Táraðist í beinni eftir sigur Biden Sylvía Hall skrifar 7. nóvember 2020 22:46 Það var tilfinningaþrungin stund fyrir Van Jones þegar ljóst var að Joe Biden hafði tryggt sér þá kjörmenn sem hann þurfti. CNN Van Jones, álitsgjafi CNN í bandarísku forsetakosningunum, brotnaði niður í beinni útsendingu eftir að sjónvarpsstöðin lýsti Joe Biden sem sigurvegara bandarísku forsetakosninganna. Á þeim tímapunkti virtist liggja fyrir að Biden myndi fara með sigur úr býtum í Pennsylvaníu, sem tryggði honum sigurinn. „Það er auðveldara að vera foreldri þennan morguninn, það er auðveldara að vera pabbi. Það er auðveldara að segja börnunum þínum að hvernig manneskja þú ert skiptir máli. Það skiptir máli að segja sannleikann. Það skiptir máli að vera góð manneskja,“ sagði Jones eftir tilkynninguna. Hann sagði kjör Biden stórmál fyrir marga hópa í Bandaríkjunum sem hafa átt undir högg að sækja undanfarin ár. Minnihlutahópar þyrftu ekki að óttast óvissuna eins mikið undir stjórn Biden. Today is a good day. It’s easier to be a parent this morning.Character MATTERS.Being a good person MATTERS.This is a big deal.It’s easy to do it the cheap way and get away with stuff — but it comes back around. Today is a good day.#PresidentBiden#VotersDecided pic.twitter.com/h8YgZK4nmk— Van Jones (@VanJones68) November 7, 2020 „Það er auðveldara fyrir marga. Ef þú ert múslimi í þessu landi, þá þarftu ekki lengur að hafa áhyggjur af því að forsetinn vilji ekki hafa þig hér. Ef þú ert innflytjandi, þá þarftu ekki að hafa áhyggjur af því að forsetinn taki glaður börnin í burtu eða sendi „dreamers“ til baka að ástæðulausu,“ sagði Jones og vísaði þar til DACA-löggjafarinnar sem Donald Trump ætlaði að afnema. Fjölmörg börn innflytjenda gátu stundað nám og sótt um atvinnuleyfi í landinu á grundvelli þeirrar löggjafar og voru þau gjarnan kölluð „dreamers“. Hann sagðist finna til með fólkinu sem tapaði í kosningunum, og þó að dagurinn væri góður fyrir marga væri hann kannski ekki jafn góður fyrir það. Sigurinn væri þó mikið fagnaðarefni fyrir marga. „Þetta er uppreist æru fyrir marga sem hafa þurft að þjást,“ sagði Jones og minntist til að mynda baráttu svartra í Bandaríkjunum í kjölfar dauða George Floyd. Hann sagði rasismann í Bandaríkjunum hafa farið stigvaxandi undanfarin ár. „Þetta er stórmál fyrir okkur, bara til þess að fá smá frið. Fá tækifæri til að byrja upp á nýtt.“ Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Fjölmiðlar Joe Biden Tengdar fréttir Ótrúleg fagnaðarlæti víða um Bandaríkin eftir að sigri Biden var lýst yfir Augu heimsbyggðarinnar voru á Pennsylvaníu í dag á meðan beðið var eftir úrslitum forsetakosninganna í Bandaríkjunum. 7. nóvember 2020 19:36 „Þetta er ekki búið! Falsfréttir!“ Stuðningsmenn Donald Trump virðast taka fréttum af sigri Joe Biden illa, ef marka má fjölmiðla vestanhafs. 7. nóvember 2020 21:22 Pennsylvanía færir Biden sigurinn Demókratinn Joe Biden hefur nú tryggt sér þá 270 kjörmenn sem þarf til að sigra í forsetakosningunum í Bandaríkjunum eftir hann sigldi fram úr Donald Trump í talningu í Pennsylvaníu. CNN lýsti Biden sigurvegara í ríkinu. 7. nóvember 2020 16:33 Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Kossaflens á klúbbnum Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Fleiri fréttir Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Sjá meira
Van Jones, álitsgjafi CNN í bandarísku forsetakosningunum, brotnaði niður í beinni útsendingu eftir að sjónvarpsstöðin lýsti Joe Biden sem sigurvegara bandarísku forsetakosninganna. Á þeim tímapunkti virtist liggja fyrir að Biden myndi fara með sigur úr býtum í Pennsylvaníu, sem tryggði honum sigurinn. „Það er auðveldara að vera foreldri þennan morguninn, það er auðveldara að vera pabbi. Það er auðveldara að segja börnunum þínum að hvernig manneskja þú ert skiptir máli. Það skiptir máli að segja sannleikann. Það skiptir máli að vera góð manneskja,“ sagði Jones eftir tilkynninguna. Hann sagði kjör Biden stórmál fyrir marga hópa í Bandaríkjunum sem hafa átt undir högg að sækja undanfarin ár. Minnihlutahópar þyrftu ekki að óttast óvissuna eins mikið undir stjórn Biden. Today is a good day. It’s easier to be a parent this morning.Character MATTERS.Being a good person MATTERS.This is a big deal.It’s easy to do it the cheap way and get away with stuff — but it comes back around. Today is a good day.#PresidentBiden#VotersDecided pic.twitter.com/h8YgZK4nmk— Van Jones (@VanJones68) November 7, 2020 „Það er auðveldara fyrir marga. Ef þú ert múslimi í þessu landi, þá þarftu ekki lengur að hafa áhyggjur af því að forsetinn vilji ekki hafa þig hér. Ef þú ert innflytjandi, þá þarftu ekki að hafa áhyggjur af því að forsetinn taki glaður börnin í burtu eða sendi „dreamers“ til baka að ástæðulausu,“ sagði Jones og vísaði þar til DACA-löggjafarinnar sem Donald Trump ætlaði að afnema. Fjölmörg börn innflytjenda gátu stundað nám og sótt um atvinnuleyfi í landinu á grundvelli þeirrar löggjafar og voru þau gjarnan kölluð „dreamers“. Hann sagðist finna til með fólkinu sem tapaði í kosningunum, og þó að dagurinn væri góður fyrir marga væri hann kannski ekki jafn góður fyrir það. Sigurinn væri þó mikið fagnaðarefni fyrir marga. „Þetta er uppreist æru fyrir marga sem hafa þurft að þjást,“ sagði Jones og minntist til að mynda baráttu svartra í Bandaríkjunum í kjölfar dauða George Floyd. Hann sagði rasismann í Bandaríkjunum hafa farið stigvaxandi undanfarin ár. „Þetta er stórmál fyrir okkur, bara til þess að fá smá frið. Fá tækifæri til að byrja upp á nýtt.“
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Fjölmiðlar Joe Biden Tengdar fréttir Ótrúleg fagnaðarlæti víða um Bandaríkin eftir að sigri Biden var lýst yfir Augu heimsbyggðarinnar voru á Pennsylvaníu í dag á meðan beðið var eftir úrslitum forsetakosninganna í Bandaríkjunum. 7. nóvember 2020 19:36 „Þetta er ekki búið! Falsfréttir!“ Stuðningsmenn Donald Trump virðast taka fréttum af sigri Joe Biden illa, ef marka má fjölmiðla vestanhafs. 7. nóvember 2020 21:22 Pennsylvanía færir Biden sigurinn Demókratinn Joe Biden hefur nú tryggt sér þá 270 kjörmenn sem þarf til að sigra í forsetakosningunum í Bandaríkjunum eftir hann sigldi fram úr Donald Trump í talningu í Pennsylvaníu. CNN lýsti Biden sigurvegara í ríkinu. 7. nóvember 2020 16:33 Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Kossaflens á klúbbnum Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Fleiri fréttir Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Sjá meira
Ótrúleg fagnaðarlæti víða um Bandaríkin eftir að sigri Biden var lýst yfir Augu heimsbyggðarinnar voru á Pennsylvaníu í dag á meðan beðið var eftir úrslitum forsetakosninganna í Bandaríkjunum. 7. nóvember 2020 19:36
„Þetta er ekki búið! Falsfréttir!“ Stuðningsmenn Donald Trump virðast taka fréttum af sigri Joe Biden illa, ef marka má fjölmiðla vestanhafs. 7. nóvember 2020 21:22
Pennsylvanía færir Biden sigurinn Demókratinn Joe Biden hefur nú tryggt sér þá 270 kjörmenn sem þarf til að sigra í forsetakosningunum í Bandaríkjunum eftir hann sigldi fram úr Donald Trump í talningu í Pennsylvaníu. CNN lýsti Biden sigurvegara í ríkinu. 7. nóvember 2020 16:33