Búa sig undir tvær erfiðar vikur Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. október 2020 11:47 Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala, á upplýsingafundi almannavarna í dag. Lögreglan 79 smit hafa nú verið rakin til hópsýkingar Covid-19 á Landakoti. Starfsmenn Landspítala búa sig undir erfiðar tvær vikur hið minnsta, að sögn forstjóra. Fleiri hafa nú verið lagðir inn á spítala í þessari bylgju kórónuveirufaraldursins en þeirri fyrstu. 51 sjúklingur liggur nú inni á Landspítala með Covid-tengd veikindi, þar af eru þrír á gjörgæslu og einn þeirra í öndunarvél. Tíu Covid-sjúklingar útskrifuðust af Landspítala um helgina en tíu lögðust inn, að því er fram kom í máli Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítala, á upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirunnar í dag. Alls hafa 115 verið lagðir inn á sjúkrahús vegna Covid í þessari bylgju sem er „meira en nokkru sinni áður“, sagði Páll. 105 voru lagðir inn á sjúkrahús í fyrstu bylgju. Páll sagði alvarlega stöðu uppi á spítalanum og þróun atburðarásar næstu daga væri þrungin mikilli óvissu. Spítalinn byggi sig nú undir erfiðar tvær vikur hið minnsta. Gæti fjölgað í hópi smitaðra Páll sagði að eitt mikilvægasta verkefnið nú væri að ná utan um hópsýkinguna sem kom upp á Landakoti rétt fyrir helgi. Alls hafa 79 smit nú verið rakin til Landakots, 27 hjá starfsfólki og 52 hjá sjúklingum. Smitin hafa greinst á þremur stofnunum; Landakoti, Reykjalundi og dvalarheimilinu Sólvöllum á Eyrarbakka. Af þessum 79 eru 20 starfsmenn Landspítala og 32 sjúklingar á Landakoti. Páll sagði að bæst gæti við þessa tölu smitaðra í sjúklingahópnum þó að stjórnendur voni að svo verði ekki. Sagði sögu ungs sjúkraliða Þá eru nú 270 starfsmenn Landspítala í sóttkví, stærstur hluti vegna sýkingarinnar á Landakoti. Páll notaði tækifærið og þakkaði starfsmönnum sem starfa við erfiðar aðstæður, einkum á Landakoti. „Ég vona að samfélagið skilji og meti framlag þessa fólks til þessarar baráttu og prófi að setja sig í þeirra spor,“ sagði Páll. Þá sagði hann sögu af ungri konu, sjúkraliða og einstæðri móður, sem vinnur á Landakoti. Hún reyndist ekki smituð af Covid-19 en Páll sagði að hún hefði ekki getað hugsað sér annað en að halda áfram að sinna vinnu sinni á Landakoti. „Því tók faðirinn börnin til sín og hún mætir í vinnuna í fullum varnarbúningi og fer einungis á milli heimilis og vinnu. Hún fer svo aftur í skimun á næstu dögum og við vonum auðvitað að hún reynist áfram neikvæð. Börnin sín sér hún ekki næstu tvær vikur. Svona er hún eins og aðrir á Landakoti vakin og sofin yfir sjúklingum sínum.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Hópsýking á Landakoti Tengdar fréttir Þrettán íbúar og fjórir starfsmenn Sólvalla smitaðir Ellefu íbúar og fjórir starfsmenn öldrunarheimilisins Sólvalla á Eyrarbakka hafa greinst smitaðir af kórónuveirunni. 25. október 2020 18:31 Leggur til að valkvæðum skurðaðgerðum verði frestað Á upplýsingafundi almannavarna í dag kvaðst Alma Möller, landlæknir, ætla að leggja það til við heilbrigðisráðherra síðar í dag að valkvæðum skurðaðgerðum sem leitt gætu til spítalainnlagnar yrði frestað. 25. október 2020 17:39 „Heilbrigðisstarfsmenn sýndu í fyrstu bylgju hvers þeir eru megnugir“ Alma Möller landlæknir biðlaði á upplýsingafundi Almannavarna og embættis Landlæknis til heilbrigðismenntaðra einstaklinga sem ekki vinna í opinbera heilbrigðiskerfinu að skrá sig í bakvarðarsveit heilbrigðisþjónustunnar. 25. október 2020 15:47 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
79 smit hafa nú verið rakin til hópsýkingar Covid-19 á Landakoti. Starfsmenn Landspítala búa sig undir erfiðar tvær vikur hið minnsta, að sögn forstjóra. Fleiri hafa nú verið lagðir inn á spítala í þessari bylgju kórónuveirufaraldursins en þeirri fyrstu. 51 sjúklingur liggur nú inni á Landspítala með Covid-tengd veikindi, þar af eru þrír á gjörgæslu og einn þeirra í öndunarvél. Tíu Covid-sjúklingar útskrifuðust af Landspítala um helgina en tíu lögðust inn, að því er fram kom í máli Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítala, á upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirunnar í dag. Alls hafa 115 verið lagðir inn á sjúkrahús vegna Covid í þessari bylgju sem er „meira en nokkru sinni áður“, sagði Páll. 105 voru lagðir inn á sjúkrahús í fyrstu bylgju. Páll sagði alvarlega stöðu uppi á spítalanum og þróun atburðarásar næstu daga væri þrungin mikilli óvissu. Spítalinn byggi sig nú undir erfiðar tvær vikur hið minnsta. Gæti fjölgað í hópi smitaðra Páll sagði að eitt mikilvægasta verkefnið nú væri að ná utan um hópsýkinguna sem kom upp á Landakoti rétt fyrir helgi. Alls hafa 79 smit nú verið rakin til Landakots, 27 hjá starfsfólki og 52 hjá sjúklingum. Smitin hafa greinst á þremur stofnunum; Landakoti, Reykjalundi og dvalarheimilinu Sólvöllum á Eyrarbakka. Af þessum 79 eru 20 starfsmenn Landspítala og 32 sjúklingar á Landakoti. Páll sagði að bæst gæti við þessa tölu smitaðra í sjúklingahópnum þó að stjórnendur voni að svo verði ekki. Sagði sögu ungs sjúkraliða Þá eru nú 270 starfsmenn Landspítala í sóttkví, stærstur hluti vegna sýkingarinnar á Landakoti. Páll notaði tækifærið og þakkaði starfsmönnum sem starfa við erfiðar aðstæður, einkum á Landakoti. „Ég vona að samfélagið skilji og meti framlag þessa fólks til þessarar baráttu og prófi að setja sig í þeirra spor,“ sagði Páll. Þá sagði hann sögu af ungri konu, sjúkraliða og einstæðri móður, sem vinnur á Landakoti. Hún reyndist ekki smituð af Covid-19 en Páll sagði að hún hefði ekki getað hugsað sér annað en að halda áfram að sinna vinnu sinni á Landakoti. „Því tók faðirinn börnin til sín og hún mætir í vinnuna í fullum varnarbúningi og fer einungis á milli heimilis og vinnu. Hún fer svo aftur í skimun á næstu dögum og við vonum auðvitað að hún reynist áfram neikvæð. Börnin sín sér hún ekki næstu tvær vikur. Svona er hún eins og aðrir á Landakoti vakin og sofin yfir sjúklingum sínum.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Hópsýking á Landakoti Tengdar fréttir Þrettán íbúar og fjórir starfsmenn Sólvalla smitaðir Ellefu íbúar og fjórir starfsmenn öldrunarheimilisins Sólvalla á Eyrarbakka hafa greinst smitaðir af kórónuveirunni. 25. október 2020 18:31 Leggur til að valkvæðum skurðaðgerðum verði frestað Á upplýsingafundi almannavarna í dag kvaðst Alma Möller, landlæknir, ætla að leggja það til við heilbrigðisráðherra síðar í dag að valkvæðum skurðaðgerðum sem leitt gætu til spítalainnlagnar yrði frestað. 25. október 2020 17:39 „Heilbrigðisstarfsmenn sýndu í fyrstu bylgju hvers þeir eru megnugir“ Alma Möller landlæknir biðlaði á upplýsingafundi Almannavarna og embættis Landlæknis til heilbrigðismenntaðra einstaklinga sem ekki vinna í opinbera heilbrigðiskerfinu að skrá sig í bakvarðarsveit heilbrigðisþjónustunnar. 25. október 2020 15:47 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Þrettán íbúar og fjórir starfsmenn Sólvalla smitaðir Ellefu íbúar og fjórir starfsmenn öldrunarheimilisins Sólvalla á Eyrarbakka hafa greinst smitaðir af kórónuveirunni. 25. október 2020 18:31
Leggur til að valkvæðum skurðaðgerðum verði frestað Á upplýsingafundi almannavarna í dag kvaðst Alma Möller, landlæknir, ætla að leggja það til við heilbrigðisráðherra síðar í dag að valkvæðum skurðaðgerðum sem leitt gætu til spítalainnlagnar yrði frestað. 25. október 2020 17:39
„Heilbrigðisstarfsmenn sýndu í fyrstu bylgju hvers þeir eru megnugir“ Alma Möller landlæknir biðlaði á upplýsingafundi Almannavarna og embættis Landlæknis til heilbrigðismenntaðra einstaklinga sem ekki vinna í opinbera heilbrigðiskerfinu að skrá sig í bakvarðarsveit heilbrigðisþjónustunnar. 25. október 2020 15:47