Kallað eftir sjálfbærnileiðtogum - helst í gær... Gunnar Sveinn Magnússon skrifar 27. október 2020 14:00 Vísindasamfélagið hefur varað við hrikalegum afleiðingum ef ekki verður gripið strax til róttækra aðgerða til að sporna við áframhaldandi hlýnun jarðar. Parísarsamkomulagið frá árinu 2015 kveður á um að stöðva skuli aukningu í útblæstri gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu og halda hlýnun jarðar innan við 2°C, þó helst innan við 1,5°C sé þess nokkur kostur. Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst því yfir að við höfum aðeins tæp tíu ár áður en afleiðingarnar valda óafturkræfum breytingum á móður jörð.[1] Ábyrgð á aðgerðum er okkar allra – stjórnvalda, stofnanna, sveitarfélaga, fyrirtækja, banka og fjárfesta, félagasamtaka, skóla, fjölmiða og einstaklinga. Helst hefði þurft að gera eitthvað róttækt strax í gær. Þá hlýtur maður að spyrja sig – hvers vegna erum við ekki að gera meira, hví eru ekki fleiri að taka þátt? Það eru ansi margar „góðar“ afsakanir þarna úti. Sem dæmi; þetta kostar of mikið og það er ekki góður tími (Covid í gangi og svona), Ísland skiptir ekki máli í stóra samhenginu, ég fer í veiðiferð á sumrin og því hentar rafbíll mér ekki, Íslenskt veðurfar er hrikalegt og ég verð að taka mínar árlegu tvær til fjórar utanlandsferðir, eða það eru nú bara 97% vísindamanna sem halda þessu fram.[2] Reyndar er síðasta afsökunin arfaslök og sem betur fer eru ekki margir á þeim vagni í dag. Ljóst er að komandi kynslóðir eiga ekki séns ef viðhorf fara ekki að breytast. Við sem samfélag þurfum að fara í allsherjar naflaskoðun. Við verðum að hætta að hugsa bara um eigin skammtímahag og muna að við erum hluti af einhverju stærra. Við þurfum öll að rísa upp og vera leiðtogar á okkar sviði, t.d. með því að: ·stjórnvöld og sveitarfélög setji sjálfbærni enn frekar í forgang við setningu laga og reglna, búi til hvata fyrir þá sem standa sig vel og beini opinberum innkaupum til sjálfbærra birgja ·fyrirtæki, bankar og fjárfestar setji sér afgerandi langtíma arðsemisstefnur og markmið útfrá sjálfbærni, tengi við grunnrekstur sinn og bakki það upp með fjármunum og gagnsærri skýrslugjöf ·fleiri félagasamtök og skólar innleiði heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna í starfsemi sína og fræði félagsmenn og nemendur um áhrif loftslagsbreytinga og þörfina á aðgerðum ·fjölmiðlar stuðli að gagnrýnni og upplýstari umræðu um af hverju við erum ekki að standa okkur betur (Ísland er nr. 26 í innleiðingu á heimsmarkmiðum á eftir löndum eins og Hvíta Rússlandi á meðan hin Norðurlöndin tróna við toppinn[3]) ·fleiri einstaklingar sýni sjálfbærni í verki næst þegar þeir fara í vinnuna, í skólann, á kjörstað, versli í matinn, kaupi bifreið, fjárfesti eða hendi rusli og svona mætti áfram telja Það þarf kjark til að stíga út fyrir þægindarammann og gerast leiðtogi í sjálfbærni. Ert þú tilbúin(n) að taka þetta skref? Höfundur er stjórnarmaður í Festu, miðstöð um sjálfbærni og samfélagsábyrgð [1] https://www.un.org/press/en/2019/ga12131.doc.htm [2] https://climate.nasa.gov/faq/17/do-scientists-agree-on-climate-change/ [3] https://dashboards.sdgindex.org/rankings Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Vísindasamfélagið hefur varað við hrikalegum afleiðingum ef ekki verður gripið strax til róttækra aðgerða til að sporna við áframhaldandi hlýnun jarðar. Parísarsamkomulagið frá árinu 2015 kveður á um að stöðva skuli aukningu í útblæstri gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu og halda hlýnun jarðar innan við 2°C, þó helst innan við 1,5°C sé þess nokkur kostur. Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst því yfir að við höfum aðeins tæp tíu ár áður en afleiðingarnar valda óafturkræfum breytingum á móður jörð.[1] Ábyrgð á aðgerðum er okkar allra – stjórnvalda, stofnanna, sveitarfélaga, fyrirtækja, banka og fjárfesta, félagasamtaka, skóla, fjölmiða og einstaklinga. Helst hefði þurft að gera eitthvað róttækt strax í gær. Þá hlýtur maður að spyrja sig – hvers vegna erum við ekki að gera meira, hví eru ekki fleiri að taka þátt? Það eru ansi margar „góðar“ afsakanir þarna úti. Sem dæmi; þetta kostar of mikið og það er ekki góður tími (Covid í gangi og svona), Ísland skiptir ekki máli í stóra samhenginu, ég fer í veiðiferð á sumrin og því hentar rafbíll mér ekki, Íslenskt veðurfar er hrikalegt og ég verð að taka mínar árlegu tvær til fjórar utanlandsferðir, eða það eru nú bara 97% vísindamanna sem halda þessu fram.[2] Reyndar er síðasta afsökunin arfaslök og sem betur fer eru ekki margir á þeim vagni í dag. Ljóst er að komandi kynslóðir eiga ekki séns ef viðhorf fara ekki að breytast. Við sem samfélag þurfum að fara í allsherjar naflaskoðun. Við verðum að hætta að hugsa bara um eigin skammtímahag og muna að við erum hluti af einhverju stærra. Við þurfum öll að rísa upp og vera leiðtogar á okkar sviði, t.d. með því að: ·stjórnvöld og sveitarfélög setji sjálfbærni enn frekar í forgang við setningu laga og reglna, búi til hvata fyrir þá sem standa sig vel og beini opinberum innkaupum til sjálfbærra birgja ·fyrirtæki, bankar og fjárfestar setji sér afgerandi langtíma arðsemisstefnur og markmið útfrá sjálfbærni, tengi við grunnrekstur sinn og bakki það upp með fjármunum og gagnsærri skýrslugjöf ·fleiri félagasamtök og skólar innleiði heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna í starfsemi sína og fræði félagsmenn og nemendur um áhrif loftslagsbreytinga og þörfina á aðgerðum ·fjölmiðlar stuðli að gagnrýnni og upplýstari umræðu um af hverju við erum ekki að standa okkur betur (Ísland er nr. 26 í innleiðingu á heimsmarkmiðum á eftir löndum eins og Hvíta Rússlandi á meðan hin Norðurlöndin tróna við toppinn[3]) ·fleiri einstaklingar sýni sjálfbærni í verki næst þegar þeir fara í vinnuna, í skólann, á kjörstað, versli í matinn, kaupi bifreið, fjárfesti eða hendi rusli og svona mætti áfram telja Það þarf kjark til að stíga út fyrir þægindarammann og gerast leiðtogi í sjálfbærni. Ert þú tilbúin(n) að taka þetta skref? Höfundur er stjórnarmaður í Festu, miðstöð um sjálfbærni og samfélagsábyrgð [1] https://www.un.org/press/en/2019/ga12131.doc.htm [2] https://climate.nasa.gov/faq/17/do-scientists-agree-on-climate-change/ [3] https://dashboards.sdgindex.org/rankings
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun