Raggi Sig hélt óvænta „ævintýra“ brúðkaupsveislu fyrir Elenu Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 26. október 2020 10:35 Ísland - Rúmenía EM umspil knattspyrnu Laugardalsvöllur ksí Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Knattspyrnumaðurinn Ragnar Sigurðsson hefur gengið í það heilaga. Elenu Bach barnsmóðir hans tilkynnti þetta á Instagram í gær en brúðkaupsveislan fór fram í Íslandsheimsókn þeirra á dögunum. View this post on Instagram . . . , . , , - « », . , . . ( ) , .... , ! , « ?, ?, ?»...., , . , . , . . . , ... , . . ( ). , , , . . P.s. E g elska þig @sykurson Ph:@siggaella A post shared by Elena Bach (@elsykur_) on Oct 24, 2020 at 7:43am PDT Brúðurin birti fallega færslu um þetta á Instagram en það var Raggi sem planaði óvænta brúðkaupsveislu þeirra og komst hún að þessum leynilegu plönum hans, aðeins þremur dögum áður en veislan átti að fara fram. Hún náði að finna sér kjól, en vegna kórónuveirusmits nálægt landsliðinu bættist við viku sóttkví og frestaðist því viðburðurinn um nokkra daga. Gafst henni þá smá meiri tími til þess að skipuleggja sig. „Ég náði því að finna hárgreiðslumeistara og ná áttum og undirbúa mig almennilega.“ Brúðkaupsdagurinn gekk heldur ekki áfallalaus fyrir sig, en þegar hún beygði sig niður til þess að taka upp Miu litlu fyrir brottförina, þá rifnaði kjóllinn. Móðir Ragga kom til bjargar og saumaði kjólinn aftur utan á hana og brúðurin tafðist því aðeins um tuttugu mínútur. Á staðnum beið hennar fallega skreyttur salur og allir gestirnir þeirra. „Ég er ótrúlega hamingjusöm að eiginmaður minn skipulagði þetta ævintýri fyrir mig.“ Færslan er á rússnesku en endar á einni íslenskri setningu sem hún skrifar til eiginmannsins. „P.s. Ég elska þig.“ Bach segir að þau hafi verið löngu byrjuð að hugsa um brúðkaup en þar sem Raggi er alltaf með stífa dagskrá í fótboltanum og hún er sjálf í námi, hafði ekki gefist tími fyrir brúðkaupsveislu. Svo komust þau að því að þau ættu von á barni og svo bættist kórónuveirufaraldurinn ofan á allt saman. Hún kallar dótturina „litla kraftaverkið“ í lífi þeirra. Raggi og eignuðust dótturina Miu fyrr á árinu. View this post on Instagram A post shared by @ sykurson on Sep 12, 2020 at 12:29pm PDT Það var hæfileikaríki ljósmyndarinn Sigríður Frímannsdóttir, betur þekkt sem Sigga Ella, sem tók brúðkaupsmyndirnar af parinu. Bach kæddist fallegum hvítum kjól í veislunni sem sýndi vel húðflúrin hennar. Hún var með uppsett hárið og ljómaði á stóra daginn View this post on Instagram Ph:@siggaella A post shared by Elena Bach (@elsykur_) on Oct 24, 2020 at 12:48pm PDT Ástin og lífið Fótbolti Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Fleiri fréttir Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Sjá meira
Knattspyrnumaðurinn Ragnar Sigurðsson hefur gengið í það heilaga. Elenu Bach barnsmóðir hans tilkynnti þetta á Instagram í gær en brúðkaupsveislan fór fram í Íslandsheimsókn þeirra á dögunum. View this post on Instagram . . . , . , , - « », . , . . ( ) , .... , ! , « ?, ?, ?»...., , . , . , . . . , ... , . . ( ). , , , . . P.s. E g elska þig @sykurson Ph:@siggaella A post shared by Elena Bach (@elsykur_) on Oct 24, 2020 at 7:43am PDT Brúðurin birti fallega færslu um þetta á Instagram en það var Raggi sem planaði óvænta brúðkaupsveislu þeirra og komst hún að þessum leynilegu plönum hans, aðeins þremur dögum áður en veislan átti að fara fram. Hún náði að finna sér kjól, en vegna kórónuveirusmits nálægt landsliðinu bættist við viku sóttkví og frestaðist því viðburðurinn um nokkra daga. Gafst henni þá smá meiri tími til þess að skipuleggja sig. „Ég náði því að finna hárgreiðslumeistara og ná áttum og undirbúa mig almennilega.“ Brúðkaupsdagurinn gekk heldur ekki áfallalaus fyrir sig, en þegar hún beygði sig niður til þess að taka upp Miu litlu fyrir brottförina, þá rifnaði kjóllinn. Móðir Ragga kom til bjargar og saumaði kjólinn aftur utan á hana og brúðurin tafðist því aðeins um tuttugu mínútur. Á staðnum beið hennar fallega skreyttur salur og allir gestirnir þeirra. „Ég er ótrúlega hamingjusöm að eiginmaður minn skipulagði þetta ævintýri fyrir mig.“ Færslan er á rússnesku en endar á einni íslenskri setningu sem hún skrifar til eiginmannsins. „P.s. Ég elska þig.“ Bach segir að þau hafi verið löngu byrjuð að hugsa um brúðkaup en þar sem Raggi er alltaf með stífa dagskrá í fótboltanum og hún er sjálf í námi, hafði ekki gefist tími fyrir brúðkaupsveislu. Svo komust þau að því að þau ættu von á barni og svo bættist kórónuveirufaraldurinn ofan á allt saman. Hún kallar dótturina „litla kraftaverkið“ í lífi þeirra. Raggi og eignuðust dótturina Miu fyrr á árinu. View this post on Instagram A post shared by @ sykurson on Sep 12, 2020 at 12:29pm PDT Það var hæfileikaríki ljósmyndarinn Sigríður Frímannsdóttir, betur þekkt sem Sigga Ella, sem tók brúðkaupsmyndirnar af parinu. Bach kæddist fallegum hvítum kjól í veislunni sem sýndi vel húðflúrin hennar. Hún var með uppsett hárið og ljómaði á stóra daginn View this post on Instagram Ph:@siggaella A post shared by Elena Bach (@elsykur_) on Oct 24, 2020 at 12:48pm PDT
Ástin og lífið Fótbolti Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Fleiri fréttir Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Sjá meira