„Við viljum bara að veitingastaðir lifi þetta ástand af“ Stefán Árni Pálsson skrifar 5. nóvember 2020 13:51 Eyþór á og rekur Duck & Rose í miðborginni. vísir/vilhelm Forsvarsmenn veitingastaðarins Duck and Rose settu af stað bylgju á meðal íslenskra veitingastaða í gær og það til að vekja athygli á stöðu þeirra á þessum erfiðu tímum. Hugmyndin kom þegar eigendur Laundromat Café vöktu athygli á skilaboðum Burger King sem sneru að því að styrkja stöðu veitingastaða um heim allan í miðjum heimsfaraldri. Eyþór Mar Halldórsson er einn af eigendum og framkvæmdastjóri Duck and Rose, ásamt því að vera eigandi veitingastaðanna Public House og BrewDog. Hann segir að ástæðan fyrir stöðuuppfærslu Duck and Rose á Facebook sé sett inn í þeim tilgangi að vekja athygli á því hversu mikilvæg samstaða er í veitingabransanum. „Ég er gríðarlega stoltur af fjölbreytninni og gæðunum í veitingabransanum á Íslandi, það hefur verið mikil uppbygging síðustu árin sem væri synd að sjá á eftir, það er því mikilvægt að við höldumst í hendur og vinnum sem ein liðsheild, til að standa af okkur þennan heimsfaraldur,” segir Eyþór en í færslunni bendir staðurinn á aðra ellefu veitingastaði og hvetur hann Íslendinga til að sækja staðina. „Það eru gríðarlega margir veitingastaðir sem bjóða nú upp á take-away þjónustu. Það eru margir veitingastaðir að bjóða upp á frábæra þjónustu og viljum við hvetja fólk til að nýta sér hana, hvort sem um er að ræða þjónustu samkeppnisaðila okkar eða þjónustu okkar. Við viljum bara að veitingastaðir lifi þetta ástand af.“ Eyþór segir að á hans veitingastöðum taki menn sóttvörnum alvarlega. „Það er mikilvægt að við virðum settar reglur og gerum það sem ein heild. Þessar takmarkanir gera auðvitað mörgum fyrirtækjum erfitt fyrir, þar á meðal veitingastöðum, en þá er mikilvægt að vekja athygli á því sem ég nefndi áðan, að flestir veitingastaðir eru að bjóða upp á aðrar þjónustur og taka enn á móti gestum sem vilja borða á staðnum, innan takmarkana. Ég hef ekki orðið var við annað en að flestir veitingastaðir taki ástandinu og sóttvörnum alvarlega. Við teljum að hægt sé að yfirfæra þessa bylgju á fleiri bransa en veitingabransann og hvetjum fyrirtæki til að láta boltann rúlla og sýna samstöðu, allir græða á því.” Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Forsvarsmenn veitingastaðarins Duck and Rose settu af stað bylgju á meðal íslenskra veitingastaða í gær og það til að vekja athygli á stöðu þeirra á þessum erfiðu tímum. Hugmyndin kom þegar eigendur Laundromat Café vöktu athygli á skilaboðum Burger King sem sneru að því að styrkja stöðu veitingastaða um heim allan í miðjum heimsfaraldri. Eyþór Mar Halldórsson er einn af eigendum og framkvæmdastjóri Duck and Rose, ásamt því að vera eigandi veitingastaðanna Public House og BrewDog. Hann segir að ástæðan fyrir stöðuuppfærslu Duck and Rose á Facebook sé sett inn í þeim tilgangi að vekja athygli á því hversu mikilvæg samstaða er í veitingabransanum. „Ég er gríðarlega stoltur af fjölbreytninni og gæðunum í veitingabransanum á Íslandi, það hefur verið mikil uppbygging síðustu árin sem væri synd að sjá á eftir, það er því mikilvægt að við höldumst í hendur og vinnum sem ein liðsheild, til að standa af okkur þennan heimsfaraldur,” segir Eyþór en í færslunni bendir staðurinn á aðra ellefu veitingastaði og hvetur hann Íslendinga til að sækja staðina. „Það eru gríðarlega margir veitingastaðir sem bjóða nú upp á take-away þjónustu. Það eru margir veitingastaðir að bjóða upp á frábæra þjónustu og viljum við hvetja fólk til að nýta sér hana, hvort sem um er að ræða þjónustu samkeppnisaðila okkar eða þjónustu okkar. Við viljum bara að veitingastaðir lifi þetta ástand af.“ Eyþór segir að á hans veitingastöðum taki menn sóttvörnum alvarlega. „Það er mikilvægt að við virðum settar reglur og gerum það sem ein heild. Þessar takmarkanir gera auðvitað mörgum fyrirtækjum erfitt fyrir, þar á meðal veitingastöðum, en þá er mikilvægt að vekja athygli á því sem ég nefndi áðan, að flestir veitingastaðir eru að bjóða upp á aðrar þjónustur og taka enn á móti gestum sem vilja borða á staðnum, innan takmarkana. Ég hef ekki orðið var við annað en að flestir veitingastaðir taki ástandinu og sóttvörnum alvarlega. Við teljum að hægt sé að yfirfæra þessa bylgju á fleiri bransa en veitingabransann og hvetjum fyrirtæki til að láta boltann rúlla og sýna samstöðu, allir græða á því.”
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira