Eliza Reid skrifar bók um íslensku kvenskörungana Sylvía Hall skrifar 29. október 2020 17:58 Eliza Reid vinnur nú að bók sem kemur út árið 2022. Vísir/Vilhelm Eliza Reid, forsetafrú Íslands, hefur undanfarið unnið að bók sem fjallar um jafnréttisbaráttuna hér á landi og afrek íslenskra kvenna á því sviði. Bókinni er ætlað að gefa jákvæða en raunsæja mynd af íslensku samfélagi. Bókin ber titilinn Secrets of the Sprakkar: How the Extraordinary Women of Iceland Are Bringing Gender Equality Within Reach, sem myndi útleggjast á íslensku sem “Leyndarmál Sprakkana: Hvernig hinar ótrúlegu íslensku konur eru við það að ná kynjajafnrétti”. Orðið sprakki er fínt og fornt orð, líkt og Eliza orðar það sjálf, og merkir kvenskörungur eða röskleikakona. „Mér finnst gaman að geta stuðlað að því að þetta ágæta orð vakni til lífsins á ný, ef svo má segja. Hægt er að lesa aðeins meira um bókina með því að fylgja hlekknum hér að neðan. Ég vil leggja áherslu á að þótt ég voni að bókin veiti áhugaverða, skemmtilega, jákvæða og raunhæfa mynd af íslensku samfélagi vildi ég ekki skapa sjálfhverfa „Ísland best í heimi“ ímynd af jafnréttisparadísinni Íslandi,“ skrifar Eliza á Facebook-síðu sína. Í undirbúningsvinnu sinni hefur Eliza tekið viðtöl við fjölda kvenna og mun einnig deila sinni eigin reynslu af því að vera íslensk kona með erlendar rætur. Hún kveðst einstaklega spennt fyrir verkefninu, en stefnt er að því að bókin komi út vorið 2022. Útgefandi bókarinnar í Bandaríkjunum er Sourcebooks, stærsta bókaforlag Norður-Ameríku í eigu kvenna, og Simon & Schuster í Kanada. Bókmenntir Forseti Íslands Jafnréttismál Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Sjá meira
Eliza Reid, forsetafrú Íslands, hefur undanfarið unnið að bók sem fjallar um jafnréttisbaráttuna hér á landi og afrek íslenskra kvenna á því sviði. Bókinni er ætlað að gefa jákvæða en raunsæja mynd af íslensku samfélagi. Bókin ber titilinn Secrets of the Sprakkar: How the Extraordinary Women of Iceland Are Bringing Gender Equality Within Reach, sem myndi útleggjast á íslensku sem “Leyndarmál Sprakkana: Hvernig hinar ótrúlegu íslensku konur eru við það að ná kynjajafnrétti”. Orðið sprakki er fínt og fornt orð, líkt og Eliza orðar það sjálf, og merkir kvenskörungur eða röskleikakona. „Mér finnst gaman að geta stuðlað að því að þetta ágæta orð vakni til lífsins á ný, ef svo má segja. Hægt er að lesa aðeins meira um bókina með því að fylgja hlekknum hér að neðan. Ég vil leggja áherslu á að þótt ég voni að bókin veiti áhugaverða, skemmtilega, jákvæða og raunhæfa mynd af íslensku samfélagi vildi ég ekki skapa sjálfhverfa „Ísland best í heimi“ ímynd af jafnréttisparadísinni Íslandi,“ skrifar Eliza á Facebook-síðu sína. Í undirbúningsvinnu sinni hefur Eliza tekið viðtöl við fjölda kvenna og mun einnig deila sinni eigin reynslu af því að vera íslensk kona með erlendar rætur. Hún kveðst einstaklega spennt fyrir verkefninu, en stefnt er að því að bókin komi út vorið 2022. Útgefandi bókarinnar í Bandaríkjunum er Sourcebooks, stærsta bókaforlag Norður-Ameríku í eigu kvenna, og Simon & Schuster í Kanada.
Bókmenntir Forseti Íslands Jafnréttismál Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Sjá meira