Ekki búið að ná utan um hópsýkinguna á Landakoti Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. október 2020 08:38 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Enn er unnið að því að ná utan um hópsýkinguna sem kom upp á Landakoti í síðustu viku. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir það vonbrigði þegar svo umfangsmikil hópsýking hafi komið upp sem hitti illa fyrir viðkvæmasta hópinn. Hópsýkingar geti þó komið upp hvar sem er. Þetta kom fram í viðtali við Þórólf í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann sagði enn verið að greina einstaklinga með kórónuveiruna sem tengjast Landakoti en í gær var fjöldi greindra í hópsýkingunni kominn yfir áttatíu manns. „Svo erum við ennþá með samfélagslegt smit. Við erum með í kringum þrjátíu samfélagsleg smit á dag þannig að alls erum við að greina núna daglega rúmlega fimmtíu einstaklinga,“ sagði Þórólfur. Hann sagðist meta stöðuna þokkalega með tilliti til samfélagslegra smita. „En við erum náttúrulega að eiga við þetta hópsmit frá Landakoti aukalega sem ekki er búið að ná utan um. Ég held það muni líða nokkrir dagar, þessi vika, þar til við sjáum hvernig það verður.“ Aðspurður hvort það væru mikil vonbrigði að sjá svona hópsýkingu koma upp inni á heilbrigðisstofnun sagði hann svo vera. „Já, það verður að segjast eins og er að það eru auðvitað vonbrigði, sérstaklega þegar þetta er svona umfangsmikið og hittir illa fyrir viðkvæmasta hópinn og inni á Landspítala sem er að eiga við þessa sjúklinga og þarf að leggja þá inn. Þannig að þetta kemur verulega niður á starfseminni og má segja að hitti fyrir versta stað.“ Þá gæti svona hópsýking komið upp hvar sem er á meðan veiran er bæði fyrir utan landið og inni í landinu. „Það er eins og við höfum talað um að á meðan veiran er bæði fyrir utan landið og inni í landinu þá geta svona hópsýkingar komið upp og það getur gerst á hvaða stað sem er. Ef við gætum vel að okkur þá lágmörkum við náttúrulega þá áhættu en það getur gerst engu að síður og það er held ég það sem við erum að sjá núna. Landspítalinn hefur náttúrulega lært sína lexíu fyrr í vetur og fengið smit innan spítalans þannig að ég veit að það eru allir á tánum þar til að koma í veg fyrir svona en þetta getur gerst,“ sagði Þórólfur en viðtalið við hann má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Auk þess að ræða hópsýkinguna á Landakoti var rætt um börn og sóttkví og þróun bóluefnis. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Reykjavík Hópsýking á Landakoti Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Fleiri fréttir Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Sjá meira
Enn er unnið að því að ná utan um hópsýkinguna sem kom upp á Landakoti í síðustu viku. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir það vonbrigði þegar svo umfangsmikil hópsýking hafi komið upp sem hitti illa fyrir viðkvæmasta hópinn. Hópsýkingar geti þó komið upp hvar sem er. Þetta kom fram í viðtali við Þórólf í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann sagði enn verið að greina einstaklinga með kórónuveiruna sem tengjast Landakoti en í gær var fjöldi greindra í hópsýkingunni kominn yfir áttatíu manns. „Svo erum við ennþá með samfélagslegt smit. Við erum með í kringum þrjátíu samfélagsleg smit á dag þannig að alls erum við að greina núna daglega rúmlega fimmtíu einstaklinga,“ sagði Þórólfur. Hann sagðist meta stöðuna þokkalega með tilliti til samfélagslegra smita. „En við erum náttúrulega að eiga við þetta hópsmit frá Landakoti aukalega sem ekki er búið að ná utan um. Ég held það muni líða nokkrir dagar, þessi vika, þar til við sjáum hvernig það verður.“ Aðspurður hvort það væru mikil vonbrigði að sjá svona hópsýkingu koma upp inni á heilbrigðisstofnun sagði hann svo vera. „Já, það verður að segjast eins og er að það eru auðvitað vonbrigði, sérstaklega þegar þetta er svona umfangsmikið og hittir illa fyrir viðkvæmasta hópinn og inni á Landspítala sem er að eiga við þessa sjúklinga og þarf að leggja þá inn. Þannig að þetta kemur verulega niður á starfseminni og má segja að hitti fyrir versta stað.“ Þá gæti svona hópsýking komið upp hvar sem er á meðan veiran er bæði fyrir utan landið og inni í landinu. „Það er eins og við höfum talað um að á meðan veiran er bæði fyrir utan landið og inni í landinu þá geta svona hópsýkingar komið upp og það getur gerst á hvaða stað sem er. Ef við gætum vel að okkur þá lágmörkum við náttúrulega þá áhættu en það getur gerst engu að síður og það er held ég það sem við erum að sjá núna. Landspítalinn hefur náttúrulega lært sína lexíu fyrr í vetur og fengið smit innan spítalans þannig að ég veit að það eru allir á tánum þar til að koma í veg fyrir svona en þetta getur gerst,“ sagði Þórólfur en viðtalið við hann má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Auk þess að ræða hópsýkinguna á Landakoti var rætt um börn og sóttkví og þróun bóluefnis.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Reykjavík Hópsýking á Landakoti Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Fleiri fréttir Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Sjá meira