Leyfa erlendum sérfræðingum að dvelja á Íslandi í hálft ár Birgir Olgeirsson skrifar 27. október 2020 18:43 Ráðherrar hafa kynnt aðgerðir til að gera fólki utan EES kleift að vinna fjarvinnu á Íslandi í allt að sex mánuði. Nýsköpunarráðherra vonar að þetta muni örva nýsköpun á Íslandi. Fjöldamörg fyrirtæki á heimsvísu, sem áður studdu ekki við það, hafa opnað á fjarvinnu í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Hafa margir erlendir ríkisborgarar haft hug á að dvelja á Íslandi til lengri tíma og sinna sinni vinnu hér á landi. Nýsköpunarráðherra, dómsmálaráðherra og fjármálaráðherra kynntu aðgerðir sem gera slíkt kleift á fundi ríkisstjórnar í dag. Hingað til hafa íbúar utan EES aðens geta dvalið hér í 90 daga. „Við höfum fengið talsvert af fyrirspurnum frá fólki sem hefur áhuga á að koma hingað til lengri og skemmri tíma. Við lítum svo á að ef við gerum þeim auðveldara fyrir að koma í sex mánuði, þá leiði það vonandi af sér að einhverjir ákveði að flytja til lengri tíma og verða fullgildir þátttakendur í íslensku samfélagi,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir nýsköpunarráðherra. Ráðherra segir að þessi aðgerð geti stuðlað að aukinni þekkingu og tengingum inn í íslenskt umhverfi. „Ég er alveg handviss um að margt jákvætt muni koma út úr þessu og í þessu felast líka heilmikil tækifæri fyrir landsvæðin. Það getur breytt miklu fyrir einstaka sveitarfélög að fá örfáir einstaklingar komi inn á það svæði og gefi margt með sér. Það eykur tengslamyndun og tengingar út. Ég er alveg viss um að þetta muni gera heilmikið gagn,“ segir Þórdís. Til að fá heimild fyrir lengri dvöl þarf viðkomandi að sýna fram á ráðningarsamband, tekjur og sjúkratryggingar og er til framkvæmdin áfram til skoðunar til að bjóða upp á dvöl til enn lengri tíma. Fjarvinna Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Nýsköpun Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Sjá meira
Ráðherrar hafa kynnt aðgerðir til að gera fólki utan EES kleift að vinna fjarvinnu á Íslandi í allt að sex mánuði. Nýsköpunarráðherra vonar að þetta muni örva nýsköpun á Íslandi. Fjöldamörg fyrirtæki á heimsvísu, sem áður studdu ekki við það, hafa opnað á fjarvinnu í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Hafa margir erlendir ríkisborgarar haft hug á að dvelja á Íslandi til lengri tíma og sinna sinni vinnu hér á landi. Nýsköpunarráðherra, dómsmálaráðherra og fjármálaráðherra kynntu aðgerðir sem gera slíkt kleift á fundi ríkisstjórnar í dag. Hingað til hafa íbúar utan EES aðens geta dvalið hér í 90 daga. „Við höfum fengið talsvert af fyrirspurnum frá fólki sem hefur áhuga á að koma hingað til lengri og skemmri tíma. Við lítum svo á að ef við gerum þeim auðveldara fyrir að koma í sex mánuði, þá leiði það vonandi af sér að einhverjir ákveði að flytja til lengri tíma og verða fullgildir þátttakendur í íslensku samfélagi,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir nýsköpunarráðherra. Ráðherra segir að þessi aðgerð geti stuðlað að aukinni þekkingu og tengingum inn í íslenskt umhverfi. „Ég er alveg handviss um að margt jákvætt muni koma út úr þessu og í þessu felast líka heilmikil tækifæri fyrir landsvæðin. Það getur breytt miklu fyrir einstaka sveitarfélög að fá örfáir einstaklingar komi inn á það svæði og gefi margt með sér. Það eykur tengslamyndun og tengingar út. Ég er alveg viss um að þetta muni gera heilmikið gagn,“ segir Þórdís. Til að fá heimild fyrir lengri dvöl þarf viðkomandi að sýna fram á ráðningarsamband, tekjur og sjúkratryggingar og er til framkvæmdin áfram til skoðunar til að bjóða upp á dvöl til enn lengri tíma.
Fjarvinna Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Nýsköpun Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Sjá meira