Skýra þarf reglur um fjölda í verslunum Birgir Olgeirsson skrifar 1. nóvember 2020 18:47 Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn ríkislögreglustjóra, hefur sent skilaboð til yfirmanna í lögreglunni að fjöldatakmarkanir í verslunum og þjónustu miðast við fjölda viðskiptavina. Greint hefur verið frá því að lögreglu hafi borist tilkynningar um að verslanir fari ekki eftir reglum um fjöldatakmarkanir og grímuskyldu. Víðir segir í skilaboðum sínum til yfirmanna í lögreglunni að ekki hafi verið kveðið á með skýrum hætti um fjölda í verslunum í reglugerð heilbrigðisráðherra um fjöldatakmarkanir. Áhöld voru um hvort að fjöldatakmarkanir í verslunum miðuðust við samanlagðan fjölda starfsmanna og viðskiptavina eða þá einungis viðskiptavina. Hið rétta er, samkvæmt Víði, að fjöldatakmarkanir í verslunum og þjónustu miðast við viðskiptavini. „Það er afar óheppilegt þegar svona stjórnvaldstilmæli eru jafn íþyngjandi og þessi eru, að þau séu ekki þannig úr garði gerð að það sé hafið yfir vafa hvernig á að fylgja þeim, bæði fyrir þá sem eiga að framfylgja þeim og þá sem eiga að fara eftir þeim,“ segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar- og þjónustu. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Andrés segir að það sé því skiljanlegt að lögreglumenn hafi gagnrýnt verslunarmenn í fjölmiðlum fyrir að fara ekki eftir reglum um fjöldatakmarkanir og grímuskyldu í verslunum, því reglurnar hafi ekki verið skýrar. „Við gagnrýnum það á móti að stjórnvaldsfyrirmælin, sem þessi reglugerð er, hafi ekki verið nægjanleg skýr og ákvæði um grímuskylduna hafi ekki verið nógu vel kynnt af hálfu stjórnvalda. Við sendum út tilkynningu til okkar félagsmanna til að skýra út fyrir þeim eins vel og hægt var hvað í þessu fælist, en til að það sé hægt þurfa fyrirmælin sem við byggjum á að vera skýr og ótvíræð.“ Reglurnar í dag eru þannig að allar samkomur eru takmarkaðar við tíu manns. Hins vegar er lyfja- og matvöruverslunum heimilt að hafa allt að 50 viðskiptavini inni í einu. Aðrar verslanir mega aðeins hafa tíu viðskiptavini inni hjá sér. Sem þýðir að byggingavöruverslanir mega aðeins hafa tíu viðskiptavini inni hjá sér í einu. Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins fellur hins vegar í flokk matvælaverslana því áfengi er skilgreint sem matvæli í lögum. Því mega 50 viðskiptavinir vera inni í verslunum ÁTVR í einu. Verslun Samkomubann á Íslandi Lögreglumál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Sjá meira
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn ríkislögreglustjóra, hefur sent skilaboð til yfirmanna í lögreglunni að fjöldatakmarkanir í verslunum og þjónustu miðast við fjölda viðskiptavina. Greint hefur verið frá því að lögreglu hafi borist tilkynningar um að verslanir fari ekki eftir reglum um fjöldatakmarkanir og grímuskyldu. Víðir segir í skilaboðum sínum til yfirmanna í lögreglunni að ekki hafi verið kveðið á með skýrum hætti um fjölda í verslunum í reglugerð heilbrigðisráðherra um fjöldatakmarkanir. Áhöld voru um hvort að fjöldatakmarkanir í verslunum miðuðust við samanlagðan fjölda starfsmanna og viðskiptavina eða þá einungis viðskiptavina. Hið rétta er, samkvæmt Víði, að fjöldatakmarkanir í verslunum og þjónustu miðast við viðskiptavini. „Það er afar óheppilegt þegar svona stjórnvaldstilmæli eru jafn íþyngjandi og þessi eru, að þau séu ekki þannig úr garði gerð að það sé hafið yfir vafa hvernig á að fylgja þeim, bæði fyrir þá sem eiga að framfylgja þeim og þá sem eiga að fara eftir þeim,“ segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar- og þjónustu. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Andrés segir að það sé því skiljanlegt að lögreglumenn hafi gagnrýnt verslunarmenn í fjölmiðlum fyrir að fara ekki eftir reglum um fjöldatakmarkanir og grímuskyldu í verslunum, því reglurnar hafi ekki verið skýrar. „Við gagnrýnum það á móti að stjórnvaldsfyrirmælin, sem þessi reglugerð er, hafi ekki verið nægjanleg skýr og ákvæði um grímuskylduna hafi ekki verið nógu vel kynnt af hálfu stjórnvalda. Við sendum út tilkynningu til okkar félagsmanna til að skýra út fyrir þeim eins vel og hægt var hvað í þessu fælist, en til að það sé hægt þurfa fyrirmælin sem við byggjum á að vera skýr og ótvíræð.“ Reglurnar í dag eru þannig að allar samkomur eru takmarkaðar við tíu manns. Hins vegar er lyfja- og matvöruverslunum heimilt að hafa allt að 50 viðskiptavini inni í einu. Aðrar verslanir mega aðeins hafa tíu viðskiptavini inni hjá sér. Sem þýðir að byggingavöruverslanir mega aðeins hafa tíu viðskiptavini inni hjá sér í einu. Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins fellur hins vegar í flokk matvælaverslana því áfengi er skilgreint sem matvæli í lögum. Því mega 50 viðskiptavinir vera inni í verslunum ÁTVR í einu.
Verslun Samkomubann á Íslandi Lögreglumál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Sjá meira