Telur ekki óábyrgt að halda Kringlukast þrátt fyrir harðar samkomutakmarkanir Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 8. nóvember 2020 12:16 Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar. Vísir Kringlukast fer nú fram með tilheyrandi afsláttum í verslunarmiðstöðinni. Harðar samkomutakmarkanir eru í gildi og er fólki ekki ráðlagt að hópast saman. Umræða hefur verið um útsöluna á samfélagsmiðlum vegna þessa. @kringlaniceland hvernig dettur ykkur í hug að hafa kringlukast á meðan 10 manna samkomubann er í gildi og fólk er beðið um að vera ekki að fara út í margmenni? álíka mikið að gera í dag og á venjulegum laugardegi fyrir covid. þetta er fáránleg ákvörðun og græðgi.— Snædís Lilja (@snaedislilja) November 7, 2020 Framkvæmdastjóri Kringlunnar telur ekki óábyrgt að halda Kringlukast þegar hertar samkomutakmarkanir eru í gildi. „Ekki með þessum aðgerðum sem við höfum gert til þess að stuðla að því að fólk þurfi ekki að koma í hús þá tel ég að við séum að sýna ábyrga hegðun.“ „Við vorum vel meðvituð um þá áskorun sem felst í því að halda Kringlukast á þessum tímum. Þess vegna lögðum við mikla áherslu á að fólk þyrfti ekki að koma í hús til að versla við okkur,“ sagði Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar. Kinglan. Áhersla var lögð á söluvefinn auk þess sem boðið er upp á ókeypis heimsendingu. „Allar sóttvarnir, gímuskylda og annað sem hefur verið innleitt í Kringluna bæði að okkar eigin frumkvæði og svo gestanna sjálfra sem hefur sýnt okkur að við höfum ekki orðið fyrir sérstökum árekstrum í kringum þetta,“ sagði Sigurjón. Engar sérstakar áhyggjur af jólaverslun Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir segist ekki hafa miklar áhyggjur af jólaverslun. „Ég hef alltaf áhyggjur þegar fólk er að hópast saman og gæta sín ekki. Hópamyndun er uppspretta þess að smit fari á stað aftur en ég hef engar sérstakar áhyggjur af jólaverslun eins og staðan er núna. Þetta er eitthvað sem við skoðum í framhaldinu,“ sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Sigurjón segir aðsókn í hús ekki hafa tekið miklum breytingum frá hefðbundnum dögum. „Kannski einhver 10-15% aukning í aðsókn frá hefðbundnum dögum þannig áherslan og álagið hefur fyrst og fremst verið í gegum netið og útkeyrsluna.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kringlan Verslun Samkomubann á Íslandi Reykjavík Mest lesið Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Viðskipti innlent Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Fleiri fréttir Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Sjá meira
Kringlukast fer nú fram með tilheyrandi afsláttum í verslunarmiðstöðinni. Harðar samkomutakmarkanir eru í gildi og er fólki ekki ráðlagt að hópast saman. Umræða hefur verið um útsöluna á samfélagsmiðlum vegna þessa. @kringlaniceland hvernig dettur ykkur í hug að hafa kringlukast á meðan 10 manna samkomubann er í gildi og fólk er beðið um að vera ekki að fara út í margmenni? álíka mikið að gera í dag og á venjulegum laugardegi fyrir covid. þetta er fáránleg ákvörðun og græðgi.— Snædís Lilja (@snaedislilja) November 7, 2020 Framkvæmdastjóri Kringlunnar telur ekki óábyrgt að halda Kringlukast þegar hertar samkomutakmarkanir eru í gildi. „Ekki með þessum aðgerðum sem við höfum gert til þess að stuðla að því að fólk þurfi ekki að koma í hús þá tel ég að við séum að sýna ábyrga hegðun.“ „Við vorum vel meðvituð um þá áskorun sem felst í því að halda Kringlukast á þessum tímum. Þess vegna lögðum við mikla áherslu á að fólk þyrfti ekki að koma í hús til að versla við okkur,“ sagði Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar. Kinglan. Áhersla var lögð á söluvefinn auk þess sem boðið er upp á ókeypis heimsendingu. „Allar sóttvarnir, gímuskylda og annað sem hefur verið innleitt í Kringluna bæði að okkar eigin frumkvæði og svo gestanna sjálfra sem hefur sýnt okkur að við höfum ekki orðið fyrir sérstökum árekstrum í kringum þetta,“ sagði Sigurjón. Engar sérstakar áhyggjur af jólaverslun Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir segist ekki hafa miklar áhyggjur af jólaverslun. „Ég hef alltaf áhyggjur þegar fólk er að hópast saman og gæta sín ekki. Hópamyndun er uppspretta þess að smit fari á stað aftur en ég hef engar sérstakar áhyggjur af jólaverslun eins og staðan er núna. Þetta er eitthvað sem við skoðum í framhaldinu,“ sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Sigurjón segir aðsókn í hús ekki hafa tekið miklum breytingum frá hefðbundnum dögum. „Kannski einhver 10-15% aukning í aðsókn frá hefðbundnum dögum þannig áherslan og álagið hefur fyrst og fremst verið í gegum netið og útkeyrsluna.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kringlan Verslun Samkomubann á Íslandi Reykjavík Mest lesið Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Viðskipti innlent Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Fleiri fréttir Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Sjá meira