Búa sig undir tvær erfiðar vikur Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. október 2020 11:47 Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala, á upplýsingafundi almannavarna í dag. Lögreglan 79 smit hafa nú verið rakin til hópsýkingar Covid-19 á Landakoti. Starfsmenn Landspítala búa sig undir erfiðar tvær vikur hið minnsta, að sögn forstjóra. Fleiri hafa nú verið lagðir inn á spítala í þessari bylgju kórónuveirufaraldursins en þeirri fyrstu. 51 sjúklingur liggur nú inni á Landspítala með Covid-tengd veikindi, þar af eru þrír á gjörgæslu og einn þeirra í öndunarvél. Tíu Covid-sjúklingar útskrifuðust af Landspítala um helgina en tíu lögðust inn, að því er fram kom í máli Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítala, á upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirunnar í dag. Alls hafa 115 verið lagðir inn á sjúkrahús vegna Covid í þessari bylgju sem er „meira en nokkru sinni áður“, sagði Páll. 105 voru lagðir inn á sjúkrahús í fyrstu bylgju. Páll sagði alvarlega stöðu uppi á spítalanum og þróun atburðarásar næstu daga væri þrungin mikilli óvissu. Spítalinn byggi sig nú undir erfiðar tvær vikur hið minnsta. Gæti fjölgað í hópi smitaðra Páll sagði að eitt mikilvægasta verkefnið nú væri að ná utan um hópsýkinguna sem kom upp á Landakoti rétt fyrir helgi. Alls hafa 79 smit nú verið rakin til Landakots, 27 hjá starfsfólki og 52 hjá sjúklingum. Smitin hafa greinst á þremur stofnunum; Landakoti, Reykjalundi og dvalarheimilinu Sólvöllum á Eyrarbakka. Af þessum 79 eru 20 starfsmenn Landspítala og 32 sjúklingar á Landakoti. Páll sagði að bæst gæti við þessa tölu smitaðra í sjúklingahópnum þó að stjórnendur voni að svo verði ekki. Sagði sögu ungs sjúkraliða Þá eru nú 270 starfsmenn Landspítala í sóttkví, stærstur hluti vegna sýkingarinnar á Landakoti. Páll notaði tækifærið og þakkaði starfsmönnum sem starfa við erfiðar aðstæður, einkum á Landakoti. „Ég vona að samfélagið skilji og meti framlag þessa fólks til þessarar baráttu og prófi að setja sig í þeirra spor,“ sagði Páll. Þá sagði hann sögu af ungri konu, sjúkraliða og einstæðri móður, sem vinnur á Landakoti. Hún reyndist ekki smituð af Covid-19 en Páll sagði að hún hefði ekki getað hugsað sér annað en að halda áfram að sinna vinnu sinni á Landakoti. „Því tók faðirinn börnin til sín og hún mætir í vinnuna í fullum varnarbúningi og fer einungis á milli heimilis og vinnu. Hún fer svo aftur í skimun á næstu dögum og við vonum auðvitað að hún reynist áfram neikvæð. Börnin sín sér hún ekki næstu tvær vikur. Svona er hún eins og aðrir á Landakoti vakin og sofin yfir sjúklingum sínum.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Hópsýking á Landakoti Tengdar fréttir Þrettán íbúar og fjórir starfsmenn Sólvalla smitaðir Ellefu íbúar og fjórir starfsmenn öldrunarheimilisins Sólvalla á Eyrarbakka hafa greinst smitaðir af kórónuveirunni. 25. október 2020 18:31 Leggur til að valkvæðum skurðaðgerðum verði frestað Á upplýsingafundi almannavarna í dag kvaðst Alma Möller, landlæknir, ætla að leggja það til við heilbrigðisráðherra síðar í dag að valkvæðum skurðaðgerðum sem leitt gætu til spítalainnlagnar yrði frestað. 25. október 2020 17:39 „Heilbrigðisstarfsmenn sýndu í fyrstu bylgju hvers þeir eru megnugir“ Alma Möller landlæknir biðlaði á upplýsingafundi Almannavarna og embættis Landlæknis til heilbrigðismenntaðra einstaklinga sem ekki vinna í opinbera heilbrigðiskerfinu að skrá sig í bakvarðarsveit heilbrigðisþjónustunnar. 25. október 2020 15:47 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Bandarískir erindrekir hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent Fleiri fréttir Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Sjá meira
79 smit hafa nú verið rakin til hópsýkingar Covid-19 á Landakoti. Starfsmenn Landspítala búa sig undir erfiðar tvær vikur hið minnsta, að sögn forstjóra. Fleiri hafa nú verið lagðir inn á spítala í þessari bylgju kórónuveirufaraldursins en þeirri fyrstu. 51 sjúklingur liggur nú inni á Landspítala með Covid-tengd veikindi, þar af eru þrír á gjörgæslu og einn þeirra í öndunarvél. Tíu Covid-sjúklingar útskrifuðust af Landspítala um helgina en tíu lögðust inn, að því er fram kom í máli Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítala, á upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirunnar í dag. Alls hafa 115 verið lagðir inn á sjúkrahús vegna Covid í þessari bylgju sem er „meira en nokkru sinni áður“, sagði Páll. 105 voru lagðir inn á sjúkrahús í fyrstu bylgju. Páll sagði alvarlega stöðu uppi á spítalanum og þróun atburðarásar næstu daga væri þrungin mikilli óvissu. Spítalinn byggi sig nú undir erfiðar tvær vikur hið minnsta. Gæti fjölgað í hópi smitaðra Páll sagði að eitt mikilvægasta verkefnið nú væri að ná utan um hópsýkinguna sem kom upp á Landakoti rétt fyrir helgi. Alls hafa 79 smit nú verið rakin til Landakots, 27 hjá starfsfólki og 52 hjá sjúklingum. Smitin hafa greinst á þremur stofnunum; Landakoti, Reykjalundi og dvalarheimilinu Sólvöllum á Eyrarbakka. Af þessum 79 eru 20 starfsmenn Landspítala og 32 sjúklingar á Landakoti. Páll sagði að bæst gæti við þessa tölu smitaðra í sjúklingahópnum þó að stjórnendur voni að svo verði ekki. Sagði sögu ungs sjúkraliða Þá eru nú 270 starfsmenn Landspítala í sóttkví, stærstur hluti vegna sýkingarinnar á Landakoti. Páll notaði tækifærið og þakkaði starfsmönnum sem starfa við erfiðar aðstæður, einkum á Landakoti. „Ég vona að samfélagið skilji og meti framlag þessa fólks til þessarar baráttu og prófi að setja sig í þeirra spor,“ sagði Páll. Þá sagði hann sögu af ungri konu, sjúkraliða og einstæðri móður, sem vinnur á Landakoti. Hún reyndist ekki smituð af Covid-19 en Páll sagði að hún hefði ekki getað hugsað sér annað en að halda áfram að sinna vinnu sinni á Landakoti. „Því tók faðirinn börnin til sín og hún mætir í vinnuna í fullum varnarbúningi og fer einungis á milli heimilis og vinnu. Hún fer svo aftur í skimun á næstu dögum og við vonum auðvitað að hún reynist áfram neikvæð. Börnin sín sér hún ekki næstu tvær vikur. Svona er hún eins og aðrir á Landakoti vakin og sofin yfir sjúklingum sínum.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Hópsýking á Landakoti Tengdar fréttir Þrettán íbúar og fjórir starfsmenn Sólvalla smitaðir Ellefu íbúar og fjórir starfsmenn öldrunarheimilisins Sólvalla á Eyrarbakka hafa greinst smitaðir af kórónuveirunni. 25. október 2020 18:31 Leggur til að valkvæðum skurðaðgerðum verði frestað Á upplýsingafundi almannavarna í dag kvaðst Alma Möller, landlæknir, ætla að leggja það til við heilbrigðisráðherra síðar í dag að valkvæðum skurðaðgerðum sem leitt gætu til spítalainnlagnar yrði frestað. 25. október 2020 17:39 „Heilbrigðisstarfsmenn sýndu í fyrstu bylgju hvers þeir eru megnugir“ Alma Möller landlæknir biðlaði á upplýsingafundi Almannavarna og embættis Landlæknis til heilbrigðismenntaðra einstaklinga sem ekki vinna í opinbera heilbrigðiskerfinu að skrá sig í bakvarðarsveit heilbrigðisþjónustunnar. 25. október 2020 15:47 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Bandarískir erindrekir hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent Fleiri fréttir Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Sjá meira
Þrettán íbúar og fjórir starfsmenn Sólvalla smitaðir Ellefu íbúar og fjórir starfsmenn öldrunarheimilisins Sólvalla á Eyrarbakka hafa greinst smitaðir af kórónuveirunni. 25. október 2020 18:31
Leggur til að valkvæðum skurðaðgerðum verði frestað Á upplýsingafundi almannavarna í dag kvaðst Alma Möller, landlæknir, ætla að leggja það til við heilbrigðisráðherra síðar í dag að valkvæðum skurðaðgerðum sem leitt gætu til spítalainnlagnar yrði frestað. 25. október 2020 17:39
„Heilbrigðisstarfsmenn sýndu í fyrstu bylgju hvers þeir eru megnugir“ Alma Möller landlæknir biðlaði á upplýsingafundi Almannavarna og embættis Landlæknis til heilbrigðismenntaðra einstaklinga sem ekki vinna í opinbera heilbrigðiskerfinu að skrá sig í bakvarðarsveit heilbrigðisþjónustunnar. 25. október 2020 15:47