í fjölmiðlum. Þannig var gjarnan talað um „seinheppnu smyglarana“; amfetamínbasinn sem mennirnir voru dæmdir fyrir að flytja til landsins með Norrænu frá Danmörku lak að mestu leyti úr stuðara Audi-bifreiðarinnar sem hann var falinn í. Mennirnir þrír, einnig pólskir, sem handteknir voru með manninum voru dæmdir í þriggja og þriggja og hálfs árs fangelsi í héraðsdómi árið 2018 fyrir innflutninginn. Tapaði tekjum og húsnæði Maðurinn var einnig ákærður í málinu en sýknaður af öllum sakargiftum. Rakið er í dómi að hann hafi krafist bóta vegna rannsóknaraðgerða sem hann hafi sætt að ósekju í tengslum við rannsókn fíkniefnainnflutningsins og meðferð fyrir dómi: handtöku, einangrun í fangelsi í 28 daga og gæsluvarðhald í 187 daga, alls um sjö mánuði. Maðurinn losnaði ekki úr varðhaldi fyrr en daginn sem dómurinn var kveðinn upp. Málið sem maðurinn var sýknaður í árið 2018 varðaði innflutning á amfetamínbasa með Norrænu.Vísir/Jóhann K. Maðurinn kvaðst einnig hafa þurft að þola ýmsar aðrar rannsóknaraðgerðir, svo sem öflun upplýsinga um notkun síma hans, öflun fjárhagsupplýsinga tengdra honum og fyrirtæki hans og húsleitir. Málið hefði valdið honum, unnustu hans og fjölskyldu álitshnekki. Aðgerðir lögreglu hefðu einnig haft veruleg áhrif á nýstofnað félag hans og leitt til þess að hann hefði neyðst til að selja það. Auk þess hefðu handtakan, einangrunin og varðhaldið gert það að verkum að hann hefði orðið tekjulaus og hann og unnusta hans misst leiguhúsnæði sitt. Vísaði mönnunum að bílskúr í Skipholti Aðkoma mannsins að fíkniefnamálinu er einnig rakin í dómi héraðsdóms. Lögreglu hafi borist upplýsingar frá dönsku tollgæslunni þess efnis að grunur væri um að fíkniefni væru falin í Audi-bifreið um borð í Norrænu, sem þá var á leiðinni til landsins. Íslensk yfirvöld hafi fylgst með ferðum bílsins við komuna til Íslands uns ökumaðurinn og þrír aðrir, þar á meðal maðurinn, voru handteknir daginn eftir. Að morgni þess dags hafði maðurinn vísað hinum mönnunum að bílskúr í Skipholti og var sjálfur handtekinn í grennd við skúrinn. Hann hafi verið með lykla að skúrnum í fórum sínum og heimilað leit í honum. Sýndi ríkan samstarfsvilja Ríkið vísaði m.a. til þess að þegar maðurinn var handtekinn, úrskurðaður í gæsluvarðhald og einangrun hafi hann verið undir rökstuddum grun um aðild að innflutningi á miklu magni af sterkum fíkniefnum. Það væri jafnframt mat ríkisins að rétt væri að fella niður bætur þar sem hann hefði sjálfur stuðlað að aðgerðum gegn sér. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að vissulega hefði verið fullt tilefni til handtöku mannsins og þeirra rannsóknaraðgerða sem gripið var til. Hins vegar lægi fyrir að maðurinn hefði sýnt ríkan vilja til samstarfs við lögreglu. Dómurinn féllst að endingu á að maðurinn ætti rétt á miskabótum. Við mat á fjárhæð var litið til þess að gæsluvarðhaldsvistin var afar löng. Þá leit dómurinn svo á að ekki væri um það deilt að frelsissviptingin sem maðurinn varð fyrir hefði alfarið komið í veg fyrir að hann gæti aflað sér tekna. Ekki verði þó hjá því komist að hafna fjárkröfunni, þar sem engin gögn um tekjur mannsins fyrir eða eftir frelsissviptinguna hafi verið lögð fram. Bætur voru að endingu ákveðnar sjö milljónir króna með vöxtum en litið var til þess að ríkið greiddi hluta kröfunnar í janúar 2020. Málskostnaður var látinn falla niður og málflutningsþóknun mannsins greiddist úr ríkissjóði, alls 1,8 milljónir króna.
Dómsmál Norræna Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira