Eigandi starfsmannaleigu fær tveggja ára dóm fyrir skattsvik Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. nóvember 2020 15:27 Ingimar Skúli Sævarsson hefur verið umsvifamikill í starfsmannaleiguhaldi undanfarin ár. Ingimar Skúli Sævarsson hefur verið dæmdur í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi fyrir meiriháttarbrot gegn skattalögum og peningaþvætti, bæði sem framkvæmdastjóri einkahlutafélagsins og starfsmannaleigunnar Verkleigan og sjálfur persónulega. Dómurinn var kveðinn upp þann 15. október í Héraðsdómi Reykjavíkur en ekki birtur á vefsíðu dómstólsins fyrr en í dag. 87 milljónir nýttar í reksturinn Ingimar Skúli var ákærður fyrir að hafa sem stjórnandi og eigandi leigunnar komið sér undan að greiða um 87 milljónir króna í skatta árið 2017. Annars vegar 57 milljónir króna vegna skila á efnislega röngum virðisaukaskattsskýrslum og hins vegar fyrir að hafa ekki staðið skil á 30 milljónum króna í staðgreiðslu opinberra gjalda fyrir Verkleiguna. Ákæruliðurinn sem fjallar um peningaþvætti snýr að því að hafa nýtt milljónirnar 87 í þágu rekstrar félagsins. Þá var Ingimar Skúli einnig ákærður fyrir meiriháttar brot gegn skattalögum og lögum um bókhald og peningaþvætti með því að hafa skilað efnislega röngu skattframtali fyrir árið 2013 og ekki skilað skattframtali árin 2015-2018 vegna áranna á undan. Vantaldi hann tekjur upp á 66 milljónir króna yfir þetta tímabil og komst þannig undan greiðslu tekjuskatts og útsvars rúmlega 27 milljóna króna. Neitaði fyrst en játaði svo Málið átti að þingfesta í mars en var frestað fram í maí vegna kórónuveirufaraldursins. Ingimar neitaði sök við þingfestingu í maí en breytti afstöðu sinni í september og játaði skýlaust sök. Lagði hann þá fram skattframtöl sín vegna áranna 2013-2017 og afrit af tveimur kærum sem hann lagði fram hjá lögreglu. Annars vegar vegna árásar og skemmdarverka í febrúar 2018 og hins vegar vegna fjárdráttar, fjársvika, skjalafals og skipulagðrar glæpastarfsemi dagsett í apríl 2018. Héraðsdómur Reykjavíkur mat tveggja ára skilorðsbundið fangelsi hæfilega refsingu í ljósi skýlausrar játningar en jafnframt þar sem brot hans námu háum fjárhæðum og náðu yfir langt tímabil. Manngildi og Menn í vinnu Ingimar Skúli stofnaði starfsmannaleiguna Verkleiguna með Höllu Rut Bjarnadóttur árið 2016. Svo fór að miklar deilur sköpuðust milli þeirra tveggja sem stofnuðu nýjar leigur í kjölfar gjaldþrots Verkleigunnar. Ingimar Skúli stofnaði Manngildi og Halla Rut starfsmannaleiguna Menn í vinnu. Málefni starfsmannaleigunnar Manngildis voru einnig á borði lögreglunnar um tíma. Lögreglu grunaði að fölsuð vegabréf hafi verið notuð til að útvega níu erlendum starfsmönnum Manngildis kennitölu hjá Þjóðskrá. Réðst hún því til atlögu á skrifstofur fyrirtækisins í Kópavogi og leiddi tíu manns út í járnum, þeirra á meðal var eigandinn Ingimar. Honum þótti lögreglan hafi farið offari og misbeitt valdi sínu í aðgerðum sínum. Lögfræðingur starfsmannaleigunnar, Tryggvi Agnarsson, sagði í samtali við fréttastofu að starfsemin og Ingimar hafi verið dregna inn í málið að óþörfu. Ingimar var laus ferða sinna eftir skýrslutöku. Brot á siðareglum lögmanna? Deilum um Manngildi var þó ekki lokið þar. Lögmaðurinn Tryggvi var sakaður af forsvarsmönnum Manna í vinnu um að hafa „brotið alvarlega og ítrekað gegn ákvæðum siðareglna lögmanna,“ með ummælum sínum í viðtali við Vísi í fyrra, meðan vegabréfarannsóknin stóð sem hæst. Þar sagði Tryggvi, og átti þar við Ingimar skjólstæðing sinn: „Hann kom ekki inn í verkleiguna sem var hreinsuð að innan af glæpalýðnum fyrr en í október í fyrra,“ sagði Tryggvi. Það eru allar líkur að þessi kona og samstarfsmenn hennar hafi staðið að þessu.“ Vísaði hann til harðvítugra deilna milli Ingimars Skúla og Höllu Rutar meðan samstarfi þeirra stóð. Dómsmál Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Viðskipti innlent Fjögur skip hefja leit að loðnu Viðskipti innlent Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Ingimar Skúli Sævarsson hefur verið dæmdur í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi fyrir meiriháttarbrot gegn skattalögum og peningaþvætti, bæði sem framkvæmdastjóri einkahlutafélagsins og starfsmannaleigunnar Verkleigan og sjálfur persónulega. Dómurinn var kveðinn upp þann 15. október í Héraðsdómi Reykjavíkur en ekki birtur á vefsíðu dómstólsins fyrr en í dag. 87 milljónir nýttar í reksturinn Ingimar Skúli var ákærður fyrir að hafa sem stjórnandi og eigandi leigunnar komið sér undan að greiða um 87 milljónir króna í skatta árið 2017. Annars vegar 57 milljónir króna vegna skila á efnislega röngum virðisaukaskattsskýrslum og hins vegar fyrir að hafa ekki staðið skil á 30 milljónum króna í staðgreiðslu opinberra gjalda fyrir Verkleiguna. Ákæruliðurinn sem fjallar um peningaþvætti snýr að því að hafa nýtt milljónirnar 87 í þágu rekstrar félagsins. Þá var Ingimar Skúli einnig ákærður fyrir meiriháttar brot gegn skattalögum og lögum um bókhald og peningaþvætti með því að hafa skilað efnislega röngu skattframtali fyrir árið 2013 og ekki skilað skattframtali árin 2015-2018 vegna áranna á undan. Vantaldi hann tekjur upp á 66 milljónir króna yfir þetta tímabil og komst þannig undan greiðslu tekjuskatts og útsvars rúmlega 27 milljóna króna. Neitaði fyrst en játaði svo Málið átti að þingfesta í mars en var frestað fram í maí vegna kórónuveirufaraldursins. Ingimar neitaði sök við þingfestingu í maí en breytti afstöðu sinni í september og játaði skýlaust sök. Lagði hann þá fram skattframtöl sín vegna áranna 2013-2017 og afrit af tveimur kærum sem hann lagði fram hjá lögreglu. Annars vegar vegna árásar og skemmdarverka í febrúar 2018 og hins vegar vegna fjárdráttar, fjársvika, skjalafals og skipulagðrar glæpastarfsemi dagsett í apríl 2018. Héraðsdómur Reykjavíkur mat tveggja ára skilorðsbundið fangelsi hæfilega refsingu í ljósi skýlausrar játningar en jafnframt þar sem brot hans námu háum fjárhæðum og náðu yfir langt tímabil. Manngildi og Menn í vinnu Ingimar Skúli stofnaði starfsmannaleiguna Verkleiguna með Höllu Rut Bjarnadóttur árið 2016. Svo fór að miklar deilur sköpuðust milli þeirra tveggja sem stofnuðu nýjar leigur í kjölfar gjaldþrots Verkleigunnar. Ingimar Skúli stofnaði Manngildi og Halla Rut starfsmannaleiguna Menn í vinnu. Málefni starfsmannaleigunnar Manngildis voru einnig á borði lögreglunnar um tíma. Lögreglu grunaði að fölsuð vegabréf hafi verið notuð til að útvega níu erlendum starfsmönnum Manngildis kennitölu hjá Þjóðskrá. Réðst hún því til atlögu á skrifstofur fyrirtækisins í Kópavogi og leiddi tíu manns út í járnum, þeirra á meðal var eigandinn Ingimar. Honum þótti lögreglan hafi farið offari og misbeitt valdi sínu í aðgerðum sínum. Lögfræðingur starfsmannaleigunnar, Tryggvi Agnarsson, sagði í samtali við fréttastofu að starfsemin og Ingimar hafi verið dregna inn í málið að óþörfu. Ingimar var laus ferða sinna eftir skýrslutöku. Brot á siðareglum lögmanna? Deilum um Manngildi var þó ekki lokið þar. Lögmaðurinn Tryggvi var sakaður af forsvarsmönnum Manna í vinnu um að hafa „brotið alvarlega og ítrekað gegn ákvæðum siðareglna lögmanna,“ með ummælum sínum í viðtali við Vísi í fyrra, meðan vegabréfarannsóknin stóð sem hæst. Þar sagði Tryggvi, og átti þar við Ingimar skjólstæðing sinn: „Hann kom ekki inn í verkleiguna sem var hreinsuð að innan af glæpalýðnum fyrr en í október í fyrra,“ sagði Tryggvi. Það eru allar líkur að þessi kona og samstarfsmenn hennar hafi staðið að þessu.“ Vísaði hann til harðvítugra deilna milli Ingimars Skúla og Höllu Rutar meðan samstarfi þeirra stóð.
Dómsmál Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Viðskipti innlent Fjögur skip hefja leit að loðnu Viðskipti innlent Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira