Valkvæðum skurðagerðum frestað Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. október 2020 17:19 Alma Möller er landlæknir. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra hefur staðfest fyrirmæli landlæknis um frestun valkvæðra skurðaðgerða og annarra ífarandi aðgerða. Frestunin tekur gildi frá og með morgundeginum á höfuðborgarsvæðinu en skipulagðar aðgerðir utan höfuðborgarsvæðisins eru heimilar dagana 27. og 28. október. Frestunin gildir til og með 15. nóvember næstkomandi. Minni aðgerðir sem hægt er að framkvæmda í staðdeyfingu, það er á vakandi sjúklingi, verða áfram heimilar og einnig speglanir í greiningaskyni með þeim takmörkunum þó að ekki séu framkvæmdar ífarandi aðgerðir. Alma Möller landlæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna í gær að forstjóri Landspítalans hefði sendi erindi til landlæknis í gær þar sem hann óskaði eftir því að þetta væri gert. „Það er til að minnka hugsanlegt álag á spítalann sem getur hlotist af aðgerðum, sagði Alma á fundinum í gær. Um neyðarúrræði væri að ræða. Fyrirmæli landlæknis eru eftirfarandi: Á meðan faraldur COVID-19 geisar er brýnt að endurskipuleggja heilbrigðisþjónustu þannig að unnt sé að sinna nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu jafnframt því að sinna sjúklingum með COVID-19. Í ljósi alvarlegrar stöðu sem upp er komin á Landspítalanum er forgangsröðun nú nauðsynleg. Einn liður í þeirri forgangsröðun er að takmarka eins og kostur er mögulegar sjúkrahúsinnlagnir á næstu vikum. Landlæknir hefur því ákveðið, með vísan til 1. mgr. 5. gr. laga nr. 41/2007, um landlækni og lýðheilsu, að beina þeim fyrirmælum til viðkomandi heilbrigðisstofnana og heilbrigðisstarfsmanna að frá og með þriðjudeginum 27. október til og með 15. nóvember nk. skuli öllum svokölluðum valkvæðum skurðaðgerðum og öðrum ífarandi aðgerðum frestað, hvort sem þær eru framkvæmdar innan eða utan spítala, af opinberum aðila eða einkaaðila. Þrátt fyrir þetta eru þegar skipulagðar aðgerðir utan höfuðborgarsvæðisins heimilar 27. og 28. október nk. Þetta er gert í ljósi þess að slíkar aðgerðir geta kallað á komur á bráðamóttöku og/eða sjúkrahúsinnlögn sem getur valdið enn frekara álagi á sjúkrahús en nú þegar er. Minni aðgerðir sem hægt er að framkvæma í staðdeyfingu, þ.e. á vakandi sjúklingi, eru leyfðar. Speglanir í greiningaskyni eru leyfðar en með þeim takmörkunum að ekki séu framkvæmdar ífarandi aðgerðir eins og sepataka. Landlæknir beinir þeim fyrirmælum til skurðlækna og annarra lækna sem ákvörðun þessi tekur til, að þeir upplýsi skjólstæðinga sína og geri aðrar viðeigandi ráðstafanir eins fljótt og verða má. Þess skal þó gætt að brýnar skurðaðgerðir eða greiningarrannsóknir sem ekki þola bið umfram átta vikur verði framkvæmdar. Ljóst er að upp kunna að koma vafatilfelli en landlæknir treystir á faglegt og yfirvegað mat hlutaðeigandi sérfræðilæknis í hverju tilviki fyrir sig. Tilkynnt verður með fyrirvara hvenær hægt verður að hefja þessa starfsemi á ný. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Búa sig undir tvær erfiðar vikur 79 smit hafa nú verið rakin til hópsýkingar Covid-19 á Landakoti. Starfsmenn Landspítala búa sig nú undir erfiðar tvær vikur hið minnsta, að sögn forstjóra. 26. október 2020 11:47 Leggur til að valkvæðum skurðaðgerðum verði frestað Á upplýsingafundi almannavarna í dag kvaðst Alma Möller, landlæknir, ætla að leggja það til við heilbrigðisráðherra síðar í dag að valkvæðum skurðaðgerðum sem leitt gætu til spítalainnlagnar yrði frestað. 25. október 2020 17:39 „Heilbrigðisstarfsmenn sýndu í fyrstu bylgju hvers þeir eru megnugir“ Alma Möller landlæknir biðlaði á upplýsingafundi Almannavarna og embættis Landlæknis til heilbrigðismenntaðra einstaklinga sem ekki vinna í opinbera heilbrigðiskerfinu að skrá sig í bakvarðarsveit heilbrigðisþjónustunnar. 25. október 2020 15:47 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Bandarískir erindrekir hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent Fleiri fréttir Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Sjá meira
Heilbrigðisráðherra hefur staðfest fyrirmæli landlæknis um frestun valkvæðra skurðaðgerða og annarra ífarandi aðgerða. Frestunin tekur gildi frá og með morgundeginum á höfuðborgarsvæðinu en skipulagðar aðgerðir utan höfuðborgarsvæðisins eru heimilar dagana 27. og 28. október. Frestunin gildir til og með 15. nóvember næstkomandi. Minni aðgerðir sem hægt er að framkvæmda í staðdeyfingu, það er á vakandi sjúklingi, verða áfram heimilar og einnig speglanir í greiningaskyni með þeim takmörkunum þó að ekki séu framkvæmdar ífarandi aðgerðir. Alma Möller landlæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna í gær að forstjóri Landspítalans hefði sendi erindi til landlæknis í gær þar sem hann óskaði eftir því að þetta væri gert. „Það er til að minnka hugsanlegt álag á spítalann sem getur hlotist af aðgerðum, sagði Alma á fundinum í gær. Um neyðarúrræði væri að ræða. Fyrirmæli landlæknis eru eftirfarandi: Á meðan faraldur COVID-19 geisar er brýnt að endurskipuleggja heilbrigðisþjónustu þannig að unnt sé að sinna nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu jafnframt því að sinna sjúklingum með COVID-19. Í ljósi alvarlegrar stöðu sem upp er komin á Landspítalanum er forgangsröðun nú nauðsynleg. Einn liður í þeirri forgangsröðun er að takmarka eins og kostur er mögulegar sjúkrahúsinnlagnir á næstu vikum. Landlæknir hefur því ákveðið, með vísan til 1. mgr. 5. gr. laga nr. 41/2007, um landlækni og lýðheilsu, að beina þeim fyrirmælum til viðkomandi heilbrigðisstofnana og heilbrigðisstarfsmanna að frá og með þriðjudeginum 27. október til og með 15. nóvember nk. skuli öllum svokölluðum valkvæðum skurðaðgerðum og öðrum ífarandi aðgerðum frestað, hvort sem þær eru framkvæmdar innan eða utan spítala, af opinberum aðila eða einkaaðila. Þrátt fyrir þetta eru þegar skipulagðar aðgerðir utan höfuðborgarsvæðisins heimilar 27. og 28. október nk. Þetta er gert í ljósi þess að slíkar aðgerðir geta kallað á komur á bráðamóttöku og/eða sjúkrahúsinnlögn sem getur valdið enn frekara álagi á sjúkrahús en nú þegar er. Minni aðgerðir sem hægt er að framkvæma í staðdeyfingu, þ.e. á vakandi sjúklingi, eru leyfðar. Speglanir í greiningaskyni eru leyfðar en með þeim takmörkunum að ekki séu framkvæmdar ífarandi aðgerðir eins og sepataka. Landlæknir beinir þeim fyrirmælum til skurðlækna og annarra lækna sem ákvörðun þessi tekur til, að þeir upplýsi skjólstæðinga sína og geri aðrar viðeigandi ráðstafanir eins fljótt og verða má. Þess skal þó gætt að brýnar skurðaðgerðir eða greiningarrannsóknir sem ekki þola bið umfram átta vikur verði framkvæmdar. Ljóst er að upp kunna að koma vafatilfelli en landlæknir treystir á faglegt og yfirvegað mat hlutaðeigandi sérfræðilæknis í hverju tilviki fyrir sig. Tilkynnt verður með fyrirvara hvenær hægt verður að hefja þessa starfsemi á ný.
Á meðan faraldur COVID-19 geisar er brýnt að endurskipuleggja heilbrigðisþjónustu þannig að unnt sé að sinna nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu jafnframt því að sinna sjúklingum með COVID-19. Í ljósi alvarlegrar stöðu sem upp er komin á Landspítalanum er forgangsröðun nú nauðsynleg. Einn liður í þeirri forgangsröðun er að takmarka eins og kostur er mögulegar sjúkrahúsinnlagnir á næstu vikum. Landlæknir hefur því ákveðið, með vísan til 1. mgr. 5. gr. laga nr. 41/2007, um landlækni og lýðheilsu, að beina þeim fyrirmælum til viðkomandi heilbrigðisstofnana og heilbrigðisstarfsmanna að frá og með þriðjudeginum 27. október til og með 15. nóvember nk. skuli öllum svokölluðum valkvæðum skurðaðgerðum og öðrum ífarandi aðgerðum frestað, hvort sem þær eru framkvæmdar innan eða utan spítala, af opinberum aðila eða einkaaðila. Þrátt fyrir þetta eru þegar skipulagðar aðgerðir utan höfuðborgarsvæðisins heimilar 27. og 28. október nk. Þetta er gert í ljósi þess að slíkar aðgerðir geta kallað á komur á bráðamóttöku og/eða sjúkrahúsinnlögn sem getur valdið enn frekara álagi á sjúkrahús en nú þegar er. Minni aðgerðir sem hægt er að framkvæma í staðdeyfingu, þ.e. á vakandi sjúklingi, eru leyfðar. Speglanir í greiningaskyni eru leyfðar en með þeim takmörkunum að ekki séu framkvæmdar ífarandi aðgerðir eins og sepataka. Landlæknir beinir þeim fyrirmælum til skurðlækna og annarra lækna sem ákvörðun þessi tekur til, að þeir upplýsi skjólstæðinga sína og geri aðrar viðeigandi ráðstafanir eins fljótt og verða má. Þess skal þó gætt að brýnar skurðaðgerðir eða greiningarrannsóknir sem ekki þola bið umfram átta vikur verði framkvæmdar. Ljóst er að upp kunna að koma vafatilfelli en landlæknir treystir á faglegt og yfirvegað mat hlutaðeigandi sérfræðilæknis í hverju tilviki fyrir sig. Tilkynnt verður með fyrirvara hvenær hægt verður að hefja þessa starfsemi á ný.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Búa sig undir tvær erfiðar vikur 79 smit hafa nú verið rakin til hópsýkingar Covid-19 á Landakoti. Starfsmenn Landspítala búa sig nú undir erfiðar tvær vikur hið minnsta, að sögn forstjóra. 26. október 2020 11:47 Leggur til að valkvæðum skurðaðgerðum verði frestað Á upplýsingafundi almannavarna í dag kvaðst Alma Möller, landlæknir, ætla að leggja það til við heilbrigðisráðherra síðar í dag að valkvæðum skurðaðgerðum sem leitt gætu til spítalainnlagnar yrði frestað. 25. október 2020 17:39 „Heilbrigðisstarfsmenn sýndu í fyrstu bylgju hvers þeir eru megnugir“ Alma Möller landlæknir biðlaði á upplýsingafundi Almannavarna og embættis Landlæknis til heilbrigðismenntaðra einstaklinga sem ekki vinna í opinbera heilbrigðiskerfinu að skrá sig í bakvarðarsveit heilbrigðisþjónustunnar. 25. október 2020 15:47 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Bandarískir erindrekir hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent Fleiri fréttir Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Sjá meira
Búa sig undir tvær erfiðar vikur 79 smit hafa nú verið rakin til hópsýkingar Covid-19 á Landakoti. Starfsmenn Landspítala búa sig nú undir erfiðar tvær vikur hið minnsta, að sögn forstjóra. 26. október 2020 11:47
Leggur til að valkvæðum skurðaðgerðum verði frestað Á upplýsingafundi almannavarna í dag kvaðst Alma Möller, landlæknir, ætla að leggja það til við heilbrigðisráðherra síðar í dag að valkvæðum skurðaðgerðum sem leitt gætu til spítalainnlagnar yrði frestað. 25. október 2020 17:39
„Heilbrigðisstarfsmenn sýndu í fyrstu bylgju hvers þeir eru megnugir“ Alma Möller landlæknir biðlaði á upplýsingafundi Almannavarna og embættis Landlæknis til heilbrigðismenntaðra einstaklinga sem ekki vinna í opinbera heilbrigðiskerfinu að skrá sig í bakvarðarsveit heilbrigðisþjónustunnar. 25. október 2020 15:47