Ætla byrja nýja NBA tímabilið fyrir jól Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. október 2020 07:30 LeBron James gæti tekið sér lengra frí og sleppt fyrstu leikjum Los Angeles Lakers á nýju tímabili. Getty/Mike Ehrmann NBA tímabilinu í körfubolta er nýlokið í búbblunni í Disneygarðinum en það lítur út fyrir að það sé stutt í næsta tímabil líka. NBA hélt í gær netfund með framkvæmdastjórum og forsetum félaganna þar sem plönin fyrir næsta tímabil voru lögð fram. Samkvæmt heimildum bandarískra fréttamanna þá verður þetta sumarfrí leikmanna NBA-deildarinnar afar stutt að þessu sinni. Lokaleikur NBA úrslitanna fór fram 11. október síðastliðinn en það lítur út fyrir að NBA-deildin hefjist aðeins 72 dögum síðar. Sumarfrí NBA leikmanna er vanalega frá miðjum júní fram í lok október en tímabilin hafa þó verið að fara fyrr af stað undanfarin ár. Sources: The NBA held a call this afternoon with team GMs & presidents to detail the plan for a 72-game season set to begin December 22 & end before the Olympics in July. The league intends to schedule games in a way that reduces travel by 25% with teams playing MLB style series.— Kevin O'Connor (@KevinOConnorNBA) October 28, 2020 Samkvæmt planinu eins og það virðist líta út fyrir í dag þá er ætlunin að hefja tímabilið aftur 22. desember og klára það síðan fyrir Ólympíuleikana í júlí. Til að svo geti farið þá þarf að fækka leikjum úr 82 í 72. Það var að sjálfsögðu ekkert 82 leikja tímabil í ár vegna kórónuveirunnar. Leikjadagskráin verður einnig sett upp þannig að liðin þurfi að ferðast sem minnst en stefnan hefur verið sett á að minnka ferðalög liðanna um 25 prósent. Liðin munu því líka mætast nokkrum sinnum á stuttum tíma og klára þannig alla innbyrðis leiki sína í röð. A 'substantial faction of players and star players' are pushing to start the NBA season on Jan. 18, per @ChrisBHaynes pic.twitter.com/IIyUPG8sjw— Bleacher Report (@BleacherReport) October 28, 2020 NBA-deildin kláraðist eins og áður sagði um miðjan október en hún átti auðvitað að klárast í júní. Margra mánaða hlé varð á deildinni vegna kórónuveirunnar en NBA tókst engu að síður að klára hana í búbblu á Flórída sem tókst að mörgu leyti mjög vel. NBA vill alls ekki missa út jólaleikina sína en NBA hefur átt Jóladag í bandarísku íþróttasjónvarpi. Á móti kemur er búist við því að margir af reynsluboltum deildarinnar taki sér lengra frí og verði því ekki að spila fyrstu vikur eða fyrsta mánuðinn á nýrri leiktíð en það á eftir að koma betur í ljós. Margir af reynslumeirum leikmönnum deildar eru að berjast fyrir því að tímabilið hefjist ekki fyrr en 18. janúar á nýju ári. The longest NBA season ever began one year ago today pic.twitter.com/GitdL7nNvv— SportsCenter (@SportsCenter) October 22, 2020 NBA Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Diaz hengdi Conor | Fimmtán bardaga sigurgöngu lokið Sport Umfjöllun og viðtöl: HK - Selfoss 29-34 | Meistararnir gáfu í þegar þess þurfti Handbolti Hollendingar Evrópumeistarar í fyrsta sinn Fótbolti Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Fylkir 2-0 │Skagamenn upp í þriðja sætið Íslenski boltinn Griezmann staðfestur sem leikmaður Barcelona Fótbolti Freyr: Ódýrt hjá Milos og Dofri fleygði sér niður Íslenski boltinn Stjarnan áfram eftir mark Brynjars Gauta á elleftu stundu | Mæta Espanyol í næstu umferð Fótbolti Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - HK 3-2 | KR slapp með skrekkinn gegn nýliðunum Íslenski boltinn Annar hnefaleikakappi látinn eftir bardaga um helgina Sport Fleiri fréttir „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Sjá meira
NBA tímabilinu í körfubolta er nýlokið í búbblunni í Disneygarðinum en það lítur út fyrir að það sé stutt í næsta tímabil líka. NBA hélt í gær netfund með framkvæmdastjórum og forsetum félaganna þar sem plönin fyrir næsta tímabil voru lögð fram. Samkvæmt heimildum bandarískra fréttamanna þá verður þetta sumarfrí leikmanna NBA-deildarinnar afar stutt að þessu sinni. Lokaleikur NBA úrslitanna fór fram 11. október síðastliðinn en það lítur út fyrir að NBA-deildin hefjist aðeins 72 dögum síðar. Sumarfrí NBA leikmanna er vanalega frá miðjum júní fram í lok október en tímabilin hafa þó verið að fara fyrr af stað undanfarin ár. Sources: The NBA held a call this afternoon with team GMs & presidents to detail the plan for a 72-game season set to begin December 22 & end before the Olympics in July. The league intends to schedule games in a way that reduces travel by 25% with teams playing MLB style series.— Kevin O'Connor (@KevinOConnorNBA) October 28, 2020 Samkvæmt planinu eins og það virðist líta út fyrir í dag þá er ætlunin að hefja tímabilið aftur 22. desember og klára það síðan fyrir Ólympíuleikana í júlí. Til að svo geti farið þá þarf að fækka leikjum úr 82 í 72. Það var að sjálfsögðu ekkert 82 leikja tímabil í ár vegna kórónuveirunnar. Leikjadagskráin verður einnig sett upp þannig að liðin þurfi að ferðast sem minnst en stefnan hefur verið sett á að minnka ferðalög liðanna um 25 prósent. Liðin munu því líka mætast nokkrum sinnum á stuttum tíma og klára þannig alla innbyrðis leiki sína í röð. A 'substantial faction of players and star players' are pushing to start the NBA season on Jan. 18, per @ChrisBHaynes pic.twitter.com/IIyUPG8sjw— Bleacher Report (@BleacherReport) October 28, 2020 NBA-deildin kláraðist eins og áður sagði um miðjan október en hún átti auðvitað að klárast í júní. Margra mánaða hlé varð á deildinni vegna kórónuveirunnar en NBA tókst engu að síður að klára hana í búbblu á Flórída sem tókst að mörgu leyti mjög vel. NBA vill alls ekki missa út jólaleikina sína en NBA hefur átt Jóladag í bandarísku íþróttasjónvarpi. Á móti kemur er búist við því að margir af reynsluboltum deildarinnar taki sér lengra frí og verði því ekki að spila fyrstu vikur eða fyrsta mánuðinn á nýrri leiktíð en það á eftir að koma betur í ljós. Margir af reynslumeirum leikmönnum deildar eru að berjast fyrir því að tímabilið hefjist ekki fyrr en 18. janúar á nýju ári. The longest NBA season ever began one year ago today pic.twitter.com/GitdL7nNvv— SportsCenter (@SportsCenter) October 22, 2020
NBA Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Diaz hengdi Conor | Fimmtán bardaga sigurgöngu lokið Sport Umfjöllun og viðtöl: HK - Selfoss 29-34 | Meistararnir gáfu í þegar þess þurfti Handbolti Hollendingar Evrópumeistarar í fyrsta sinn Fótbolti Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Fylkir 2-0 │Skagamenn upp í þriðja sætið Íslenski boltinn Griezmann staðfestur sem leikmaður Barcelona Fótbolti Freyr: Ódýrt hjá Milos og Dofri fleygði sér niður Íslenski boltinn Stjarnan áfram eftir mark Brynjars Gauta á elleftu stundu | Mæta Espanyol í næstu umferð Fótbolti Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - HK 3-2 | KR slapp með skrekkinn gegn nýliðunum Íslenski boltinn Annar hnefaleikakappi látinn eftir bardaga um helgina Sport Fleiri fréttir „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Sjá meira