Ætlar að láta endurskoða riðuvarnir á Íslandi Kolbeinn Tumi Daðason og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 6. nóvember 2020 12:56 Kristján Þór Júlíusson hrósar öllum aðilum í riðumálinu sem hafi unnið vel í svo ömurlegu máli. Vísir/Vilhelm Kristján Þór Júlíusson landbúnaðarráðherra segir tímabært að endurskoða allt starf hér á landi er varðar riðuvarnir. Förgun fjár í brennslustöð Kölku í Helguvík er hafin að sögn ráðherra. „Samstarf við bændur og sveitarfélag, samstarf stofnana og ráðuneyta, hefur gengið mjög vel. Allir sem að þessu verki koma eru mjög einbeittir í því að gera þetta með sem fumlausasta hætti. Ég vil fá að nota tækiæfrið og þakka öllum sem að þessu verki hafa komið, fyrir þeirra framlag til að þetta geti gengið eins vel fyrir sig og unnt er. Jafnömurlegt og málið sjálft er,“ segir Kristján Þór. „Förgunin mun eiga sér stað annars vegar með brennslu hjá Kölku og það sem út af stendur veðrur svo urðað í Skagafirði, á gömlum urðunarstað. Ég vænti þess að öll leyfi þar að lútandi verði frágengin í dag.“ Gunnar Sigurðsson, bóndi á Stóru-Ökrum með á sjöunda hundrað fjár sem fargað var í gær, kallaði eftir því í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að vísinda- og bændasamfélagið nýti harmleikinn í Skagafirði sem hvatningu til að viða að sér meiri þekkingu. Riða hefur greinst á fjórum bæjum í Akrahreppi.Vísir/Vilhelm „Flest öll sauðfjárræktarhéruð í heiminum eru að berjast við riðu í einhverjum mæli og samt erum við ekki komin lengra í þekkingu á sjúkdómnum, það er kannski það sem er ótrúlegast.“ Kristján Þór talar á svipuðum nótum. „Ég hef átt viðræður við Matvælastofnun og yfirdýralækni um að við förum yfir það hvernig okkar starfi í riðuvörnum hefur verið háttað á undanförnum áratugum. Ég tel tímabært að endurskoða allt starf okkar í þeim efnum.“ Bændum verða greiddar bætur lögum samkvæmt að sögn Kristjáns Þórs. „Það er allt gert og allir eru af vilja gerðir og hún er til fyrirmyndar í sjálfu sér, öll umgjörð í kringum þetta frá hinu opinbera. En fjárhagslegar bætur geta aldrei bætt tilfinningalegt tjón,“ sagði Gunnar bóndi á Stóru-Ökrum í gær. Riða í Skagafirði Landbúnaður Dýraheilbrigði Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Kristján Þór Júlíusson landbúnaðarráðherra segir tímabært að endurskoða allt starf hér á landi er varðar riðuvarnir. Förgun fjár í brennslustöð Kölku í Helguvík er hafin að sögn ráðherra. „Samstarf við bændur og sveitarfélag, samstarf stofnana og ráðuneyta, hefur gengið mjög vel. Allir sem að þessu verki koma eru mjög einbeittir í því að gera þetta með sem fumlausasta hætti. Ég vil fá að nota tækiæfrið og þakka öllum sem að þessu verki hafa komið, fyrir þeirra framlag til að þetta geti gengið eins vel fyrir sig og unnt er. Jafnömurlegt og málið sjálft er,“ segir Kristján Þór. „Förgunin mun eiga sér stað annars vegar með brennslu hjá Kölku og það sem út af stendur veðrur svo urðað í Skagafirði, á gömlum urðunarstað. Ég vænti þess að öll leyfi þar að lútandi verði frágengin í dag.“ Gunnar Sigurðsson, bóndi á Stóru-Ökrum með á sjöunda hundrað fjár sem fargað var í gær, kallaði eftir því í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að vísinda- og bændasamfélagið nýti harmleikinn í Skagafirði sem hvatningu til að viða að sér meiri þekkingu. Riða hefur greinst á fjórum bæjum í Akrahreppi.Vísir/Vilhelm „Flest öll sauðfjárræktarhéruð í heiminum eru að berjast við riðu í einhverjum mæli og samt erum við ekki komin lengra í þekkingu á sjúkdómnum, það er kannski það sem er ótrúlegast.“ Kristján Þór talar á svipuðum nótum. „Ég hef átt viðræður við Matvælastofnun og yfirdýralækni um að við förum yfir það hvernig okkar starfi í riðuvörnum hefur verið háttað á undanförnum áratugum. Ég tel tímabært að endurskoða allt starf okkar í þeim efnum.“ Bændum verða greiddar bætur lögum samkvæmt að sögn Kristjáns Þórs. „Það er allt gert og allir eru af vilja gerðir og hún er til fyrirmyndar í sjálfu sér, öll umgjörð í kringum þetta frá hinu opinbera. En fjárhagslegar bætur geta aldrei bætt tilfinningalegt tjón,“ sagði Gunnar bóndi á Stóru-Ökrum í gær.
Riða í Skagafirði Landbúnaður Dýraheilbrigði Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira