Segja rústirnar hættulegar og vekja „daglegan óhug“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. október 2020 08:57 Brunarústirnar við Bræðraborgarstíg 1. Vísir/vilhelm Íbúaráð Vesturbæjar telur mikilvægt að rústir húss að Bræðraborgarstíg 1 sem brann í lok júní síðastliðnum verði fjarlægðar strax í nóvember. Hætta stafi af rústunum og þær veki óhug hjá nágrönnum. Þetta kemur fram í bókun íbúaráðs sem lögð var fram á fundi ráðsins á miðvikudag í síðustu viku. Þrjú fórust í brunanum á Bræðraborgarstíg í júní. Málið vakti mikinn óhug og þótti sýna fram á slæman aðbúnað sem erlent verkafólk býr gjarnan við hér á landi. „Í þessum mikla harmleik sáu eða skynjuðu margir íbúar hverfisins ýmislegt sem á eftir að fylgja þeim allt þeirra líf,“ segir í bókun íbúaráðs. Bent er á að rústir hússins hafi staðið í fjóra mánuði en rannsókn á vettvangi löngu lokið. Enn sé brunalykt af rústunum, hætta að börn fari inn í húsið, að aftur kvikni í eða að það „hrynji alveg í næstu haustlægð“. „Rústirnar vekja einnig slæmar minningar og daglegan óhug hjá mörgum sem þarna búa. Mikilvægt er að rústirnar séu fjarlægðar og lóðin hreinsuð nú strax í nóvember fyrir næstu stóru haustlægð,“ segir í bókuninni. Ef eigandi verði ekki strax við tilmælum borgarinnar um að fjarlægja rústirnar er mælst til þess að borgin láti fjarlægja þær strax á hans kostnað, líkt og lög gefi heimild til. Karlmaður hefur verið ákærður fyrir manndráp og íkveikju vegna brunans. Fram kemur í ákæru að hann hafi kveikt eld á þremur stöðum í húsinu. Afleiðingarnar voru þær að tvær konur og einn karlmaður létust í brunanum, öll þrjú frá Póllandi. Bruni á Bræðraborgarstíg Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir 21 látið lífið í eldsvoðum á rúmum áratug Alls hefur 21 látist í eldsvoðum á Íslandi frá ársbyrjun 2010 til dagsins í dag. 20. október 2020 07:13 Sagður hafa kveikt eld á þremur stöðum í húsinu Þrettán manns voru í húsinu við Bræðraborgarstíg þann 25. júní í sumar þegar Marek Moszczynski kveikti eld á mörgum stöðum í húsinu. 25. september 2020 15:02 Gæti orðið frjáls ferða sinna Marek Moszczynski neitaði sök þegar ákæra á hendur honum var þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Hann er grunaður um manndráp af ásetningi og íkveikju við Bræðraborgarstíg í sumar. 25. september 2020 12:26 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Sjá meira
Íbúaráð Vesturbæjar telur mikilvægt að rústir húss að Bræðraborgarstíg 1 sem brann í lok júní síðastliðnum verði fjarlægðar strax í nóvember. Hætta stafi af rústunum og þær veki óhug hjá nágrönnum. Þetta kemur fram í bókun íbúaráðs sem lögð var fram á fundi ráðsins á miðvikudag í síðustu viku. Þrjú fórust í brunanum á Bræðraborgarstíg í júní. Málið vakti mikinn óhug og þótti sýna fram á slæman aðbúnað sem erlent verkafólk býr gjarnan við hér á landi. „Í þessum mikla harmleik sáu eða skynjuðu margir íbúar hverfisins ýmislegt sem á eftir að fylgja þeim allt þeirra líf,“ segir í bókun íbúaráðs. Bent er á að rústir hússins hafi staðið í fjóra mánuði en rannsókn á vettvangi löngu lokið. Enn sé brunalykt af rústunum, hætta að börn fari inn í húsið, að aftur kvikni í eða að það „hrynji alveg í næstu haustlægð“. „Rústirnar vekja einnig slæmar minningar og daglegan óhug hjá mörgum sem þarna búa. Mikilvægt er að rústirnar séu fjarlægðar og lóðin hreinsuð nú strax í nóvember fyrir næstu stóru haustlægð,“ segir í bókuninni. Ef eigandi verði ekki strax við tilmælum borgarinnar um að fjarlægja rústirnar er mælst til þess að borgin láti fjarlægja þær strax á hans kostnað, líkt og lög gefi heimild til. Karlmaður hefur verið ákærður fyrir manndráp og íkveikju vegna brunans. Fram kemur í ákæru að hann hafi kveikt eld á þremur stöðum í húsinu. Afleiðingarnar voru þær að tvær konur og einn karlmaður létust í brunanum, öll þrjú frá Póllandi.
Bruni á Bræðraborgarstíg Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir 21 látið lífið í eldsvoðum á rúmum áratug Alls hefur 21 látist í eldsvoðum á Íslandi frá ársbyrjun 2010 til dagsins í dag. 20. október 2020 07:13 Sagður hafa kveikt eld á þremur stöðum í húsinu Þrettán manns voru í húsinu við Bræðraborgarstíg þann 25. júní í sumar þegar Marek Moszczynski kveikti eld á mörgum stöðum í húsinu. 25. september 2020 15:02 Gæti orðið frjáls ferða sinna Marek Moszczynski neitaði sök þegar ákæra á hendur honum var þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Hann er grunaður um manndráp af ásetningi og íkveikju við Bræðraborgarstíg í sumar. 25. september 2020 12:26 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Sjá meira
21 látið lífið í eldsvoðum á rúmum áratug Alls hefur 21 látist í eldsvoðum á Íslandi frá ársbyrjun 2010 til dagsins í dag. 20. október 2020 07:13
Sagður hafa kveikt eld á þremur stöðum í húsinu Þrettán manns voru í húsinu við Bræðraborgarstíg þann 25. júní í sumar þegar Marek Moszczynski kveikti eld á mörgum stöðum í húsinu. 25. september 2020 15:02
Gæti orðið frjáls ferða sinna Marek Moszczynski neitaði sök þegar ákæra á hendur honum var þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Hann er grunaður um manndráp af ásetningi og íkveikju við Bræðraborgarstíg í sumar. 25. september 2020 12:26