Straumhvörf í umönnun sjúklinga á hjúkrunarheimilum sem fá Covid-19 Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 5. nóvember 2020 15:06 Á deildinni eru tvö einkaherbergi en aðrir eru í sameiginlegu rými. Vísir/Vilhelm Sérstök Covid-19 einangrunardeild fyrir íbúa sem smitast á hjúkrunarheimilum á höfuðborgarsvæðinu og í nágrannasveitarfélögum hefur verið opnuð á Eir í Grafarvogi. Þetta er fyrsta deild sinnar tegundar hér á landi og mun valda straumhvörfum í umönnun íbúa hjúkrunarheimila sem þurfa ekki á hátækniþjónustu að halda á Landspítala. Aðeins kom upp smit á einu hjúkrunarheimili í fyrstu bylgju kórónuveirufaraldursins eða á Bergi í Bolungarvík. Í haust fór smitum á hjúkrunaheimilum hins vegar að fjölga og hafa komið upp á fjórum þeirra síðan, Eir, Hrafnistu Ísafold, á Sólvöllum á Eyrarbakka og á Mörkinni. Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu lýstu formlega yfir áhyggjum af útbreiðslu kórónuveirufaraldursins innan veggja hjúkrunarheimila í byrjun október og var farið fram á að sérstök Covid-19 deild yrði opnuð fyrir smitaða íbúa heimilana sem þyrftu ekki á umönnun að halda á hátæknisjúkrahúsi eins og Landspítalanum. Sjúkratryggingar Íslands og samtökin undirrituðu samning um slíka deild í gær til þriggja mánaðar og var hún opnuð á hjúkrunarheimilinu Eir í dag. Deildin getur tekið á móti allt að tíu sjúklingum og þar starfar heilbrigðisstarfsfólk frá nokkrum hjúkrunarheimilum og bakvarðasveitinni. Ofsakvíði við greiningu Þórdís Hulda Tómasdóttir verkefnastjóri gæðamála hjá Eir, Skjóli og Hömrum heldur utan um deildina. Þórdís Hulda Tómasdóttir verkefnastjóri gæðamála hjá Eir, Skjóli og Hömrum heldur utan um deildina.Vísir/Vilhelm „Við vorum í ágætis æfingu en við settum upp svipað fyrirkomulag þegar nokkrir íbúar smituðust á Eir í haust. Við fundum þá hvað aldraðir geta verið kvíðnir við að smitast. Fólk sem var vel ernt og hafði fylgst með fréttum fylltist ofsakvíða þegar greining kom. Við þurftum að sannfæra hina öldruðu um að það væri ekki dauðadómur þó þeir væru smitaðir og með undirliggjandi sjúkdóm. Þá þarf líka að hlúa að aðstandendum sem eru oft býsna áhyggjufullir,“ segir Þórdís. Hún segir að deildin muni breyta miklu fyrir þá íbúa hjúkrunarheimila sem smitast af kórónuveirunni því annars hefðu þeir mögulega þurft að vera einir í einangrun inná herbergjum sínum. Heilbrigðisstarfsmenn verða á vakt á deildinni allan sólahringinn.Vísir/Vilhelm „Það er allt annað að geta komið hingað og verið með öðrum sem eru að ganga í gegnum það sama, þú ert ekki einangraður einn í herbergi með erfiðum hugsunum sem geta snúist upp í hræðslu og kvíða. Hér verða alltaf heilbrigðisstarfsmenn á sólahringsvakt við umönnun og boðið uppá mikla konar þjónustu. Það er líka lögð áhersla á að gera deildina heimilislega. Þá er líka hjálplegt fyrir fólk að sjá kannski aðra sjúklinga vera að ná bata, það minnkar kvíðann. Hér er mikil samvinna, það er t.d. boðið uppá sjúkraþjálfun, iðjuþjálfun og öndunaræfingar,“ segir Þórdís. Mikið er lagt uppúr að gera deildina heimilislega fyrir sjúklinga.Vísir/Vilhelm Ólafur Helgi Samúelsson er læknir á deildinni en hann er sérfræðingur í lyf- og öldrunarlækningum á Eir og Landspítala. Ólafur Helgi Samúelsson er læknir á deildinni en hann er sérfræðingur í lyf- og öldrunarlækningum á Eir og Landspítala.Vísir/Vilhelm „Þetta úrræði er fyrst og fremst hugsað þannig að ef smit kemur upp á hjúkrunarheimili þar sem erfitt er að sinna smitvörnum og sjúklingurinn þarf ekki að leggjast inn á spítala vegna veikindanna. Sjúklingurinn er þá ekki einn á herbergi í einangrun heldur nýtur samvista við aðra í sömu stöðu og fær umönnun hjá vönum heilbrigðisstarfsmönnum,“ segir Ólafur. Hann segir umönnun aldraðra sem fá Covid-19 geta verið flókna. „Í svona veikindum eins og hjá íbúum hjúkrunarheimila sem eru með undirliggjandi sjúklinga þá koma oft upp alls konar einkenni og viðkomandi fær hér meiri þjónustu en ella. Ef sjúklingurinn þarf svo að leggjast inná spítala og fá meiri hátækniþjónustu þá er það að sjálfsögðu gert, en það er alls ekki alltaf þörf á því. Hann segir að úrræðið sé einnig fyrir aldraða á hjúkrunarheimilum sem þurfa líknandi meðferð vegna Covid-19. „Svo koma upp tilfelli þar sem fólk er að ljúka sínu lífi og þá getur verið óviðeigandi að leggjast inn á hátæknideild á spítala. Þannig að hér er líka aðstaða til að veita líknandi og lífslokameðferð ef til þess kemur,“ segir hann. Aðstandendur fá að koma í heimsókn Ólafur segir að aðstandendum hafi verið leyft að heimsækja þá sem voru veikir af Covid-19 á Eir í haust og það verði einnig heimilt núna. „Við reiknum með að hér verði leyfðar takmarkaðar heimsóknir aðstandenda en þá þurfa þeir að klæðast fullum hlífðarbúnaði líkt og heilbrigðisstarfsmenn. Það er afar mikilvægt fyrir hinn aldraða að geta fengið heimsóknir. Við gætum ítrustu sóttvarna, það eru meira segja sérstakir inngangar fyrir aðstandendur sem koma á deildina,“ segir hann. Eybjörg Hauksdóttir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu er afar ánægð með að starfsemin sé hafin. Eybjörg Hauksdóttir framkvæmdastjóri fyrirtækja í velferðarþjónustu er afar ánægð með að deildin sé komin á koppinn.Vísir/Vilhelm „Við erum virkilega ánægð með að heilbrigðisyfirvöld hafi svarað þessu kalli. Þetta er samstarf milli hjúkrunarheimila á höfuðborgarsvæðinu og í nágrannasveitarfélögum við fáum t.d. fólk frá Reykjanesi, Akranesi, Hveragerði og svo að sjálfsögðu frá höfuðborgarsvæðinu. Þá fáum við fólk úr bakvarðasveitinni til að starfa hér. Deildin er öryggisnet fyrir hjúkrunarheimilin því með þessu er komið í veg fyrir að faraldurinn breiðist út innan veggja heimilis þar sem smit kemur upp,“ segir hún að lokum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Félagsmál Eldri borgarar Landspítalinn Reykjavík Tengdar fréttir Nauðsynlegt að opna sérstaka Covid-19 deild fyrir smitaða íbúa hjúkrunarheimila Verri árangur hefur náðst í þriðju bylgju kórónuveirufaraldursins þegar kemur að hjúkrunarheimilum að sögn forstjóra Hrafnistu. Samtök fyrirtækja í velferðaþjónustu telja nauðsynlegt að koma á fót sérstakri Covid-19 deild fyrir smitaða íbúa hjúkrunarheimila sem hafa lítil eða engin einkenni. 9. október 2020 13:02 Allir íbúarnir fimm útskrifaðir úr einangrun Allir fimm íbúar hjúkrunarheimilisins Eirar sem greindust með kórónuveiruna í lok september hafa verið útskrifaðir úr einangrun. 16. október 2020 16:47 Starfsmaður Borgarsels sýktur af kórónuveirunni Starfsmaður í Borgarseli greindist með Covid-19 síðastliðinn fimmtudag. 26. ágúst 2020 17:02 Starfsfólk hjúkrunarheimila fari í fjórtán daga sóttkví Reynt verður eins og hægt er að senda starfsmenn hjúkrunarheimila sem koma frá útlöndum í fjórtán daga sóttkví áður en þeir koma til vinnu. 31. júlí 2020 15:22 Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Fleiri fréttir Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Sjá meira
Sérstök Covid-19 einangrunardeild fyrir íbúa sem smitast á hjúkrunarheimilum á höfuðborgarsvæðinu og í nágrannasveitarfélögum hefur verið opnuð á Eir í Grafarvogi. Þetta er fyrsta deild sinnar tegundar hér á landi og mun valda straumhvörfum í umönnun íbúa hjúkrunarheimila sem þurfa ekki á hátækniþjónustu að halda á Landspítala. Aðeins kom upp smit á einu hjúkrunarheimili í fyrstu bylgju kórónuveirufaraldursins eða á Bergi í Bolungarvík. Í haust fór smitum á hjúkrunaheimilum hins vegar að fjölga og hafa komið upp á fjórum þeirra síðan, Eir, Hrafnistu Ísafold, á Sólvöllum á Eyrarbakka og á Mörkinni. Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu lýstu formlega yfir áhyggjum af útbreiðslu kórónuveirufaraldursins innan veggja hjúkrunarheimila í byrjun október og var farið fram á að sérstök Covid-19 deild yrði opnuð fyrir smitaða íbúa heimilana sem þyrftu ekki á umönnun að halda á hátæknisjúkrahúsi eins og Landspítalanum. Sjúkratryggingar Íslands og samtökin undirrituðu samning um slíka deild í gær til þriggja mánaðar og var hún opnuð á hjúkrunarheimilinu Eir í dag. Deildin getur tekið á móti allt að tíu sjúklingum og þar starfar heilbrigðisstarfsfólk frá nokkrum hjúkrunarheimilum og bakvarðasveitinni. Ofsakvíði við greiningu Þórdís Hulda Tómasdóttir verkefnastjóri gæðamála hjá Eir, Skjóli og Hömrum heldur utan um deildina. Þórdís Hulda Tómasdóttir verkefnastjóri gæðamála hjá Eir, Skjóli og Hömrum heldur utan um deildina.Vísir/Vilhelm „Við vorum í ágætis æfingu en við settum upp svipað fyrirkomulag þegar nokkrir íbúar smituðust á Eir í haust. Við fundum þá hvað aldraðir geta verið kvíðnir við að smitast. Fólk sem var vel ernt og hafði fylgst með fréttum fylltist ofsakvíða þegar greining kom. Við þurftum að sannfæra hina öldruðu um að það væri ekki dauðadómur þó þeir væru smitaðir og með undirliggjandi sjúkdóm. Þá þarf líka að hlúa að aðstandendum sem eru oft býsna áhyggjufullir,“ segir Þórdís. Hún segir að deildin muni breyta miklu fyrir þá íbúa hjúkrunarheimila sem smitast af kórónuveirunni því annars hefðu þeir mögulega þurft að vera einir í einangrun inná herbergjum sínum. Heilbrigðisstarfsmenn verða á vakt á deildinni allan sólahringinn.Vísir/Vilhelm „Það er allt annað að geta komið hingað og verið með öðrum sem eru að ganga í gegnum það sama, þú ert ekki einangraður einn í herbergi með erfiðum hugsunum sem geta snúist upp í hræðslu og kvíða. Hér verða alltaf heilbrigðisstarfsmenn á sólahringsvakt við umönnun og boðið uppá mikla konar þjónustu. Það er líka lögð áhersla á að gera deildina heimilislega. Þá er líka hjálplegt fyrir fólk að sjá kannski aðra sjúklinga vera að ná bata, það minnkar kvíðann. Hér er mikil samvinna, það er t.d. boðið uppá sjúkraþjálfun, iðjuþjálfun og öndunaræfingar,“ segir Þórdís. Mikið er lagt uppúr að gera deildina heimilislega fyrir sjúklinga.Vísir/Vilhelm Ólafur Helgi Samúelsson er læknir á deildinni en hann er sérfræðingur í lyf- og öldrunarlækningum á Eir og Landspítala. Ólafur Helgi Samúelsson er læknir á deildinni en hann er sérfræðingur í lyf- og öldrunarlækningum á Eir og Landspítala.Vísir/Vilhelm „Þetta úrræði er fyrst og fremst hugsað þannig að ef smit kemur upp á hjúkrunarheimili þar sem erfitt er að sinna smitvörnum og sjúklingurinn þarf ekki að leggjast inn á spítala vegna veikindanna. Sjúklingurinn er þá ekki einn á herbergi í einangrun heldur nýtur samvista við aðra í sömu stöðu og fær umönnun hjá vönum heilbrigðisstarfsmönnum,“ segir Ólafur. Hann segir umönnun aldraðra sem fá Covid-19 geta verið flókna. „Í svona veikindum eins og hjá íbúum hjúkrunarheimila sem eru með undirliggjandi sjúklinga þá koma oft upp alls konar einkenni og viðkomandi fær hér meiri þjónustu en ella. Ef sjúklingurinn þarf svo að leggjast inná spítala og fá meiri hátækniþjónustu þá er það að sjálfsögðu gert, en það er alls ekki alltaf þörf á því. Hann segir að úrræðið sé einnig fyrir aldraða á hjúkrunarheimilum sem þurfa líknandi meðferð vegna Covid-19. „Svo koma upp tilfelli þar sem fólk er að ljúka sínu lífi og þá getur verið óviðeigandi að leggjast inn á hátæknideild á spítala. Þannig að hér er líka aðstaða til að veita líknandi og lífslokameðferð ef til þess kemur,“ segir hann. Aðstandendur fá að koma í heimsókn Ólafur segir að aðstandendum hafi verið leyft að heimsækja þá sem voru veikir af Covid-19 á Eir í haust og það verði einnig heimilt núna. „Við reiknum með að hér verði leyfðar takmarkaðar heimsóknir aðstandenda en þá þurfa þeir að klæðast fullum hlífðarbúnaði líkt og heilbrigðisstarfsmenn. Það er afar mikilvægt fyrir hinn aldraða að geta fengið heimsóknir. Við gætum ítrustu sóttvarna, það eru meira segja sérstakir inngangar fyrir aðstandendur sem koma á deildina,“ segir hann. Eybjörg Hauksdóttir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu er afar ánægð með að starfsemin sé hafin. Eybjörg Hauksdóttir framkvæmdastjóri fyrirtækja í velferðarþjónustu er afar ánægð með að deildin sé komin á koppinn.Vísir/Vilhelm „Við erum virkilega ánægð með að heilbrigðisyfirvöld hafi svarað þessu kalli. Þetta er samstarf milli hjúkrunarheimila á höfuðborgarsvæðinu og í nágrannasveitarfélögum við fáum t.d. fólk frá Reykjanesi, Akranesi, Hveragerði og svo að sjálfsögðu frá höfuðborgarsvæðinu. Þá fáum við fólk úr bakvarðasveitinni til að starfa hér. Deildin er öryggisnet fyrir hjúkrunarheimilin því með þessu er komið í veg fyrir að faraldurinn breiðist út innan veggja heimilis þar sem smit kemur upp,“ segir hún að lokum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Félagsmál Eldri borgarar Landspítalinn Reykjavík Tengdar fréttir Nauðsynlegt að opna sérstaka Covid-19 deild fyrir smitaða íbúa hjúkrunarheimila Verri árangur hefur náðst í þriðju bylgju kórónuveirufaraldursins þegar kemur að hjúkrunarheimilum að sögn forstjóra Hrafnistu. Samtök fyrirtækja í velferðaþjónustu telja nauðsynlegt að koma á fót sérstakri Covid-19 deild fyrir smitaða íbúa hjúkrunarheimila sem hafa lítil eða engin einkenni. 9. október 2020 13:02 Allir íbúarnir fimm útskrifaðir úr einangrun Allir fimm íbúar hjúkrunarheimilisins Eirar sem greindust með kórónuveiruna í lok september hafa verið útskrifaðir úr einangrun. 16. október 2020 16:47 Starfsmaður Borgarsels sýktur af kórónuveirunni Starfsmaður í Borgarseli greindist með Covid-19 síðastliðinn fimmtudag. 26. ágúst 2020 17:02 Starfsfólk hjúkrunarheimila fari í fjórtán daga sóttkví Reynt verður eins og hægt er að senda starfsmenn hjúkrunarheimila sem koma frá útlöndum í fjórtán daga sóttkví áður en þeir koma til vinnu. 31. júlí 2020 15:22 Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Fleiri fréttir Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Sjá meira
Nauðsynlegt að opna sérstaka Covid-19 deild fyrir smitaða íbúa hjúkrunarheimila Verri árangur hefur náðst í þriðju bylgju kórónuveirufaraldursins þegar kemur að hjúkrunarheimilum að sögn forstjóra Hrafnistu. Samtök fyrirtækja í velferðaþjónustu telja nauðsynlegt að koma á fót sérstakri Covid-19 deild fyrir smitaða íbúa hjúkrunarheimila sem hafa lítil eða engin einkenni. 9. október 2020 13:02
Allir íbúarnir fimm útskrifaðir úr einangrun Allir fimm íbúar hjúkrunarheimilisins Eirar sem greindust með kórónuveiruna í lok september hafa verið útskrifaðir úr einangrun. 16. október 2020 16:47
Starfsmaður Borgarsels sýktur af kórónuveirunni Starfsmaður í Borgarseli greindist með Covid-19 síðastliðinn fimmtudag. 26. ágúst 2020 17:02
Starfsfólk hjúkrunarheimila fari í fjórtán daga sóttkví Reynt verður eins og hægt er að senda starfsmenn hjúkrunarheimila sem koma frá útlöndum í fjórtán daga sóttkví áður en þeir koma til vinnu. 31. júlí 2020 15:22