Sögufrægt hús eftir Högnu sett á sölu Stefán Árni Pálsson skrifar 3. nóvember 2020 11:30 Skjáskot úr þættinum Falleg íslensk heimili sem sýna sannarlega hversu fallegt hús er um að ræða. Arkitektinn Högna Sigurðardóttir er án efa einn merkasti arkitekt sem Ísland hefur alið og teiknaði hún sögufrægt hús við Brekkugerði 19 sem er nú komið á sölu. Húsið við Brekkugerði er það fyrsta sem hún teiknaði hér á landi og það á sjöunda áratug tuttugustu aldar. Húsið vakti mikla athygli þegar það var fullbyggt árið 1964 en það þótti framúrstefnulegt og var Högna talin boðberi nýrra og framsækinna viðhorfa í íslenskri byggingarlist. Upphaflegir eigendur hússins voru þau Erla Lýðsson Hjaltadóttir og Þorvarður Þorvarðarson sem kenndur var við Stjörnubíó. Fjallað var um eignina í þáttunum Falleg íslensk heimili sem voru á Stöð 2 árið 2017. Um er að ræða eitt af fjórum einbýlishúsum sem byggð voru eftir teikningu hennar á Íslandi. Húsið er 307 fermetrar á tveimur hæðum staðsett innst í botnlangagötu. Húsið var byggt árið 1963 og eru þar fimm svefnherbergi og tvö baðherbergi. Þar má einnig finna innisundlaug og arinn. Fasteignamat eignarinnar er 108 milljónir en óskað er eftir tilboði. Guðjón Friðriksson sagnfræðingur skrifaði athyglisverða grein á Facebook um húsið í sumar. „Fólk fór gagngert í bíltúra til að virða það fyrir sér. Húsið teiknaði hún fyrir Þorvarð Þorvarðsson framkvæmdastjóra Stjörnubíós og konu hans Erlu Lýðsson Hjaltadóttur. Bjuggu þau í húsinu allt til ársins 2012. En hvað var svona merkilegt við húsið? Í fyrsta lagi fyrir það hversu ómáluð og hrá steinsteypa lék stórt hlutverk í því eins og öðrum húsum Högnu. Meðal annars eru húsgögn í stofu og svefnherbergjum steinsteypt. Þverbitar sem ganga þvert um húsið eru vel sýnilegir innandyra. Húsið er alls 307 fermetrar og á þakinu eru 150 fermetrar stórar útsýnissvalir með útsýni yfir Reykjavík,“ skrifar Guðjón. Árið 1971 fékk Brekkugerði 19 viðurkenningu fegrunarnefndar Reykjavíkur fyrir snyrtilegt hús og lóð og árið 1973 fékk húsið viðurkenningu fegrunarnefndar Reykjavíkur sem fallegt mannvirki. Árið 2012 var haldin myndlistarsýning Erró í húsinu. Hér að neðan má sjá myndir af eigninni við Brekkugerði 19. Tignarlegt hús við Brekkugerði. Innisundlaugin fræga. Stofan er stór og einstaklega vel hönnuð. Fallegur hringstigi og steinagólf. Upprunaleg hönnun er nánast allstaðar í húsinu. Lygilegt útsýni á þeim 150 fermetra svölum sem eru á þaki hússins. Hús og heimili Reykjavík Mest lesið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Fleiri fréttir „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Sjá meira
Arkitektinn Högna Sigurðardóttir er án efa einn merkasti arkitekt sem Ísland hefur alið og teiknaði hún sögufrægt hús við Brekkugerði 19 sem er nú komið á sölu. Húsið við Brekkugerði er það fyrsta sem hún teiknaði hér á landi og það á sjöunda áratug tuttugustu aldar. Húsið vakti mikla athygli þegar það var fullbyggt árið 1964 en það þótti framúrstefnulegt og var Högna talin boðberi nýrra og framsækinna viðhorfa í íslenskri byggingarlist. Upphaflegir eigendur hússins voru þau Erla Lýðsson Hjaltadóttir og Þorvarður Þorvarðarson sem kenndur var við Stjörnubíó. Fjallað var um eignina í þáttunum Falleg íslensk heimili sem voru á Stöð 2 árið 2017. Um er að ræða eitt af fjórum einbýlishúsum sem byggð voru eftir teikningu hennar á Íslandi. Húsið er 307 fermetrar á tveimur hæðum staðsett innst í botnlangagötu. Húsið var byggt árið 1963 og eru þar fimm svefnherbergi og tvö baðherbergi. Þar má einnig finna innisundlaug og arinn. Fasteignamat eignarinnar er 108 milljónir en óskað er eftir tilboði. Guðjón Friðriksson sagnfræðingur skrifaði athyglisverða grein á Facebook um húsið í sumar. „Fólk fór gagngert í bíltúra til að virða það fyrir sér. Húsið teiknaði hún fyrir Þorvarð Þorvarðsson framkvæmdastjóra Stjörnubíós og konu hans Erlu Lýðsson Hjaltadóttur. Bjuggu þau í húsinu allt til ársins 2012. En hvað var svona merkilegt við húsið? Í fyrsta lagi fyrir það hversu ómáluð og hrá steinsteypa lék stórt hlutverk í því eins og öðrum húsum Högnu. Meðal annars eru húsgögn í stofu og svefnherbergjum steinsteypt. Þverbitar sem ganga þvert um húsið eru vel sýnilegir innandyra. Húsið er alls 307 fermetrar og á þakinu eru 150 fermetrar stórar útsýnissvalir með útsýni yfir Reykjavík,“ skrifar Guðjón. Árið 1971 fékk Brekkugerði 19 viðurkenningu fegrunarnefndar Reykjavíkur fyrir snyrtilegt hús og lóð og árið 1973 fékk húsið viðurkenningu fegrunarnefndar Reykjavíkur sem fallegt mannvirki. Árið 2012 var haldin myndlistarsýning Erró í húsinu. Hér að neðan má sjá myndir af eigninni við Brekkugerði 19. Tignarlegt hús við Brekkugerði. Innisundlaugin fræga. Stofan er stór og einstaklega vel hönnuð. Fallegur hringstigi og steinagólf. Upprunaleg hönnun er nánast allstaðar í húsinu. Lygilegt útsýni á þeim 150 fermetra svölum sem eru á þaki hússins.
Hús og heimili Reykjavík Mest lesið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Fleiri fréttir „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Sjá meira