Ábyrg leið til uppbyggingar er fjármögnuð og græn Ellen Calmon skrifar 6. nóvember 2020 10:30 Í dag hefst landsfundur Samfylkingarinnar þar sem jafnaðarfólk fylkist um framtíðarsýnina Ábyrg leið - úr atvinnukreppu til grænnar framtíðar. Landsfundurinn er með breyttu sniði í ljósi heimsfaraldursins þar sem félagsfólk hittist nú á skjánum, ræðir framtíð samfélagsins, setur sér stefnu og ályktar, kýs fólk í trúnaðarstöður og þéttir raðirnar. En öll söknum við þess að hittast ekki í raun og drekka kaffi saman, eins og á almennilegum fundi. Við finnum öll fyrir ógnarvaldi faraldursins og við gerum okkur svo áþreifanlega grein fyrir því að hann hefur haft og mun hafa afgerandi afleiðingar fyrir samfélagið allt. Þess vegna höfum við í Samfylkingunni sett fram skýra stefnu um hvernig við ætlum að bretta upp ermar og takast á við ástandið og afleiðingar þess. Það gerum við á ábyrgan hátt, með „Ábyrgu leiðinni“ þar höfum við lagt niður fyrir okkur hvernig við, ásamt þér lesandi góður, rífum Ísland upp úr atvinnukreppu og þeytum því fram til grænnar framtíðar. Ábyrga leiðin felur í sér græna uppbyggingu um land allt þar sem við leggjum meðal annars áherslu á vinnu og velferð, fjölgun starfa, eflingu Tækniþróunarsjóðs, aukin framlög til launasjóða listamanna og hröðun orkuskipta svo eitthvað sé nefnt. Ábyrga leið Samfylkingarinnar hefur verið kostnaðarmetin. Heildarkostnaður áætlunarinnar nemur rúmum 80 milljörðum króna á árinu 2021 eða um 2,6 prósentum af vergri landsframleiðslu, en með þeirri fjármögnum ríkisins sem við gerum ráð fyrir í áætluninni, þá má áætla að nettókostnaður ríkissjóðs nemi um fimmtíu milljörðum króna. Þessi útgjöld eru áætluð að mestu leyti vegna tímabundinna aðgerða. Við teljum þjóðhagslega ábyrgt að fjármagna þessar aðgerðir með skuldsetningu ríkissjóðs en ekki skattahækkunum. Í ábyrgu leiðinni setjum við fram skýr og kostnaðarmetin skref. Nánar um „Ábyrgu leiðina – úr atvinnukreppu til grænnar framtíðar“ hér. Höfundur er varaborgarfulltrúi í framboði til framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Sjá meira
Í dag hefst landsfundur Samfylkingarinnar þar sem jafnaðarfólk fylkist um framtíðarsýnina Ábyrg leið - úr atvinnukreppu til grænnar framtíðar. Landsfundurinn er með breyttu sniði í ljósi heimsfaraldursins þar sem félagsfólk hittist nú á skjánum, ræðir framtíð samfélagsins, setur sér stefnu og ályktar, kýs fólk í trúnaðarstöður og þéttir raðirnar. En öll söknum við þess að hittast ekki í raun og drekka kaffi saman, eins og á almennilegum fundi. Við finnum öll fyrir ógnarvaldi faraldursins og við gerum okkur svo áþreifanlega grein fyrir því að hann hefur haft og mun hafa afgerandi afleiðingar fyrir samfélagið allt. Þess vegna höfum við í Samfylkingunni sett fram skýra stefnu um hvernig við ætlum að bretta upp ermar og takast á við ástandið og afleiðingar þess. Það gerum við á ábyrgan hátt, með „Ábyrgu leiðinni“ þar höfum við lagt niður fyrir okkur hvernig við, ásamt þér lesandi góður, rífum Ísland upp úr atvinnukreppu og þeytum því fram til grænnar framtíðar. Ábyrga leiðin felur í sér græna uppbyggingu um land allt þar sem við leggjum meðal annars áherslu á vinnu og velferð, fjölgun starfa, eflingu Tækniþróunarsjóðs, aukin framlög til launasjóða listamanna og hröðun orkuskipta svo eitthvað sé nefnt. Ábyrga leið Samfylkingarinnar hefur verið kostnaðarmetin. Heildarkostnaður áætlunarinnar nemur rúmum 80 milljörðum króna á árinu 2021 eða um 2,6 prósentum af vergri landsframleiðslu, en með þeirri fjármögnum ríkisins sem við gerum ráð fyrir í áætluninni, þá má áætla að nettókostnaður ríkissjóðs nemi um fimmtíu milljörðum króna. Þessi útgjöld eru áætluð að mestu leyti vegna tímabundinna aðgerða. Við teljum þjóðhagslega ábyrgt að fjármagna þessar aðgerðir með skuldsetningu ríkissjóðs en ekki skattahækkunum. Í ábyrgu leiðinni setjum við fram skýr og kostnaðarmetin skref. Nánar um „Ábyrgu leiðina – úr atvinnukreppu til grænnar framtíðar“ hér. Höfundur er varaborgarfulltrúi í framboði til framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar.
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar