Þreyttur eftir langt flug fjölskyldunnar morguninn fyrir banaslysið Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. október 2020 15:32 Frá vettvangi slyssins laugardaginn 19. október. LHG Ökumaður bíls sem hafnaði út af við bæinn Gröf á Snæfellsnesi í október í fyrra, með þeim afleiðingum að einn lést, sofnaði sennilega undir stýri. Hann kom til landsins frá Bandaríkjunum ásamt fjölskyldu sinni morguninn fyrir slysið og tímamismunur því talinn hafa stuðlað að þreytu hans. Þetta kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa sem birt var á vef nefndarinnar í dag. Bandarísk hjón og þrjú börn þeirra frá New York-ríki lentu í slysinu, sem varð skömmu eftir hádegi þann 19. október í fyrra. Fjölskyldan tók bílaleigubíl á leigu við komu sína hingað til lands og leið þeirra lá á Snæfellsnes umræddan laugardag í október. Fram kemur í skýrslu rannsóknarnefndar að ökumaður hafi ekki fylgt vinstri beygju á Snæfellsnesvegi til móts við bæinn Gröf heldur þess í stað farið út fyrir veginn í vegfláann. Þar fór bifreiðin um 60 metra áður en hún snerist og valt rúma 40 metra. Ummerki voru um að ökumaðurinn hefði reynt að beygja aftur inn á veginn með þeim afleiðingum að bíllinn snerist. Tveir farþegar í aftursæti bifreiðarinnar köstuðust út úr bifreiðinni þegar hún valt. Annar farþeginn, 17 ára sonur hjónanna, lá um sautján metra frá bílnum þegar að var komið. Hann lést af völdum alvarlegra fjöláverka. Vegfarendur taldir hafa bjargað lífi stúlkunnar Hinn farþeginn, systir piltsins, varð undir bílnum og lá undir honum þegar vegfarendur komu að slysinu. Þeir náðu að velta bílnum ofan af henni og hófu endurlífgun í kjölfarið. Sennilegt er að þau viðbrögð hafi bjargað lífi hennar, að því er segir í skýrslunni. Þá telur nefndin að systkinin hafi ekki verið spennt í öryggisbelti þegar slysið varð. Slysið varð rétt eftir klukkan 13 umræddan dag. Haft er eftir ökumanninum í skýrslu rannsóknarnefndar að fjölskyldan hefði hvílst eitthvað eftir komu til landsins með flugi snemma um morguninn. Bæði farþegar og ökumaður hefðu þó verið þreyttir eftir langa flugferð og mikinn tímamismun milli landa. Rannsóknarnefndin bendir á að tímamismunur og næturflug geri það að verkum að farþegar séu margir þreyttir við komuna til landsins. Að mati nefndarinnar sé mikilvægt að fræða flugfarþega sem koma úr millilandaflugi um þá áhættu sem þreyttur ökumaður skapar sjálfum sér og öðrum í umferðinni. Þá brýnir nefndin fyrir öllum að nota ávallt bílbelti, hvort sem um styttri eða lengri ökuferðir er að ræða. Samgönguslys Snæfellsbær Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Sjá meira
Ökumaður bíls sem hafnaði út af við bæinn Gröf á Snæfellsnesi í október í fyrra, með þeim afleiðingum að einn lést, sofnaði sennilega undir stýri. Hann kom til landsins frá Bandaríkjunum ásamt fjölskyldu sinni morguninn fyrir slysið og tímamismunur því talinn hafa stuðlað að þreytu hans. Þetta kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa sem birt var á vef nefndarinnar í dag. Bandarísk hjón og þrjú börn þeirra frá New York-ríki lentu í slysinu, sem varð skömmu eftir hádegi þann 19. október í fyrra. Fjölskyldan tók bílaleigubíl á leigu við komu sína hingað til lands og leið þeirra lá á Snæfellsnes umræddan laugardag í október. Fram kemur í skýrslu rannsóknarnefndar að ökumaður hafi ekki fylgt vinstri beygju á Snæfellsnesvegi til móts við bæinn Gröf heldur þess í stað farið út fyrir veginn í vegfláann. Þar fór bifreiðin um 60 metra áður en hún snerist og valt rúma 40 metra. Ummerki voru um að ökumaðurinn hefði reynt að beygja aftur inn á veginn með þeim afleiðingum að bíllinn snerist. Tveir farþegar í aftursæti bifreiðarinnar köstuðust út úr bifreiðinni þegar hún valt. Annar farþeginn, 17 ára sonur hjónanna, lá um sautján metra frá bílnum þegar að var komið. Hann lést af völdum alvarlegra fjöláverka. Vegfarendur taldir hafa bjargað lífi stúlkunnar Hinn farþeginn, systir piltsins, varð undir bílnum og lá undir honum þegar vegfarendur komu að slysinu. Þeir náðu að velta bílnum ofan af henni og hófu endurlífgun í kjölfarið. Sennilegt er að þau viðbrögð hafi bjargað lífi hennar, að því er segir í skýrslunni. Þá telur nefndin að systkinin hafi ekki verið spennt í öryggisbelti þegar slysið varð. Slysið varð rétt eftir klukkan 13 umræddan dag. Haft er eftir ökumanninum í skýrslu rannsóknarnefndar að fjölskyldan hefði hvílst eitthvað eftir komu til landsins með flugi snemma um morguninn. Bæði farþegar og ökumaður hefðu þó verið þreyttir eftir langa flugferð og mikinn tímamismun milli landa. Rannsóknarnefndin bendir á að tímamismunur og næturflug geri það að verkum að farþegar séu margir þreyttir við komuna til landsins. Að mati nefndarinnar sé mikilvægt að fræða flugfarþega sem koma úr millilandaflugi um þá áhættu sem þreyttur ökumaður skapar sjálfum sér og öðrum í umferðinni. Þá brýnir nefndin fyrir öllum að nota ávallt bílbelti, hvort sem um styttri eða lengri ökuferðir er að ræða.
Samgönguslys Snæfellsbær Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Sjá meira