Getur loksins keyrt hringveginn nú þegar Gamla bakaríinu hefur verið lokað Birgir Olgeirsson skrifar 31. október 2020 21:31 Árni Aðalbjörnsson bakari hefur lagt svuntuna á hilluna. Vísir/Hafþór Dyrum Gamla Bakarísins á Ísafirði var lokað í dag í síðasta skiptið. Árni Aðalbjörnsson bakari hefur staðið vaktina í Gamla bakaríinu í hálfa öld. Það hefur kallað á mikla viðveru sem hefur þýtt að Árni ratar ekki í Reykjavík því hann hefur bara komið þangað tíu sinnum á ævinni og hefur aldrei keyrt hringveginn. Til stendur að breyta því nú þegar hann leggur svuntuna á hilluna. Gamla Bakaríið er næst elsta bakarí landsins og hefur verið í eigu sömu fjölskyldunnar í heila öld. Árni Aðalbjörnsson er bakari og sér um reksturinn. Hann á bakaríið ásamt systkinum sínum og bauðst honum að kaupa hlut bróður hans. „Bróðir minn bauð mér þetta til sölu. En mér fannst ég vera orðinn of fullorðinn til að kaupa þetta. Ég er orðinn ellilífeyrisþegi og þá er ekki hægt að geira neitt annað en að selja þetta og nú er þetta til sölu,“ segir Árni. Hann segir einn áhugasaman hafa sett sig í samband við hann í vikunni og vonar að eitthvað geti orðið úr því. Hans heitasta ósk er að einhver ungur og upprennandi bakari taki við rekstrinum og viðhaldi þeirri góðu hefð sem verið hefur í húsinu í bland við ferskar nýjungar. Bakaríið hefur verið rekið frá 1871 og aðeins eitt bakarí á landinu eldra, Bernhöftsbakarí sem var stofnað 1834. Fjölskyldan hans Árna tók fyrst við bakaríinu árið 1920 en tveimur árum áður kom upp eldur í húsi sem stóð fyrir framan húsnæðið sem áður hýsti bakaríið. Eldurinn frá húsinu fyrir framan smitaðist út í húsnæði bakarísins líka. Afi hans rak bakaríið fram til 1950 þegar pabbi Árna tók við. Faðir Árna dó árið 1970 og þá tók Árni við og hefur verið við stjórnvölinn síðan. Fastakúnnar hafa tekið þessum fréttum illa og pantað heilu farmana af góðgæti úr bakaríinu til að eiga í frysti. „Það hefur verið brjálað að gera í þessari viku. Við höfðum varla undan. Höfum unnið tólf tíma á hverjum degi. Gamlir Ísfirðingar hafa hringt hingað og pantað vörur. Það allra vinsælasta eru kókoslengjurnar. Svo eru það hertu kringlurnar. Fólk hefur keypt ýmislegt sem það ætlar að nota fyrir jólin, eins og tartalettur.“ Árni hefur undanfarna áratugi vaknað á nóttunni til að baka ofan í viðskiptavini sína. Hann sér fyrir sér að geta sofið á skikkanlegum tímum. „Ég hef yfirleitt sofið svona 3 – 4 tíma og lagt mig síðan í klukkutíma á daginn. En nú stendur til að breyta því.“ Að reka þetta bakarí hefur þó kallað á mikla viðveru, það mikla að Árni hefur aðeins farið tíu sinnum til Reykjavíkur á ævinni og aldrei ekið hringveginn. „Ég er yfirleitt að vinna hér á sumrin til að koma öllum í frí, ég kemst því aldrei frá á sumrin. Ég hef aldrei farið farið hringveginn og ekki oft farið til Reykjavíkur og rata ekkert þar. Hef aðeins farið tíu sinnum til Reykjavíkur yfir ævina sem er svolítið sérstakt. Kannski ég fari hringveginn næsta sumar, það yrði mjög skemmtilegt.“ Ísafjarðarbær Bakarí Tímamót Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Sjá meira
Dyrum Gamla Bakarísins á Ísafirði var lokað í dag í síðasta skiptið. Árni Aðalbjörnsson bakari hefur staðið vaktina í Gamla bakaríinu í hálfa öld. Það hefur kallað á mikla viðveru sem hefur þýtt að Árni ratar ekki í Reykjavík því hann hefur bara komið þangað tíu sinnum á ævinni og hefur aldrei keyrt hringveginn. Til stendur að breyta því nú þegar hann leggur svuntuna á hilluna. Gamla Bakaríið er næst elsta bakarí landsins og hefur verið í eigu sömu fjölskyldunnar í heila öld. Árni Aðalbjörnsson er bakari og sér um reksturinn. Hann á bakaríið ásamt systkinum sínum og bauðst honum að kaupa hlut bróður hans. „Bróðir minn bauð mér þetta til sölu. En mér fannst ég vera orðinn of fullorðinn til að kaupa þetta. Ég er orðinn ellilífeyrisþegi og þá er ekki hægt að geira neitt annað en að selja þetta og nú er þetta til sölu,“ segir Árni. Hann segir einn áhugasaman hafa sett sig í samband við hann í vikunni og vonar að eitthvað geti orðið úr því. Hans heitasta ósk er að einhver ungur og upprennandi bakari taki við rekstrinum og viðhaldi þeirri góðu hefð sem verið hefur í húsinu í bland við ferskar nýjungar. Bakaríið hefur verið rekið frá 1871 og aðeins eitt bakarí á landinu eldra, Bernhöftsbakarí sem var stofnað 1834. Fjölskyldan hans Árna tók fyrst við bakaríinu árið 1920 en tveimur árum áður kom upp eldur í húsi sem stóð fyrir framan húsnæðið sem áður hýsti bakaríið. Eldurinn frá húsinu fyrir framan smitaðist út í húsnæði bakarísins líka. Afi hans rak bakaríið fram til 1950 þegar pabbi Árna tók við. Faðir Árna dó árið 1970 og þá tók Árni við og hefur verið við stjórnvölinn síðan. Fastakúnnar hafa tekið þessum fréttum illa og pantað heilu farmana af góðgæti úr bakaríinu til að eiga í frysti. „Það hefur verið brjálað að gera í þessari viku. Við höfðum varla undan. Höfum unnið tólf tíma á hverjum degi. Gamlir Ísfirðingar hafa hringt hingað og pantað vörur. Það allra vinsælasta eru kókoslengjurnar. Svo eru það hertu kringlurnar. Fólk hefur keypt ýmislegt sem það ætlar að nota fyrir jólin, eins og tartalettur.“ Árni hefur undanfarna áratugi vaknað á nóttunni til að baka ofan í viðskiptavini sína. Hann sér fyrir sér að geta sofið á skikkanlegum tímum. „Ég hef yfirleitt sofið svona 3 – 4 tíma og lagt mig síðan í klukkutíma á daginn. En nú stendur til að breyta því.“ Að reka þetta bakarí hefur þó kallað á mikla viðveru, það mikla að Árni hefur aðeins farið tíu sinnum til Reykjavíkur á ævinni og aldrei ekið hringveginn. „Ég er yfirleitt að vinna hér á sumrin til að koma öllum í frí, ég kemst því aldrei frá á sumrin. Ég hef aldrei farið farið hringveginn og ekki oft farið til Reykjavíkur og rata ekkert þar. Hef aðeins farið tíu sinnum til Reykjavíkur yfir ævina sem er svolítið sérstakt. Kannski ég fari hringveginn næsta sumar, það yrði mjög skemmtilegt.“
Ísafjarðarbær Bakarí Tímamót Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Sjá meira