Barátta Spears og föður hennar fyrir dómara í dag Samúel Karl Ólason skrifar 10. nóvember 2020 09:08 Britney Spears á sviði í Las Vegas árið 2020. AP/Steve Marcus Söngkonan víðfræga Britney Spears hefur höfðað mál með það markmið að öðlast aukið sjálfræði og losna undan stjórn föður síns, James Spears. Seinna i dag mun dómari í Los Angeles hlusta á málflutning í einu þeirra mála þar sem Spears krefst þess að faðir hennar verði ekki lengur lögráðamaður hennar og að hún fái aðgang að um 60 milljóna dala eignum sínum. Spears var nauðungavistuð á geðdeild árið 2008 og í kjölfarið svipt sjálfræði og fjárræði. Faðir hennar og lögfræðingur hafa gegnt hlutverki lögráðamanna hennar síðan og tekið ákvarðanir um bæði líf og feril fyrir hennar hönd. Samkvæmt AP fréttaveitunni viðurkennir Spears að það fyrirkomulag hafi verið nauðsynlegt og hafi líklega bjargað ferli hennar. Lögfræðingurinn Andrew Wallet steig til hliðar í fyrra og faðir Spears tók þá alfarið við. Hann hætti fljótt í kjölfarið að stýra lífi dóttur sinnar og vísaði til heilsuvandræða sinna. Hann hélt þó völdum sínum yfir fjármálum hennar. Í ágúst mótmælti Spears því harðlega að faðir hennar tæki aftur við sem lögráðamaður hennar. Sagðist hún vilja annan aðila í hlutverkið. Í september krafðist hún þess einnig að fyrirtækið Bessemer Trust tæki við sem fjárvörsluaðili hennar. James Spears hefur lagt til að hann muni starfa með Bessemer Trust en Britney Spears hefur mótmælt því og segir að slíkt fyrirkomulag muni aldrei heppnast. Hún segir að faðir hennar megi ekki koma að fjármálum hennar lengur. Í gögnum lögmanns er haft eftir henni að faðir hennar sá augljóslega að reyna að ná aftur fullum tökum á eigum hennar og það gegn mótmælum hennar. James Spears segist aftur á móti hafa unnið vinnu sína vel. Hann hafi fært dóttur sína úr skuld og að nú eigi hún rúmar 60 milljónir dala. Á sama tíma hafi hann reynt að bæta heilsu dóttur sinnar, sameina hana og börn hennar aftur og að endurlífga feril hennar sem söngkona. Hann segir að eina markmið hans hafi verið að vernda dóttur sína gegn aðilum sem hafi viljað notfæra sér hana. Í grein AP kemur einnig fram að í skjölum málsins segi Britney Spears að hún hafi í raun fengið of mikið næði undanfarin ár. Hún hafi tekið #FreeBritney hreyfingunni svokölluðu fagnandi þar sem faðir hennar hafi allt of oft komið í veg fyrir að upplýsingar um hana hafi borist til almennings. Málflutningurinn sem hefst í kvöld verður að öllum líkindum lokaður almenningi. AP segir óljóst hvort að niðurstaða fáist strax í málið og að dómarinn gæti gefið sér frest til að komast að niðurstöðu eða framlengja málflutning. Bandaríkin Tónlist Hollywood Sjálfræðisbarátta Britney Spears Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fleiri fréttir Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Sjá meira
Söngkonan víðfræga Britney Spears hefur höfðað mál með það markmið að öðlast aukið sjálfræði og losna undan stjórn föður síns, James Spears. Seinna i dag mun dómari í Los Angeles hlusta á málflutning í einu þeirra mála þar sem Spears krefst þess að faðir hennar verði ekki lengur lögráðamaður hennar og að hún fái aðgang að um 60 milljóna dala eignum sínum. Spears var nauðungavistuð á geðdeild árið 2008 og í kjölfarið svipt sjálfræði og fjárræði. Faðir hennar og lögfræðingur hafa gegnt hlutverki lögráðamanna hennar síðan og tekið ákvarðanir um bæði líf og feril fyrir hennar hönd. Samkvæmt AP fréttaveitunni viðurkennir Spears að það fyrirkomulag hafi verið nauðsynlegt og hafi líklega bjargað ferli hennar. Lögfræðingurinn Andrew Wallet steig til hliðar í fyrra og faðir Spears tók þá alfarið við. Hann hætti fljótt í kjölfarið að stýra lífi dóttur sinnar og vísaði til heilsuvandræða sinna. Hann hélt þó völdum sínum yfir fjármálum hennar. Í ágúst mótmælti Spears því harðlega að faðir hennar tæki aftur við sem lögráðamaður hennar. Sagðist hún vilja annan aðila í hlutverkið. Í september krafðist hún þess einnig að fyrirtækið Bessemer Trust tæki við sem fjárvörsluaðili hennar. James Spears hefur lagt til að hann muni starfa með Bessemer Trust en Britney Spears hefur mótmælt því og segir að slíkt fyrirkomulag muni aldrei heppnast. Hún segir að faðir hennar megi ekki koma að fjármálum hennar lengur. Í gögnum lögmanns er haft eftir henni að faðir hennar sá augljóslega að reyna að ná aftur fullum tökum á eigum hennar og það gegn mótmælum hennar. James Spears segist aftur á móti hafa unnið vinnu sína vel. Hann hafi fært dóttur sína úr skuld og að nú eigi hún rúmar 60 milljónir dala. Á sama tíma hafi hann reynt að bæta heilsu dóttur sinnar, sameina hana og börn hennar aftur og að endurlífga feril hennar sem söngkona. Hann segir að eina markmið hans hafi verið að vernda dóttur sína gegn aðilum sem hafi viljað notfæra sér hana. Í grein AP kemur einnig fram að í skjölum málsins segi Britney Spears að hún hafi í raun fengið of mikið næði undanfarin ár. Hún hafi tekið #FreeBritney hreyfingunni svokölluðu fagnandi þar sem faðir hennar hafi allt of oft komið í veg fyrir að upplýsingar um hana hafi borist til almennings. Málflutningurinn sem hefst í kvöld verður að öllum líkindum lokaður almenningi. AP segir óljóst hvort að niðurstaða fáist strax í málið og að dómarinn gæti gefið sér frest til að komast að niðurstöðu eða framlengja málflutning.
Bandaríkin Tónlist Hollywood Sjálfræðisbarátta Britney Spears Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fleiri fréttir Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Sjá meira