Fuglaflensa greinst um alla Evrópu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. nóvember 2020 23:03 Fuglaflensufaraldur virðist nú ríða yfir Evrópu en H5N8-veiran hefur greinst í Hollandi, Englandi, Rússlandi og Þýskalandi. Getty/Robert Alexander Yfirvöld í Hollandi keppast við að halda fuglaflensu sem greinst hefur á tveimur fuglabúum í skefjum. Sama veiran, H5N8, hefur greinst bæði í hænum og villtum fuglum í norðurhluta Þýskalands. Fuglabúin tvö, sem eru nærri bænum Puiflijk í austurhluta Hollands, munu þurfa að farga 200 þúsund hænum. Bæirnir tveir hafa verið girtir af og hafa bændur verið hvattir til að halda fuglum sínum innandyra. Eins og áður segir hafa hænsn í Þýskalandi einnig greinst smituð af veirunni og þar að auki hafa hænsn á bæ í Frodsham í norðvestur Englandi greinst með H5N8 og mun búið þurfa að farga 13 þúsund fuglum. H5N8-veiran er mönnum ekki hættuleg en fjárhagslegar afleiðingar geta verið miklar fyrir bú þar sem veiran greinist. Heilbrigðisyfirvöld hafa þó biðlað til fólks að snerta ekki veika eða dauða fugla. Þá sé öruggt að borða kjúklingakjöt og egg ef þau eru elduð í gegn, en veiran deyr við það. Veiran hefur einnig greinst í farfuglum frá Rússlandi en farga þurfti fjölda fugla á búum í Kostroma héraði í Rússlandi seint í síðasta mánuði í von um að hafa hemil á veirunni. Samkvæmt þýsku fréttastofunni NDR hafa meira en þúsund dauðir fuglar fundist við strönd landsins, aðallega endur og gæsir, sem eru taldir hafa dáið úr fuglaflensu. Ekki er langt síðan að skæður fuglaflensufaraldur reið yfir Þýskaland, en 2016-2017 þurfti að farga meira en níu hundruð þúsund fuglum í landinu. Holland Bretland Þýskaland Rússland Dýr Dýraheilbrigði Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Fleiri fréttir Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Sjá meira
Yfirvöld í Hollandi keppast við að halda fuglaflensu sem greinst hefur á tveimur fuglabúum í skefjum. Sama veiran, H5N8, hefur greinst bæði í hænum og villtum fuglum í norðurhluta Þýskalands. Fuglabúin tvö, sem eru nærri bænum Puiflijk í austurhluta Hollands, munu þurfa að farga 200 þúsund hænum. Bæirnir tveir hafa verið girtir af og hafa bændur verið hvattir til að halda fuglum sínum innandyra. Eins og áður segir hafa hænsn í Þýskalandi einnig greinst smituð af veirunni og þar að auki hafa hænsn á bæ í Frodsham í norðvestur Englandi greinst með H5N8 og mun búið þurfa að farga 13 þúsund fuglum. H5N8-veiran er mönnum ekki hættuleg en fjárhagslegar afleiðingar geta verið miklar fyrir bú þar sem veiran greinist. Heilbrigðisyfirvöld hafa þó biðlað til fólks að snerta ekki veika eða dauða fugla. Þá sé öruggt að borða kjúklingakjöt og egg ef þau eru elduð í gegn, en veiran deyr við það. Veiran hefur einnig greinst í farfuglum frá Rússlandi en farga þurfti fjölda fugla á búum í Kostroma héraði í Rússlandi seint í síðasta mánuði í von um að hafa hemil á veirunni. Samkvæmt þýsku fréttastofunni NDR hafa meira en þúsund dauðir fuglar fundist við strönd landsins, aðallega endur og gæsir, sem eru taldir hafa dáið úr fuglaflensu. Ekki er langt síðan að skæður fuglaflensufaraldur reið yfir Þýskaland, en 2016-2017 þurfti að farga meira en níu hundruð þúsund fuglum í landinu.
Holland Bretland Þýskaland Rússland Dýr Dýraheilbrigði Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Fleiri fréttir Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Sjá meira