Getur loksins keyrt hringveginn nú þegar Gamla bakaríinu hefur verið lokað Birgir Olgeirsson skrifar 31. október 2020 21:31 Árni Aðalbjörnsson bakari hefur lagt svuntuna á hilluna. Vísir/Hafþór Dyrum Gamla Bakarísins á Ísafirði var lokað í dag í síðasta skiptið. Árni Aðalbjörnsson bakari hefur staðið vaktina í Gamla bakaríinu í hálfa öld. Það hefur kallað á mikla viðveru sem hefur þýtt að Árni ratar ekki í Reykjavík því hann hefur bara komið þangað tíu sinnum á ævinni og hefur aldrei keyrt hringveginn. Til stendur að breyta því nú þegar hann leggur svuntuna á hilluna. Gamla Bakaríið er næst elsta bakarí landsins og hefur verið í eigu sömu fjölskyldunnar í heila öld. Árni Aðalbjörnsson er bakari og sér um reksturinn. Hann á bakaríið ásamt systkinum sínum og bauðst honum að kaupa hlut bróður hans. „Bróðir minn bauð mér þetta til sölu. En mér fannst ég vera orðinn of fullorðinn til að kaupa þetta. Ég er orðinn ellilífeyrisþegi og þá er ekki hægt að geira neitt annað en að selja þetta og nú er þetta til sölu,“ segir Árni. Hann segir einn áhugasaman hafa sett sig í samband við hann í vikunni og vonar að eitthvað geti orðið úr því. Hans heitasta ósk er að einhver ungur og upprennandi bakari taki við rekstrinum og viðhaldi þeirri góðu hefð sem verið hefur í húsinu í bland við ferskar nýjungar. Bakaríið hefur verið rekið frá 1871 og aðeins eitt bakarí á landinu eldra, Bernhöftsbakarí sem var stofnað 1834. Fjölskyldan hans Árna tók fyrst við bakaríinu árið 1920 en tveimur árum áður kom upp eldur í húsi sem stóð fyrir framan húsnæðið sem áður hýsti bakaríið. Eldurinn frá húsinu fyrir framan smitaðist út í húsnæði bakarísins líka. Afi hans rak bakaríið fram til 1950 þegar pabbi Árna tók við. Faðir Árna dó árið 1970 og þá tók Árni við og hefur verið við stjórnvölinn síðan. Fastakúnnar hafa tekið þessum fréttum illa og pantað heilu farmana af góðgæti úr bakaríinu til að eiga í frysti. „Það hefur verið brjálað að gera í þessari viku. Við höfðum varla undan. Höfum unnið tólf tíma á hverjum degi. Gamlir Ísfirðingar hafa hringt hingað og pantað vörur. Það allra vinsælasta eru kókoslengjurnar. Svo eru það hertu kringlurnar. Fólk hefur keypt ýmislegt sem það ætlar að nota fyrir jólin, eins og tartalettur.“ Árni hefur undanfarna áratugi vaknað á nóttunni til að baka ofan í viðskiptavini sína. Hann sér fyrir sér að geta sofið á skikkanlegum tímum. „Ég hef yfirleitt sofið svona 3 – 4 tíma og lagt mig síðan í klukkutíma á daginn. En nú stendur til að breyta því.“ Að reka þetta bakarí hefur þó kallað á mikla viðveru, það mikla að Árni hefur aðeins farið tíu sinnum til Reykjavíkur á ævinni og aldrei ekið hringveginn. „Ég er yfirleitt að vinna hér á sumrin til að koma öllum í frí, ég kemst því aldrei frá á sumrin. Ég hef aldrei farið farið hringveginn og ekki oft farið til Reykjavíkur og rata ekkert þar. Hef aðeins farið tíu sinnum til Reykjavíkur yfir ævina sem er svolítið sérstakt. Kannski ég fari hringveginn næsta sumar, það yrði mjög skemmtilegt.“ Ísafjarðarbær Bakarí Tímamót Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Sjá meira
Dyrum Gamla Bakarísins á Ísafirði var lokað í dag í síðasta skiptið. Árni Aðalbjörnsson bakari hefur staðið vaktina í Gamla bakaríinu í hálfa öld. Það hefur kallað á mikla viðveru sem hefur þýtt að Árni ratar ekki í Reykjavík því hann hefur bara komið þangað tíu sinnum á ævinni og hefur aldrei keyrt hringveginn. Til stendur að breyta því nú þegar hann leggur svuntuna á hilluna. Gamla Bakaríið er næst elsta bakarí landsins og hefur verið í eigu sömu fjölskyldunnar í heila öld. Árni Aðalbjörnsson er bakari og sér um reksturinn. Hann á bakaríið ásamt systkinum sínum og bauðst honum að kaupa hlut bróður hans. „Bróðir minn bauð mér þetta til sölu. En mér fannst ég vera orðinn of fullorðinn til að kaupa þetta. Ég er orðinn ellilífeyrisþegi og þá er ekki hægt að geira neitt annað en að selja þetta og nú er þetta til sölu,“ segir Árni. Hann segir einn áhugasaman hafa sett sig í samband við hann í vikunni og vonar að eitthvað geti orðið úr því. Hans heitasta ósk er að einhver ungur og upprennandi bakari taki við rekstrinum og viðhaldi þeirri góðu hefð sem verið hefur í húsinu í bland við ferskar nýjungar. Bakaríið hefur verið rekið frá 1871 og aðeins eitt bakarí á landinu eldra, Bernhöftsbakarí sem var stofnað 1834. Fjölskyldan hans Árna tók fyrst við bakaríinu árið 1920 en tveimur árum áður kom upp eldur í húsi sem stóð fyrir framan húsnæðið sem áður hýsti bakaríið. Eldurinn frá húsinu fyrir framan smitaðist út í húsnæði bakarísins líka. Afi hans rak bakaríið fram til 1950 þegar pabbi Árna tók við. Faðir Árna dó árið 1970 og þá tók Árni við og hefur verið við stjórnvölinn síðan. Fastakúnnar hafa tekið þessum fréttum illa og pantað heilu farmana af góðgæti úr bakaríinu til að eiga í frysti. „Það hefur verið brjálað að gera í þessari viku. Við höfðum varla undan. Höfum unnið tólf tíma á hverjum degi. Gamlir Ísfirðingar hafa hringt hingað og pantað vörur. Það allra vinsælasta eru kókoslengjurnar. Svo eru það hertu kringlurnar. Fólk hefur keypt ýmislegt sem það ætlar að nota fyrir jólin, eins og tartalettur.“ Árni hefur undanfarna áratugi vaknað á nóttunni til að baka ofan í viðskiptavini sína. Hann sér fyrir sér að geta sofið á skikkanlegum tímum. „Ég hef yfirleitt sofið svona 3 – 4 tíma og lagt mig síðan í klukkutíma á daginn. En nú stendur til að breyta því.“ Að reka þetta bakarí hefur þó kallað á mikla viðveru, það mikla að Árni hefur aðeins farið tíu sinnum til Reykjavíkur á ævinni og aldrei ekið hringveginn. „Ég er yfirleitt að vinna hér á sumrin til að koma öllum í frí, ég kemst því aldrei frá á sumrin. Ég hef aldrei farið farið hringveginn og ekki oft farið til Reykjavíkur og rata ekkert þar. Hef aðeins farið tíu sinnum til Reykjavíkur yfir ævina sem er svolítið sérstakt. Kannski ég fari hringveginn næsta sumar, það yrði mjög skemmtilegt.“
Ísafjarðarbær Bakarí Tímamót Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Sjá meira