Lögmaður talar fyrir valdaráni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 27. október 2020 10:31 Athyglisvert að heyra „virtan“ lögmann, að eigin sögn baráttumann fyrir lýðræði, tala í útvarpsþættinum Sprengisandi fyrir valdaráni til þess að koma tillögum stjórnlagaráðs í gegnum þingið. Það sé aldrei beinlínis kosið um stjórnarskrá í almennum þingkosningum, heldur um pyngju fólks. Þess vegna muni seint eða illa ganga að kjósa saman þing með meirihluta fyrir tillögum stjórnlagaráðs. En það er þó kannski helsti Akkilesarhæll þeirra sem tala fyrir tillögum stjórnlagaráðs, að þeir eru í takmörkuðu sambandi við þarfir almennings og fyrirtækja í landinu til þess að hér ríki hér eftir sem hingað blómlegt atvinnu og mannlíf. Væri slíkt sambandi fyrir hendi hjá þessu fólki, má alveg gera ráð fyrir því að í einhverjum af þeim þremur þingkosningum sem haldnar hafa verið frá því að tillögur stjórnlagaráðs voru lagðar fram væri kominn flokkur í forystu landsmála sem byggi bæði yfir skilningi á þörfum almennings og fyrirtækja í landinu ásamt því að brenna fyrir tillögum stjórnlagaráðs. Einhverra hluta vegna virðist hins vegar afar djúpt á slíkum flokki. Eða kannski er það bara svo að í stóra samhenginu skipti tillögur stjórnlagaráðs landsmenn afar takmörkuðu máli. Lögmaðurinn gerir sér væntanlega grein fyrir því að sá meirihluti sem skipaður yrði af valdaræningjunum til þess að samþykkja tillögur stjórnlagaráðs þyrfti að lifa næstu þingkosningar af svo seinna samþykkið sem bundið er í stjórnarskrá nái í gegn. Þá er spurning hvort að staðan verði þá þannig að loknu því kjörtímabili sem valdaræningjarnir samþykkja tillögurnar að þeir þurfi að hunsa almennar þingkosningar þ.e. að ræna völdum aftur svo seinna samþykkið á tillögum stjórnlagaráðs nái í gegn. Nema auðvitað að lögmaðurinn sé að tala fyrir því að valdaráninu fylgi Venesúelskt stjórnskipulag sem leiða muni tillögur stjórnlagaráðs í lög með andlýðræðislegum tilskipunum byltingarforingjans eða byltingarráðsins. En þá er auðvitað þetta lýðræði og þau mannréttindi sem lögmaðurinn segist brenna fyrir löngu komin út í skurð. Höfundur er 2. varaformaður verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn Karl Brynjarsson Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Athyglisvert að heyra „virtan“ lögmann, að eigin sögn baráttumann fyrir lýðræði, tala í útvarpsþættinum Sprengisandi fyrir valdaráni til þess að koma tillögum stjórnlagaráðs í gegnum þingið. Það sé aldrei beinlínis kosið um stjórnarskrá í almennum þingkosningum, heldur um pyngju fólks. Þess vegna muni seint eða illa ganga að kjósa saman þing með meirihluta fyrir tillögum stjórnlagaráðs. En það er þó kannski helsti Akkilesarhæll þeirra sem tala fyrir tillögum stjórnlagaráðs, að þeir eru í takmörkuðu sambandi við þarfir almennings og fyrirtækja í landinu til þess að hér ríki hér eftir sem hingað blómlegt atvinnu og mannlíf. Væri slíkt sambandi fyrir hendi hjá þessu fólki, má alveg gera ráð fyrir því að í einhverjum af þeim þremur þingkosningum sem haldnar hafa verið frá því að tillögur stjórnlagaráðs voru lagðar fram væri kominn flokkur í forystu landsmála sem byggi bæði yfir skilningi á þörfum almennings og fyrirtækja í landinu ásamt því að brenna fyrir tillögum stjórnlagaráðs. Einhverra hluta vegna virðist hins vegar afar djúpt á slíkum flokki. Eða kannski er það bara svo að í stóra samhenginu skipti tillögur stjórnlagaráðs landsmenn afar takmörkuðu máli. Lögmaðurinn gerir sér væntanlega grein fyrir því að sá meirihluti sem skipaður yrði af valdaræningjunum til þess að samþykkja tillögur stjórnlagaráðs þyrfti að lifa næstu þingkosningar af svo seinna samþykkið sem bundið er í stjórnarskrá nái í gegn. Þá er spurning hvort að staðan verði þá þannig að loknu því kjörtímabili sem valdaræningjarnir samþykkja tillögurnar að þeir þurfi að hunsa almennar þingkosningar þ.e. að ræna völdum aftur svo seinna samþykkið á tillögum stjórnlagaráðs nái í gegn. Nema auðvitað að lögmaðurinn sé að tala fyrir því að valdaráninu fylgi Venesúelskt stjórnskipulag sem leiða muni tillögur stjórnlagaráðs í lög með andlýðræðislegum tilskipunum byltingarforingjans eða byltingarráðsins. En þá er auðvitað þetta lýðræði og þau mannréttindi sem lögmaðurinn segist brenna fyrir löngu komin út í skurð. Höfundur er 2. varaformaður verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar