Segir Sjúkratryggingar Íslands ekki komnar inn í þessa öld Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 3. nóvember 2020 08:01 Sunna Valdís á hjólinu sínu á flakki um miðborgina. Mynd úr einkasafni „Þegar þú átt fatlað barn þá þarft þú hjálpartæki. Eitt af okkar hjálpartækjum sem er eiginlega búið að vera okkar besta er hjólastólahjól,“ segir Sigurður Hólmar Jóhannesson. Hann gagnrýnir að ekki fáist niðurgreiðsla frá Sjúkratryggingum Íslands fyrir mörgum hjálpartækjum sem gætu bætt lífsgæði langveikra og fatlaðra barna til muna. Siggi er faðir langveikrar stúlku, Sunnu Valdísar, sem er með sjaldgæfan genagalla „Hún situr bara í hjólastól og síðan er bara hálft hjól fyrir aftan,“ segir Siggi um hjólastólahjólið. „Henni líður bara vel, hún bara situr og það er ekkert fyrir framan hana. Hún er bara með útsýni og situr í stúkusæti og sér allt sem er að gerast.“ Siggi fór yfir þetta mál í þættinum Spjallið með Góðvild. Hann bendir á að foreldrar langveikra barna komist oft ekkert langt með þau í hjólastól og oft er útiveran takmörkuð við að fara aftur og aftur sama hringinn í hverfinu. „Um leið og þú ert kominn á hjól þá getur þú farið að fara lengra, það opnast fullt af nýjum tækifærum. Þú getur farið að fara út í náttúruna og staði sem eru þægilegir. Þú hittir fólk og sérð dýr, getur gert hvað sem er.“ Klippa: Spjallið með Góðvild - Hjálpartæki Gjörbreytti lífi hennar Siggi komst fljótt að því að ekki væri hægt að fá niðurgreiðslu fyrir þeim hjálpartækjum sem myndu bæta lífsgæðin hennar mest, eins og til dæmis þessu hjóli. Vinur Sigga lét safna fyrir hjólastólahjólinu fyrir Sunnu Valdísar á fertugsafmælinu sínu og fékk gesti til að gefa í söfnunina í stað þess að kaupa handa honum gjafir. „Þetta gjörbreytti lífi hennar,“ útskýrir Siggi. Hann fann svo strax að það væru fleiri fjölskyldur sem hefðu mikil not fyrir hjálpartæki sem þetta. „Svo byrjuðum við að hjóla og það var alltaf verið að stoppa okkur og spyrja heyrðu hvað er þetta? Ég hef aldrei séð svona hjól áður.“ Siggi hætti að vinna fyrir fjórum árum síðan vegna veikinda tengdum því að eiga langveikt barn. Það var þá sem hann fór hugsa um að flytja inn svona hjólastólahjól og önnur hjálpartæki fyrir fötluð og langveik börn í þeirri von að auka úrvalið hér á landi. Sigurður Hólmar Jóhannesson hefur síðustu ár barist fyrir réttindum dóttur sinnar og annarra langveikra og fatlaðra barna í gegnum samtökin GóðvildSpjallið með Góðvild Úrelt reglugerð Niðurgreiðslur á þessum hjálpartækjum hér á landi eru þó mjög mismunandi. Hjól Sunnu Valdísar var til dæmis ekki niðurgreitt þar sem það eru foreldrarnir sem sjá um að hjóla fyrir hana þar sem hún getur það ekki. „Það fer svolítið eftir því hvað þú ert að kaupa. Eins og með hjólin og mikið af þessum hjálpartækjum sem er mjög skrítið, eru hjólin til dæmis niðurgreidd fyrir fötluð börn ef að það eru þríhjól og ef það er enginn rafmagnsstuðningur og barnið getur hjólað á því sjálft.“ Siggi bendir á að mörg börn hafa ekki fullan styrk til að hjóla sjálf á slíku þríhjóli án rafmagns. Einnig væri erfitt fyrir hann að hjóla á stóru hjólastólahjóli án þess að fá aðstoð rafmagns. Siggi segir að hjólastólahjólið hafi gjörbreytt lífi Sunnu Valdísar. Foreldrar langveikra og fatlaðra barna gagnrýna að reglugerðin sé úrelt og mismuni börnum.Mynd úr einkasafni „Í dag er það bara þannig að rafmagnshjól eru orðin mjög algeng. Þú sérð bara ef þú ferð út að hjóla er annar hver maður á rafmagnshjóli. En Sjúkratryggingar Íslands eru ekki búin að fatta þetta, ekki komnar inn í þessa öld þannig að það er ennþá bara nei þar.“ Hann segir mikilvægt að hugsa í lausnum fyrir þennan ákveðna hóp. Mörg nágrannalandanna okkar séu með mun betra fyrirkomulag. Í Danmörku sé til dæmis sniðugt kerfi fyrir þá sem eru fatlaðir og geta ekki notað venjuleg hjól. Hægt er að hlusta á þáttinn Spjallið með Góðvild í heild sinni í spilaranum hér ofar í fréttinni. Þættirnir Spjallið með Góðvild eru sýndir á Vísi á þriðjudögum. Verkefnið er afurð margra ára samstarfs Sigurðar Hólmars Jóhannessonar sem er í stjórn Góðvildar og Ágústu Fanneyjar Snorradóttur kvikmyndagerðarkonu og eiganda Mission Framleiðslu. Þættirnir eru nýr vettvangur til að koma málefnum langveikra og fatlaðra barna á framfæri og auka í leiðinni sýnileika fyrir mikilvæg málefni. Hægt er að hafa samband við Sigurð og Ágústu Fanney vegna þáttanna í gegnum vefsíðuna www.godvild.is eða samfélagsmiðla félagsins. Með því að styrkja Góðvild þá ertu að styðja við langveik og fötluð börn á Íslandi. Styrktarreikningur 0301-26-660117, kennitala 6601172020. Klippa: Spjallið með Góðvild - Hjálpartæki Heilbrigðismál Börn og uppeldi Spjallið með Góðvild Félagsmál Tryggingar Tengdar fréttir Það versta sem gerist í lífinu verður kannski að einhverju góðu líka Foreldrum langveikra barna finnst ekki haldið nógu vel utan um þennan hóp. Ekkert ferli fari í gang þegar greining er komin og foreldrar þurfi sjálfir að afla sér upplýsinga um sjúkdóminn., upplýsinga um rannsóknir og sækja ráðstefnur. 1. nóvember 2020 13:01 „Ekki reyna að vera klettur og halda öllu inni“ „Númer eitt, tvö og þrjú þá verða foreldrarnir að vera heilsuhraustir ef þeir ætla að sjá um þetta barn. Þannig að við setjum heilsuna okkar í forgang, alltaf,“ segir Árni Björn Kristjánsson, faðir langveikrar stúlku. 20. október 2020 08:01 „Veik börn eiga ekki að fá mismunandi þjónustu í heilbrigðiskerfinu“ „Það er mjög misjafnt eftir því hvaða sjúkdóm barnið er með, hvaða meðferðir, hvaða hjálp, hvaða aðstoð er í boði og þjónusta og svoleiðis. Þetta er í rauninni svolítið skrítið.“ Þetta segir Sigurður Hólmar Jóhannesson, faðir langveikrar stúlku. 16. október 2020 16:32 Mest lesið Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Lífið Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Lífið Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tíska og hönnun Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Lífið Simmi Vill í meðferð Lífið Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Lífið Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Lífið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Lífið Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Lífið Sambærilegt því að spila með Real Madrid Lífið Fleiri fréttir Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Sjá meira
„Þegar þú átt fatlað barn þá þarft þú hjálpartæki. Eitt af okkar hjálpartækjum sem er eiginlega búið að vera okkar besta er hjólastólahjól,“ segir Sigurður Hólmar Jóhannesson. Hann gagnrýnir að ekki fáist niðurgreiðsla frá Sjúkratryggingum Íslands fyrir mörgum hjálpartækjum sem gætu bætt lífsgæði langveikra og fatlaðra barna til muna. Siggi er faðir langveikrar stúlku, Sunnu Valdísar, sem er með sjaldgæfan genagalla „Hún situr bara í hjólastól og síðan er bara hálft hjól fyrir aftan,“ segir Siggi um hjólastólahjólið. „Henni líður bara vel, hún bara situr og það er ekkert fyrir framan hana. Hún er bara með útsýni og situr í stúkusæti og sér allt sem er að gerast.“ Siggi fór yfir þetta mál í þættinum Spjallið með Góðvild. Hann bendir á að foreldrar langveikra barna komist oft ekkert langt með þau í hjólastól og oft er útiveran takmörkuð við að fara aftur og aftur sama hringinn í hverfinu. „Um leið og þú ert kominn á hjól þá getur þú farið að fara lengra, það opnast fullt af nýjum tækifærum. Þú getur farið að fara út í náttúruna og staði sem eru þægilegir. Þú hittir fólk og sérð dýr, getur gert hvað sem er.“ Klippa: Spjallið með Góðvild - Hjálpartæki Gjörbreytti lífi hennar Siggi komst fljótt að því að ekki væri hægt að fá niðurgreiðslu fyrir þeim hjálpartækjum sem myndu bæta lífsgæðin hennar mest, eins og til dæmis þessu hjóli. Vinur Sigga lét safna fyrir hjólastólahjólinu fyrir Sunnu Valdísar á fertugsafmælinu sínu og fékk gesti til að gefa í söfnunina í stað þess að kaupa handa honum gjafir. „Þetta gjörbreytti lífi hennar,“ útskýrir Siggi. Hann fann svo strax að það væru fleiri fjölskyldur sem hefðu mikil not fyrir hjálpartæki sem þetta. „Svo byrjuðum við að hjóla og það var alltaf verið að stoppa okkur og spyrja heyrðu hvað er þetta? Ég hef aldrei séð svona hjól áður.“ Siggi hætti að vinna fyrir fjórum árum síðan vegna veikinda tengdum því að eiga langveikt barn. Það var þá sem hann fór hugsa um að flytja inn svona hjólastólahjól og önnur hjálpartæki fyrir fötluð og langveik börn í þeirri von að auka úrvalið hér á landi. Sigurður Hólmar Jóhannesson hefur síðustu ár barist fyrir réttindum dóttur sinnar og annarra langveikra og fatlaðra barna í gegnum samtökin GóðvildSpjallið með Góðvild Úrelt reglugerð Niðurgreiðslur á þessum hjálpartækjum hér á landi eru þó mjög mismunandi. Hjól Sunnu Valdísar var til dæmis ekki niðurgreitt þar sem það eru foreldrarnir sem sjá um að hjóla fyrir hana þar sem hún getur það ekki. „Það fer svolítið eftir því hvað þú ert að kaupa. Eins og með hjólin og mikið af þessum hjálpartækjum sem er mjög skrítið, eru hjólin til dæmis niðurgreidd fyrir fötluð börn ef að það eru þríhjól og ef það er enginn rafmagnsstuðningur og barnið getur hjólað á því sjálft.“ Siggi bendir á að mörg börn hafa ekki fullan styrk til að hjóla sjálf á slíku þríhjóli án rafmagns. Einnig væri erfitt fyrir hann að hjóla á stóru hjólastólahjóli án þess að fá aðstoð rafmagns. Siggi segir að hjólastólahjólið hafi gjörbreytt lífi Sunnu Valdísar. Foreldrar langveikra og fatlaðra barna gagnrýna að reglugerðin sé úrelt og mismuni börnum.Mynd úr einkasafni „Í dag er það bara þannig að rafmagnshjól eru orðin mjög algeng. Þú sérð bara ef þú ferð út að hjóla er annar hver maður á rafmagnshjóli. En Sjúkratryggingar Íslands eru ekki búin að fatta þetta, ekki komnar inn í þessa öld þannig að það er ennþá bara nei þar.“ Hann segir mikilvægt að hugsa í lausnum fyrir þennan ákveðna hóp. Mörg nágrannalandanna okkar séu með mun betra fyrirkomulag. Í Danmörku sé til dæmis sniðugt kerfi fyrir þá sem eru fatlaðir og geta ekki notað venjuleg hjól. Hægt er að hlusta á þáttinn Spjallið með Góðvild í heild sinni í spilaranum hér ofar í fréttinni. Þættirnir Spjallið með Góðvild eru sýndir á Vísi á þriðjudögum. Verkefnið er afurð margra ára samstarfs Sigurðar Hólmars Jóhannessonar sem er í stjórn Góðvildar og Ágústu Fanneyjar Snorradóttur kvikmyndagerðarkonu og eiganda Mission Framleiðslu. Þættirnir eru nýr vettvangur til að koma málefnum langveikra og fatlaðra barna á framfæri og auka í leiðinni sýnileika fyrir mikilvæg málefni. Hægt er að hafa samband við Sigurð og Ágústu Fanney vegna þáttanna í gegnum vefsíðuna www.godvild.is eða samfélagsmiðla félagsins. Með því að styrkja Góðvild þá ertu að styðja við langveik og fötluð börn á Íslandi. Styrktarreikningur 0301-26-660117, kennitala 6601172020. Klippa: Spjallið með Góðvild - Hjálpartæki
Þættirnir Spjallið með Góðvild eru sýndir á Vísi á þriðjudögum. Verkefnið er afurð margra ára samstarfs Sigurðar Hólmars Jóhannessonar sem er í stjórn Góðvildar og Ágústu Fanneyjar Snorradóttur kvikmyndagerðarkonu og eiganda Mission Framleiðslu. Þættirnir eru nýr vettvangur til að koma málefnum langveikra og fatlaðra barna á framfæri og auka í leiðinni sýnileika fyrir mikilvæg málefni. Hægt er að hafa samband við Sigurð og Ágústu Fanney vegna þáttanna í gegnum vefsíðuna www.godvild.is eða samfélagsmiðla félagsins. Með því að styrkja Góðvild þá ertu að styðja við langveik og fötluð börn á Íslandi. Styrktarreikningur 0301-26-660117, kennitala 6601172020.
Heilbrigðismál Börn og uppeldi Spjallið með Góðvild Félagsmál Tryggingar Tengdar fréttir Það versta sem gerist í lífinu verður kannski að einhverju góðu líka Foreldrum langveikra barna finnst ekki haldið nógu vel utan um þennan hóp. Ekkert ferli fari í gang þegar greining er komin og foreldrar þurfi sjálfir að afla sér upplýsinga um sjúkdóminn., upplýsinga um rannsóknir og sækja ráðstefnur. 1. nóvember 2020 13:01 „Ekki reyna að vera klettur og halda öllu inni“ „Númer eitt, tvö og þrjú þá verða foreldrarnir að vera heilsuhraustir ef þeir ætla að sjá um þetta barn. Þannig að við setjum heilsuna okkar í forgang, alltaf,“ segir Árni Björn Kristjánsson, faðir langveikrar stúlku. 20. október 2020 08:01 „Veik börn eiga ekki að fá mismunandi þjónustu í heilbrigðiskerfinu“ „Það er mjög misjafnt eftir því hvaða sjúkdóm barnið er með, hvaða meðferðir, hvaða hjálp, hvaða aðstoð er í boði og þjónusta og svoleiðis. Þetta er í rauninni svolítið skrítið.“ Þetta segir Sigurður Hólmar Jóhannesson, faðir langveikrar stúlku. 16. október 2020 16:32 Mest lesið Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Lífið Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Lífið Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tíska og hönnun Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Lífið Simmi Vill í meðferð Lífið Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Lífið Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Lífið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Lífið Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Lífið Sambærilegt því að spila með Real Madrid Lífið Fleiri fréttir Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Sjá meira
Það versta sem gerist í lífinu verður kannski að einhverju góðu líka Foreldrum langveikra barna finnst ekki haldið nógu vel utan um þennan hóp. Ekkert ferli fari í gang þegar greining er komin og foreldrar þurfi sjálfir að afla sér upplýsinga um sjúkdóminn., upplýsinga um rannsóknir og sækja ráðstefnur. 1. nóvember 2020 13:01
„Ekki reyna að vera klettur og halda öllu inni“ „Númer eitt, tvö og þrjú þá verða foreldrarnir að vera heilsuhraustir ef þeir ætla að sjá um þetta barn. Þannig að við setjum heilsuna okkar í forgang, alltaf,“ segir Árni Björn Kristjánsson, faðir langveikrar stúlku. 20. október 2020 08:01
„Veik börn eiga ekki að fá mismunandi þjónustu í heilbrigðiskerfinu“ „Það er mjög misjafnt eftir því hvaða sjúkdóm barnið er með, hvaða meðferðir, hvaða hjálp, hvaða aðstoð er í boði og þjónusta og svoleiðis. Þetta er í rauninni svolítið skrítið.“ Þetta segir Sigurður Hólmar Jóhannesson, faðir langveikrar stúlku. 16. október 2020 16:32