Björgunarfólki berst liðsauki og þyrlan að hefja leit að nýju Gunnar Reynir Valþórsson og Telma tómasson skrifa 29. október 2020 06:50 Þyrla Gæslunnar heldur til leitar í birtingu. Vísir/Vilhelm Þyrla Landhelgisgæslunnar fer á ný til leitar í birtingu en hún var kölluð út í gær til að leita að manni í Stafafellsfjöllum í Lóni. Allar björgunarsveitir í Austur-Skaftafellssýslu og á Austurlandi voru kallaðar út í gær til að leita að manninum. Áhöfn þyrlunnar var á Höfn í Hornafirði í nótt og samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni verður hafist handa á ný í birtingu. Þá eru hópar björgunarsveitarfólks frá Austurlandi og Suðurlandi á leiðinni nú í morgunsárið til að leysa af þá sem hafa verið við störf í alla nótt, að sögn Davíðs Más Bjarnasonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar. Notast við dróna og sporhund Um tíu hópar björgunarsveitamanna voru á svæðinu í gær fótgangandi auk þess sem notast var við dróna og sporhund, sem kom með þyrlu Landhelgisgæslunnar. Frá því klukkan sex í morgun hefur liðsstyrkur verið að berast, en í heildina hafa um 100 manns komið að leitinni með einum eða öðrum hætti, að sögn Davíðs Más. Fleiri leitarhundar bætast við í morgunsárið. Bíll mannsins fannst á svæðinu Sveinn Kristján Rúnarsson yfirlögregluþjónn segir að leitarsvæðið sé nokkuð stórt, en að bíll mannsins hafi fundist á svæðinu og því talið vitað hvar hann lagði upp. Sá sem leitað er að er heimamaður og alvanur fjallamennsku, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Veðrið bætir ekki úr skák Gul viðvörun er á svæðinu og veðrið því ekki skaplegt, en þó er gert ráð fyrir að þyrla verði aftur notuð til leitarinnar þegar birtir og aðstæður leyfa. Davíð Már segir lögreglu og aðgerðarstjórn nú vera að meta stöðuna og áætla hvernig leit verður háttað í dag. Uppfært 11:42: Maðurinn hefur verið fundinn heill á húfi. Landhelgisgæslan Björgunarsveitir Hornafjörður Tengdar fréttir Þyrla, drónar og sporhundur koma að leit að manni í Stafafellsfjöllum Björgunarsveitir á Suðausturhorninu og á Austfjörðum leita nú að manni í Stafafellsfjöllum í Lóni. Þyrla Landhelgisgæslunnar aðstoðar við leitina. 28. október 2020 22:59 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Innlent Fleiri fréttir Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Sjá meira
Þyrla Landhelgisgæslunnar fer á ný til leitar í birtingu en hún var kölluð út í gær til að leita að manni í Stafafellsfjöllum í Lóni. Allar björgunarsveitir í Austur-Skaftafellssýslu og á Austurlandi voru kallaðar út í gær til að leita að manninum. Áhöfn þyrlunnar var á Höfn í Hornafirði í nótt og samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni verður hafist handa á ný í birtingu. Þá eru hópar björgunarsveitarfólks frá Austurlandi og Suðurlandi á leiðinni nú í morgunsárið til að leysa af þá sem hafa verið við störf í alla nótt, að sögn Davíðs Más Bjarnasonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar. Notast við dróna og sporhund Um tíu hópar björgunarsveitamanna voru á svæðinu í gær fótgangandi auk þess sem notast var við dróna og sporhund, sem kom með þyrlu Landhelgisgæslunnar. Frá því klukkan sex í morgun hefur liðsstyrkur verið að berast, en í heildina hafa um 100 manns komið að leitinni með einum eða öðrum hætti, að sögn Davíðs Más. Fleiri leitarhundar bætast við í morgunsárið. Bíll mannsins fannst á svæðinu Sveinn Kristján Rúnarsson yfirlögregluþjónn segir að leitarsvæðið sé nokkuð stórt, en að bíll mannsins hafi fundist á svæðinu og því talið vitað hvar hann lagði upp. Sá sem leitað er að er heimamaður og alvanur fjallamennsku, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Veðrið bætir ekki úr skák Gul viðvörun er á svæðinu og veðrið því ekki skaplegt, en þó er gert ráð fyrir að þyrla verði aftur notuð til leitarinnar þegar birtir og aðstæður leyfa. Davíð Már segir lögreglu og aðgerðarstjórn nú vera að meta stöðuna og áætla hvernig leit verður háttað í dag. Uppfært 11:42: Maðurinn hefur verið fundinn heill á húfi.
Landhelgisgæslan Björgunarsveitir Hornafjörður Tengdar fréttir Þyrla, drónar og sporhundur koma að leit að manni í Stafafellsfjöllum Björgunarsveitir á Suðausturhorninu og á Austfjörðum leita nú að manni í Stafafellsfjöllum í Lóni. Þyrla Landhelgisgæslunnar aðstoðar við leitina. 28. október 2020 22:59 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Innlent Fleiri fréttir Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Sjá meira
Þyrla, drónar og sporhundur koma að leit að manni í Stafafellsfjöllum Björgunarsveitir á Suðausturhorninu og á Austfjörðum leita nú að manni í Stafafellsfjöllum í Lóni. Þyrla Landhelgisgæslunnar aðstoðar við leitina. 28. október 2020 22:59