„Við viljum bara að veitingastaðir lifi þetta ástand af“ Stefán Árni Pálsson skrifar 5. nóvember 2020 13:51 Eyþór á og rekur Duck & Rose í miðborginni. vísir/vilhelm Forsvarsmenn veitingastaðarins Duck and Rose settu af stað bylgju á meðal íslenskra veitingastaða í gær og það til að vekja athygli á stöðu þeirra á þessum erfiðu tímum. Hugmyndin kom þegar eigendur Laundromat Café vöktu athygli á skilaboðum Burger King sem sneru að því að styrkja stöðu veitingastaða um heim allan í miðjum heimsfaraldri. Eyþór Mar Halldórsson er einn af eigendum og framkvæmdastjóri Duck and Rose, ásamt því að vera eigandi veitingastaðanna Public House og BrewDog. Hann segir að ástæðan fyrir stöðuuppfærslu Duck and Rose á Facebook sé sett inn í þeim tilgangi að vekja athygli á því hversu mikilvæg samstaða er í veitingabransanum. „Ég er gríðarlega stoltur af fjölbreytninni og gæðunum í veitingabransanum á Íslandi, það hefur verið mikil uppbygging síðustu árin sem væri synd að sjá á eftir, það er því mikilvægt að við höldumst í hendur og vinnum sem ein liðsheild, til að standa af okkur þennan heimsfaraldur,” segir Eyþór en í færslunni bendir staðurinn á aðra ellefu veitingastaði og hvetur hann Íslendinga til að sækja staðina. „Það eru gríðarlega margir veitingastaðir sem bjóða nú upp á take-away þjónustu. Það eru margir veitingastaðir að bjóða upp á frábæra þjónustu og viljum við hvetja fólk til að nýta sér hana, hvort sem um er að ræða þjónustu samkeppnisaðila okkar eða þjónustu okkar. Við viljum bara að veitingastaðir lifi þetta ástand af.“ Eyþór segir að á hans veitingastöðum taki menn sóttvörnum alvarlega. „Það er mikilvægt að við virðum settar reglur og gerum það sem ein heild. Þessar takmarkanir gera auðvitað mörgum fyrirtækjum erfitt fyrir, þar á meðal veitingastöðum, en þá er mikilvægt að vekja athygli á því sem ég nefndi áðan, að flestir veitingastaðir eru að bjóða upp á aðrar þjónustur og taka enn á móti gestum sem vilja borða á staðnum, innan takmarkana. Ég hef ekki orðið var við annað en að flestir veitingastaðir taki ástandinu og sóttvörnum alvarlega. Við teljum að hægt sé að yfirfæra þessa bylgju á fleiri bransa en veitingabransann og hvetjum fyrirtæki til að láta boltann rúlla og sýna samstöðu, allir græða á því.” Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Fleiri fréttir Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Sjá meira
Forsvarsmenn veitingastaðarins Duck and Rose settu af stað bylgju á meðal íslenskra veitingastaða í gær og það til að vekja athygli á stöðu þeirra á þessum erfiðu tímum. Hugmyndin kom þegar eigendur Laundromat Café vöktu athygli á skilaboðum Burger King sem sneru að því að styrkja stöðu veitingastaða um heim allan í miðjum heimsfaraldri. Eyþór Mar Halldórsson er einn af eigendum og framkvæmdastjóri Duck and Rose, ásamt því að vera eigandi veitingastaðanna Public House og BrewDog. Hann segir að ástæðan fyrir stöðuuppfærslu Duck and Rose á Facebook sé sett inn í þeim tilgangi að vekja athygli á því hversu mikilvæg samstaða er í veitingabransanum. „Ég er gríðarlega stoltur af fjölbreytninni og gæðunum í veitingabransanum á Íslandi, það hefur verið mikil uppbygging síðustu árin sem væri synd að sjá á eftir, það er því mikilvægt að við höldumst í hendur og vinnum sem ein liðsheild, til að standa af okkur þennan heimsfaraldur,” segir Eyþór en í færslunni bendir staðurinn á aðra ellefu veitingastaði og hvetur hann Íslendinga til að sækja staðina. „Það eru gríðarlega margir veitingastaðir sem bjóða nú upp á take-away þjónustu. Það eru margir veitingastaðir að bjóða upp á frábæra þjónustu og viljum við hvetja fólk til að nýta sér hana, hvort sem um er að ræða þjónustu samkeppnisaðila okkar eða þjónustu okkar. Við viljum bara að veitingastaðir lifi þetta ástand af.“ Eyþór segir að á hans veitingastöðum taki menn sóttvörnum alvarlega. „Það er mikilvægt að við virðum settar reglur og gerum það sem ein heild. Þessar takmarkanir gera auðvitað mörgum fyrirtækjum erfitt fyrir, þar á meðal veitingastöðum, en þá er mikilvægt að vekja athygli á því sem ég nefndi áðan, að flestir veitingastaðir eru að bjóða upp á aðrar þjónustur og taka enn á móti gestum sem vilja borða á staðnum, innan takmarkana. Ég hef ekki orðið var við annað en að flestir veitingastaðir taki ástandinu og sóttvörnum alvarlega. Við teljum að hægt sé að yfirfæra þessa bylgju á fleiri bransa en veitingabransann og hvetjum fyrirtæki til að láta boltann rúlla og sýna samstöðu, allir græða á því.”
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Fleiri fréttir Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Sjá meira