Fuglaflensa greinst um alla Evrópu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. nóvember 2020 23:03 Fuglaflensufaraldur virðist nú ríða yfir Evrópu en H5N8-veiran hefur greinst í Hollandi, Englandi, Rússlandi og Þýskalandi. Getty/Robert Alexander Yfirvöld í Hollandi keppast við að halda fuglaflensu sem greinst hefur á tveimur fuglabúum í skefjum. Sama veiran, H5N8, hefur greinst bæði í hænum og villtum fuglum í norðurhluta Þýskalands. Fuglabúin tvö, sem eru nærri bænum Puiflijk í austurhluta Hollands, munu þurfa að farga 200 þúsund hænum. Bæirnir tveir hafa verið girtir af og hafa bændur verið hvattir til að halda fuglum sínum innandyra. Eins og áður segir hafa hænsn í Þýskalandi einnig greinst smituð af veirunni og þar að auki hafa hænsn á bæ í Frodsham í norðvestur Englandi greinst með H5N8 og mun búið þurfa að farga 13 þúsund fuglum. H5N8-veiran er mönnum ekki hættuleg en fjárhagslegar afleiðingar geta verið miklar fyrir bú þar sem veiran greinist. Heilbrigðisyfirvöld hafa þó biðlað til fólks að snerta ekki veika eða dauða fugla. Þá sé öruggt að borða kjúklingakjöt og egg ef þau eru elduð í gegn, en veiran deyr við það. Veiran hefur einnig greinst í farfuglum frá Rússlandi en farga þurfti fjölda fugla á búum í Kostroma héraði í Rússlandi seint í síðasta mánuði í von um að hafa hemil á veirunni. Samkvæmt þýsku fréttastofunni NDR hafa meira en þúsund dauðir fuglar fundist við strönd landsins, aðallega endur og gæsir, sem eru taldir hafa dáið úr fuglaflensu. Ekki er langt síðan að skæður fuglaflensufaraldur reið yfir Þýskaland, en 2016-2017 þurfti að farga meira en níu hundruð þúsund fuglum í landinu. Holland Bretland Þýskaland Rússland Dýr Dýraheilbrigði Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fleiri fréttir Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Sjá meira
Yfirvöld í Hollandi keppast við að halda fuglaflensu sem greinst hefur á tveimur fuglabúum í skefjum. Sama veiran, H5N8, hefur greinst bæði í hænum og villtum fuglum í norðurhluta Þýskalands. Fuglabúin tvö, sem eru nærri bænum Puiflijk í austurhluta Hollands, munu þurfa að farga 200 þúsund hænum. Bæirnir tveir hafa verið girtir af og hafa bændur verið hvattir til að halda fuglum sínum innandyra. Eins og áður segir hafa hænsn í Þýskalandi einnig greinst smituð af veirunni og þar að auki hafa hænsn á bæ í Frodsham í norðvestur Englandi greinst með H5N8 og mun búið þurfa að farga 13 þúsund fuglum. H5N8-veiran er mönnum ekki hættuleg en fjárhagslegar afleiðingar geta verið miklar fyrir bú þar sem veiran greinist. Heilbrigðisyfirvöld hafa þó biðlað til fólks að snerta ekki veika eða dauða fugla. Þá sé öruggt að borða kjúklingakjöt og egg ef þau eru elduð í gegn, en veiran deyr við það. Veiran hefur einnig greinst í farfuglum frá Rússlandi en farga þurfti fjölda fugla á búum í Kostroma héraði í Rússlandi seint í síðasta mánuði í von um að hafa hemil á veirunni. Samkvæmt þýsku fréttastofunni NDR hafa meira en þúsund dauðir fuglar fundist við strönd landsins, aðallega endur og gæsir, sem eru taldir hafa dáið úr fuglaflensu. Ekki er langt síðan að skæður fuglaflensufaraldur reið yfir Þýskaland, en 2016-2017 þurfti að farga meira en níu hundruð þúsund fuglum í landinu.
Holland Bretland Þýskaland Rússland Dýr Dýraheilbrigði Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fleiri fréttir Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Sjá meira