Helga og Sveinn til Orkídeu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. október 2020 13:52 Helga Gunnlaugsdóttir og Sveinn Aðalsteinsson. Sveinn Aðalsteinsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri nýsköpunarverkefnisins Orkídeu. Orkídea er samstarfsverkefni Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, Landsvirkjunar, Landbúnaðarháskóla Íslands og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um nýsköpun á Suðurlandi. Þá hefur Helga Gunnlaugsdóttir verið ráðin rannsókna- og þróunarstjóri verkefnisins. „Ég tel að aukin áhersla á nýsköpun á Suðurlandi tali beint inn í þá landkosti og mannauð sem svæðið býður upp á. Áhugi samfélagsins á nýtingu grænnar orku til matvælaframleiðslu hefur aukist mikið sem er mjög ánægjulegt. Hér á Suðurlandi er mikil reynsla af hátæknimatvælaframleiðslu og öflugir frumkvöðlar sem ég hlakka mjög til að vinna með. Okkur eru allir vegir færir,“ segir Sveinn í tilkynningu. Sveinn starfaði áður meðal annars sem framkvæmdastjóri Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins, sem sérfræðingur og framkvæmdastjóri um uppbyggingu ylræktar á Hellisheiði, framkvæmdastjóri Starfsafls starfsmenntasjóðs, skólameistari Garðyrkjuskólans að Reykjum í Ölfusi og prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands. Hann hefur setið í fjölmörgum stjórnum s.s. í stjórn Háskólafélags Suðurlands og Fræðslunets Suðurlands og tekið þátt fjölmörgum verkefnum á sviði náttúrunýtingar og ylræktar. Sveinn útskrifaðist með B.Sc. gráðu í líffræði frá Háskóla Íslands, doktorspróf, Ph.D., í plöntulífeðlisfræði frá Lundi í Svíþjóð, docent titil við sænska landbúnaðarháskólann og M.Sc. gráðu frá Háskóla Íslands með áherslu á stjórnun og stefnumótun. Helga hefur starfað hjá Matís í 14 ár þar sem hún hefur tekið þátt í fjölmörgum innlendum og alþjóðlegum rannsóknaverkefnum sem tengjast nýsköpun og rannsóknum á sviði matvælaframleiðslu og lýðheilsu. Helga hefur verið gestaprófessor við Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands frá 2012. Helga er með B.Sc. gráðu í matvælafræði frá Háskóla Íslands, M.Sc. gráðu í matvælafræði frá Tækniháskólanum í Nova Scotia í Kanada og doktorspróf í matvælaverkfræði frá háskólanum í Lundi í Svíþjóð. „Ég hef mikinn áhuga á að gera íslenska matvælaframleiðslu umhverfisvænni með nýtingu grænnar orku og stuðla að nýsköpun og verðmætasköpun á sviði matvælaframleiðslu með sjálfbærni og hringrásarhagkerfið að leiðarljósi og hlakka mikið til að beita þekkingu minni og reynslu við að takast á við ný verkefni. Ég tel að Ísland eigi mikla möguleika á að takast á við samfélagslegar áskoranir sem tengjast fæðuöryggi, sjálfbærni og umhverfismálum með aukinni nýtingu á grænni orku og vil leggja mitt að mörkum til að svo megi verða,“ segir Helga. Vistaskipti Nýsköpun Landsvirkjun Landbúnaður Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Sveinn Aðalsteinsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri nýsköpunarverkefnisins Orkídeu. Orkídea er samstarfsverkefni Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, Landsvirkjunar, Landbúnaðarháskóla Íslands og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um nýsköpun á Suðurlandi. Þá hefur Helga Gunnlaugsdóttir verið ráðin rannsókna- og þróunarstjóri verkefnisins. „Ég tel að aukin áhersla á nýsköpun á Suðurlandi tali beint inn í þá landkosti og mannauð sem svæðið býður upp á. Áhugi samfélagsins á nýtingu grænnar orku til matvælaframleiðslu hefur aukist mikið sem er mjög ánægjulegt. Hér á Suðurlandi er mikil reynsla af hátæknimatvælaframleiðslu og öflugir frumkvöðlar sem ég hlakka mjög til að vinna með. Okkur eru allir vegir færir,“ segir Sveinn í tilkynningu. Sveinn starfaði áður meðal annars sem framkvæmdastjóri Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins, sem sérfræðingur og framkvæmdastjóri um uppbyggingu ylræktar á Hellisheiði, framkvæmdastjóri Starfsafls starfsmenntasjóðs, skólameistari Garðyrkjuskólans að Reykjum í Ölfusi og prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands. Hann hefur setið í fjölmörgum stjórnum s.s. í stjórn Háskólafélags Suðurlands og Fræðslunets Suðurlands og tekið þátt fjölmörgum verkefnum á sviði náttúrunýtingar og ylræktar. Sveinn útskrifaðist með B.Sc. gráðu í líffræði frá Háskóla Íslands, doktorspróf, Ph.D., í plöntulífeðlisfræði frá Lundi í Svíþjóð, docent titil við sænska landbúnaðarháskólann og M.Sc. gráðu frá Háskóla Íslands með áherslu á stjórnun og stefnumótun. Helga hefur starfað hjá Matís í 14 ár þar sem hún hefur tekið þátt í fjölmörgum innlendum og alþjóðlegum rannsóknaverkefnum sem tengjast nýsköpun og rannsóknum á sviði matvælaframleiðslu og lýðheilsu. Helga hefur verið gestaprófessor við Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands frá 2012. Helga er með B.Sc. gráðu í matvælafræði frá Háskóla Íslands, M.Sc. gráðu í matvælafræði frá Tækniháskólanum í Nova Scotia í Kanada og doktorspróf í matvælaverkfræði frá háskólanum í Lundi í Svíþjóð. „Ég hef mikinn áhuga á að gera íslenska matvælaframleiðslu umhverfisvænni með nýtingu grænnar orku og stuðla að nýsköpun og verðmætasköpun á sviði matvælaframleiðslu með sjálfbærni og hringrásarhagkerfið að leiðarljósi og hlakka mikið til að beita þekkingu minni og reynslu við að takast á við ný verkefni. Ég tel að Ísland eigi mikla möguleika á að takast á við samfélagslegar áskoranir sem tengjast fæðuöryggi, sjálfbærni og umhverfismálum með aukinni nýtingu á grænni orku og vil leggja mitt að mörkum til að svo megi verða,“ segir Helga.
Vistaskipti Nýsköpun Landsvirkjun Landbúnaður Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira