Eigandi starfsmannaleigu fær tveggja ára dóm fyrir skattsvik Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. nóvember 2020 15:27 Ingimar Skúli Sævarsson hefur verið umsvifamikill í starfsmannaleiguhaldi undanfarin ár. Ingimar Skúli Sævarsson hefur verið dæmdur í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi fyrir meiriháttarbrot gegn skattalögum og peningaþvætti, bæði sem framkvæmdastjóri einkahlutafélagsins og starfsmannaleigunnar Verkleigan og sjálfur persónulega. Dómurinn var kveðinn upp þann 15. október í Héraðsdómi Reykjavíkur en ekki birtur á vefsíðu dómstólsins fyrr en í dag. 87 milljónir nýttar í reksturinn Ingimar Skúli var ákærður fyrir að hafa sem stjórnandi og eigandi leigunnar komið sér undan að greiða um 87 milljónir króna í skatta árið 2017. Annars vegar 57 milljónir króna vegna skila á efnislega röngum virðisaukaskattsskýrslum og hins vegar fyrir að hafa ekki staðið skil á 30 milljónum króna í staðgreiðslu opinberra gjalda fyrir Verkleiguna. Ákæruliðurinn sem fjallar um peningaþvætti snýr að því að hafa nýtt milljónirnar 87 í þágu rekstrar félagsins. Þá var Ingimar Skúli einnig ákærður fyrir meiriháttar brot gegn skattalögum og lögum um bókhald og peningaþvætti með því að hafa skilað efnislega röngu skattframtali fyrir árið 2013 og ekki skilað skattframtali árin 2015-2018 vegna áranna á undan. Vantaldi hann tekjur upp á 66 milljónir króna yfir þetta tímabil og komst þannig undan greiðslu tekjuskatts og útsvars rúmlega 27 milljóna króna. Neitaði fyrst en játaði svo Málið átti að þingfesta í mars en var frestað fram í maí vegna kórónuveirufaraldursins. Ingimar neitaði sök við þingfestingu í maí en breytti afstöðu sinni í september og játaði skýlaust sök. Lagði hann þá fram skattframtöl sín vegna áranna 2013-2017 og afrit af tveimur kærum sem hann lagði fram hjá lögreglu. Annars vegar vegna árásar og skemmdarverka í febrúar 2018 og hins vegar vegna fjárdráttar, fjársvika, skjalafals og skipulagðrar glæpastarfsemi dagsett í apríl 2018. Héraðsdómur Reykjavíkur mat tveggja ára skilorðsbundið fangelsi hæfilega refsingu í ljósi skýlausrar játningar en jafnframt þar sem brot hans námu háum fjárhæðum og náðu yfir langt tímabil. Manngildi og Menn í vinnu Ingimar Skúli stofnaði starfsmannaleiguna Verkleiguna með Höllu Rut Bjarnadóttur árið 2016. Svo fór að miklar deilur sköpuðust milli þeirra tveggja sem stofnuðu nýjar leigur í kjölfar gjaldþrots Verkleigunnar. Ingimar Skúli stofnaði Manngildi og Halla Rut starfsmannaleiguna Menn í vinnu. Málefni starfsmannaleigunnar Manngildis voru einnig á borði lögreglunnar um tíma. Lögreglu grunaði að fölsuð vegabréf hafi verið notuð til að útvega níu erlendum starfsmönnum Manngildis kennitölu hjá Þjóðskrá. Réðst hún því til atlögu á skrifstofur fyrirtækisins í Kópavogi og leiddi tíu manns út í járnum, þeirra á meðal var eigandinn Ingimar. Honum þótti lögreglan hafi farið offari og misbeitt valdi sínu í aðgerðum sínum. Lögfræðingur starfsmannaleigunnar, Tryggvi Agnarsson, sagði í samtali við fréttastofu að starfsemin og Ingimar hafi verið dregna inn í málið að óþörfu. Ingimar var laus ferða sinna eftir skýrslutöku. Brot á siðareglum lögmanna? Deilum um Manngildi var þó ekki lokið þar. Lögmaðurinn Tryggvi var sakaður af forsvarsmönnum Manna í vinnu um að hafa „brotið alvarlega og ítrekað gegn ákvæðum siðareglna lögmanna,“ með ummælum sínum í viðtali við Vísi í fyrra, meðan vegabréfarannsóknin stóð sem hæst. Þar sagði Tryggvi, og átti þar við Ingimar skjólstæðing sinn: „Hann kom ekki inn í verkleiguna sem var hreinsuð að innan af glæpalýðnum fyrr en í október í fyrra,“ sagði Tryggvi. Það eru allar líkur að þessi kona og samstarfsmenn hennar hafi staðið að þessu.“ Vísaði hann til harðvítugra deilna milli Ingimars Skúla og Höllu Rutar meðan samstarfi þeirra stóð. Dómsmál Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Sjá meira
Ingimar Skúli Sævarsson hefur verið dæmdur í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi fyrir meiriháttarbrot gegn skattalögum og peningaþvætti, bæði sem framkvæmdastjóri einkahlutafélagsins og starfsmannaleigunnar Verkleigan og sjálfur persónulega. Dómurinn var kveðinn upp þann 15. október í Héraðsdómi Reykjavíkur en ekki birtur á vefsíðu dómstólsins fyrr en í dag. 87 milljónir nýttar í reksturinn Ingimar Skúli var ákærður fyrir að hafa sem stjórnandi og eigandi leigunnar komið sér undan að greiða um 87 milljónir króna í skatta árið 2017. Annars vegar 57 milljónir króna vegna skila á efnislega röngum virðisaukaskattsskýrslum og hins vegar fyrir að hafa ekki staðið skil á 30 milljónum króna í staðgreiðslu opinberra gjalda fyrir Verkleiguna. Ákæruliðurinn sem fjallar um peningaþvætti snýr að því að hafa nýtt milljónirnar 87 í þágu rekstrar félagsins. Þá var Ingimar Skúli einnig ákærður fyrir meiriháttar brot gegn skattalögum og lögum um bókhald og peningaþvætti með því að hafa skilað efnislega röngu skattframtali fyrir árið 2013 og ekki skilað skattframtali árin 2015-2018 vegna áranna á undan. Vantaldi hann tekjur upp á 66 milljónir króna yfir þetta tímabil og komst þannig undan greiðslu tekjuskatts og útsvars rúmlega 27 milljóna króna. Neitaði fyrst en játaði svo Málið átti að þingfesta í mars en var frestað fram í maí vegna kórónuveirufaraldursins. Ingimar neitaði sök við þingfestingu í maí en breytti afstöðu sinni í september og játaði skýlaust sök. Lagði hann þá fram skattframtöl sín vegna áranna 2013-2017 og afrit af tveimur kærum sem hann lagði fram hjá lögreglu. Annars vegar vegna árásar og skemmdarverka í febrúar 2018 og hins vegar vegna fjárdráttar, fjársvika, skjalafals og skipulagðrar glæpastarfsemi dagsett í apríl 2018. Héraðsdómur Reykjavíkur mat tveggja ára skilorðsbundið fangelsi hæfilega refsingu í ljósi skýlausrar játningar en jafnframt þar sem brot hans námu háum fjárhæðum og náðu yfir langt tímabil. Manngildi og Menn í vinnu Ingimar Skúli stofnaði starfsmannaleiguna Verkleiguna með Höllu Rut Bjarnadóttur árið 2016. Svo fór að miklar deilur sköpuðust milli þeirra tveggja sem stofnuðu nýjar leigur í kjölfar gjaldþrots Verkleigunnar. Ingimar Skúli stofnaði Manngildi og Halla Rut starfsmannaleiguna Menn í vinnu. Málefni starfsmannaleigunnar Manngildis voru einnig á borði lögreglunnar um tíma. Lögreglu grunaði að fölsuð vegabréf hafi verið notuð til að útvega níu erlendum starfsmönnum Manngildis kennitölu hjá Þjóðskrá. Réðst hún því til atlögu á skrifstofur fyrirtækisins í Kópavogi og leiddi tíu manns út í járnum, þeirra á meðal var eigandinn Ingimar. Honum þótti lögreglan hafi farið offari og misbeitt valdi sínu í aðgerðum sínum. Lögfræðingur starfsmannaleigunnar, Tryggvi Agnarsson, sagði í samtali við fréttastofu að starfsemin og Ingimar hafi verið dregna inn í málið að óþörfu. Ingimar var laus ferða sinna eftir skýrslutöku. Brot á siðareglum lögmanna? Deilum um Manngildi var þó ekki lokið þar. Lögmaðurinn Tryggvi var sakaður af forsvarsmönnum Manna í vinnu um að hafa „brotið alvarlega og ítrekað gegn ákvæðum siðareglna lögmanna,“ með ummælum sínum í viðtali við Vísi í fyrra, meðan vegabréfarannsóknin stóð sem hæst. Þar sagði Tryggvi, og átti þar við Ingimar skjólstæðing sinn: „Hann kom ekki inn í verkleiguna sem var hreinsuð að innan af glæpalýðnum fyrr en í október í fyrra,“ sagði Tryggvi. Það eru allar líkur að þessi kona og samstarfsmenn hennar hafi staðið að þessu.“ Vísaði hann til harðvítugra deilna milli Ingimars Skúla og Höllu Rutar meðan samstarfi þeirra stóð.
Dómsmál Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Sjá meira